Flokkur

Heilbrigðismál

Greinar

Kjarabætur örorkulífeyrisþega standa á sér
FréttirBDV-ríkisstjórnin

Kjara­bæt­ur ör­orku­líf­eyr­is­þega standa á sér

Í fjár­laga­frum­varpi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er sama stefna í mál­efn­um ör­yrkja og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra gagn­rýndi harka­lega á sín­um tíma. Formað­ur Ör­yrkja­banda­lags­ins seg­ir að þing­menn úr öll­um flokk­um hafi lof­að kjara­bót­um ör­orku­líf­eyr­is­þega strax og það séu mik­il von­brigði að þau orð hafi reynst inni­halds­laus.
Óttast ekki lengur dauðann
Viðtal

Ótt­ast ekki leng­ur dauð­ann

Skömmu eft­ir skiln­að greind­ist Guð­rún Fjóla Guð­björns­dótt­ir með frumu­breyt­ing­ar í legi. Eft­ir legnám greind­ist hún með brjóstakrabba­mein og ári eft­ir að með­ferð­inni lauk greind­ist hún með krabba­mein í hrygg. Veik­ind­in hafa ekki að­eins dreg­ið úr henni mátt held­ur hef­ur hún þurft að berj­ast í bökk­um, í kerfi sem styð­ur illa við sjúk­linga. Fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur er ómet­an­leg­ur en hún þekk­ir þessa þrauta­göngu, lyfja­með­ferð, geislameð­ferð og ótt­ann sem fylg­ir. Eft­ir að hafa geng­ið í gegn­um djúp­an dal hræð­ist hún ekki leng­ur dauð­ann. „Kannski út af eld­móð­in­um sem er að koma aft­ur.“
„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verð­skuld­ar“

Guð­rún Kjart­ans­dótt­ir var barn að aldri þeg­ar fað­ir henn­ar mis­not­aði hana. Ný­lega var hann færð­ur í gæslu­varð­hald vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni. Guð­rún hef­ur alltaf haft áhyggj­ur af systkin­um sín­um, reynt að fylgj­ast með og höfða til sam­visku föð­ur síns, en furð­ar sig á því af hverju dæmd­ir barn­aníð­ing­ar fái að halda heim­ili með börn­um. Hún stíg­ur fram með móð­ur sinni, Katrínu Magnús­dótt­ur, í von um að stjórn­völd end­ur­skoði mis­bresti í kerf­inu svo bet­ur sé hægt að vernda börn.
Vona að íslenska plastbarkaskýrslan leiði til ákæru gegn Macchiarini í Svíþjóð
FréttirPlastbarkamálið

Vona að ís­lenska plast­barka­skýrsl­an leiði til ákæru gegn Macchi­ar­ini í Sví­þjóð

Tveir sænsk­ir lækn­ar sem komu upp um Macchi­ar­ini-mál­ið eru af­ar ánægð­ir með skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar um plast­barka­mál­ið. Ann­ar þeirra seg­ir að stóra frétt­in í skýrsl­unni sé hvernig Pau­lo Macchi­ar­ini blekkti Tóm­as Guð­bjarts­son til að koma fyrstu plast­barka­að­gerð­inni í kring. Tóm­as hef­ur ver­ið send­ur í leyfi frá störf­um hjá Land­spít­al­an­um.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu