Svæði

Ísland

Greinar

Stórt skref að tala um árás en ekki slys
Viðtal

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.
Langvarandi skortur á yfirsýn í heilbrigðismálum
Úttekt

Langvar­andi skort­ur á yf­ir­sýn í heil­brigð­is­mál­um

Ís­land er und­ir með­al­tali OECD ríkja þeg­ar kem­ur að fjár­veit­ing­um til heil­brigð­is­mála og í frjálsu falli á lista yf­ir bestu heil­brigðis­kerfi Evr­ópu. Heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir skorta yf­ir­sýn í mála­flokkn­um og land­lækn­ir hef­ur áhyggj­ur af slæmu að­gengi sjúk­linga að heil­brigð­is­þjón­ustu. Erfitt er að fá tíma hjá heim­il­is­lækni, að­gengi að nýj­um lyfj­um er ábóta­vant og bið­list­ar í skurð­að­gerð­ir alltof lang­ir.
Sjúklegt ástand spítalans
Úttekt

Sjúk­legt ástand spít­al­ans

Dæmi eru um að sjúk­ling­ar séu hafð­ir í ein­angr­un á sal­ern­um, í sturtu­klef­um og geymsl­um sök­um pláss­leys­is á Land­spít­al­an­um. 31 sjúk­ling­ur lá á göng­um Land­spít­al­ans og 32 biðu eft­ir inn­lögn á bráða­mót­tök­unni þeg­ar blaða­mann bar að garði. Starfs­fólk er að bug­ast und­an álagi og mis­tök­um fjölg­ar. Stefna í heil­brigð­is­mál­um hef­ur ekki gert ráð fyr­ir öldrun sam­fé­lags­ins og aldr­að fólk dag­ar uppi á spít­al­an­um. Blaða­mað­ur varði hálf­um degi á Land­spít­al­an­um og ræddi við starfs­fólk og sjúk­linga sem mæta þess­um að­stæð­um.
Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans
FréttirPlastbarkamálið

Rektor Karol­inska seg­ir af sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu: Gögn frá Ís­landi lyk­il­at­riði í ákvarð­ana­töku hans

Rektor Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi, And­ers Ham­sten, hef­ur sagt sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu. Ein af ástæð­un­um fyr­ir breyttri sýn hans á Macchi­ar­ini-mál­ið eru gögn með upp­lýs­ing­um frá Ís­landi. Í heim­ild­ar­mynd sem sænska sjón­varp­ið sýndi ný­lega er birt mynd­band af rann­sókn á And­emariam Beyene á Land­spít­al­an­um sem tek­ið var upp fyr­ir heim­ild­ar­mynd El­ín­ar Hirst um stofn­frumu­rann­sókn­ir.
Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli
Fréttir

Þrjú börn skil­in eft­ir á Kast­rup flug­velli

Ís­lensk börn á aldr­in­um 8 til 16 ára fengu ekki að inn­rita sig í flug hjá WOW air í Kaup­manna­höfn í gær, því yngsta barn­ið var ekki með fylgd­ar­mann. Fað­ir barn­anna mátti ekki greiða fyr­ir fylgd­ar­þjón­ustu í gegn­um síma og voru börn­in því skil­in eft­ir á flug­vell­in­um. „Þau hefðu átt að vera bú­in að kynna sér regl­urn­ar,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi WOW.
Af hverju eru spillingarmál ekki rannsökuð oftar á Íslandi?
FréttirSpilling

Af hverju eru spill­ing­ar­mál ekki rann­sök­uð oft­ar á Ís­landi?

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur að­eins einu sinni átt frum­kvæði að því að rann­saka stjórn­mála­mann vegna spill­ing­ar út af um­fjöll­un­un í fjöl­miðl­um, Árna Johnsen. Bæði embætti hér­aðssak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara ber skylda til að hefja rann­sókn á spill­ing­ar­mál­um en önn­ur mál eru of­ar í for­gangs­röð­inni. Fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari Valtýr Sig­urðs­son seg­ir „mjög við­kvæmt“ að ákæru­vald­ið rann­saki spill­ingu í stjórn­mál­um. Sam­an­burð­ur við Sví­þjóð sýn­ir að ákæru­vald­ið þar hef­ur miklu oft­ar frum­kvæði að rann­sókn­um á spill­ingu. Vara­rík­is­sak­sókn­ari Helgi Magnús Gunn­ars­son tel­ur ekki þarft að rann­saka Borg­un­ar­mál­ið og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar og seg­ir „frá­leitt“ að stofna sér­staka spill­ing­ar­deild inn­an ákæru­valds­ins á Ís­landi.
Íslenskir læknar vara við hugmyndum um heilsu óháð þyngd
Heilsa

Ís­lensk­ir lækn­ar vara við hug­mynd­um um heilsu óháð þyngd

Ný stefna sem geng­ur út á að fólk geti ver­ið við góða heilsu óháð þyngd hef­ur rutt sér til rúms á Ís­landi. Stund­in ræddi við ís­lenska lækna og sál­fræð­ing um hug­mynda­fræð­ina, sem sum­ir segja ein­föld­un og vara­sama vegna þess. Aðr­ir benda á mik­il­vægi þess að vinna gegn for­dóm­um, en benda á mik­il­vægi þess að fólk til­einki sér heil­brigð­an lífs­stíl.

Mest lesið undanfarið ár