Aðili

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinar

Gunnar Bragi segist hafa verið að ljúga en Sigmundur staðfesti frásögn hans
FréttirKlausturmálið

Gunn­ar Bragi seg­ist hafa ver­ið að ljúga en Sig­mund­ur stað­festi frá­sögn hans

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra sem við­ur­kenndi að hafa far­ið fram á per­sónu­leg­an greiða frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um fyr­ir að skipa Geir H. Haar­de sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um, seg­ist nú hafa ver­ið að „bulla og ljúga“. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, heyr­ist hins veg­ar stað­festa frá­sögn Gunn­ars Braga á upp­töku.
Varaformaður Flokks fólksins með sorg í hjarta vegna „skelfilegra“ ummæla
FréttirKlausturmálið

Vara­formað­ur Flokks fólks­ins með sorg í hjarta vegna „skelfi­legra“ um­mæla

Þing­menn Flokks fólks­ins sátu fund með þing­mönn­um Mið­flokks­ins þar sem Inga Sæ­land var köll­uð „klikk­uð kunta“ og sögð „grenja“. Guð­mundi Inga Krist­ins­syni, vara­for­manni, er brugð­ið yf­ir um­mæl­un­um. Hann seg­ir sam­flokks­menn sína þurfa að svara fyr­ir fund­inn og það sem þar fór fram á þing­flokks­fundi.
Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi  föður félagsmálaráðherra
Fréttir

Leynd yf­ir láni sem hvíl­ir á kúa­búi föð­ur fé­lags­mála­ráð­herra

Rúm­lega 500 millj­óna króna skuld­ir hvíla á kúa­búi Daða Ein­ars­son­ar, föð­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra. Með­al lán­anna eru 50 millj­ón­ir króna frá ótil­greind­um hand­hafa. Þórólf­ur Gísla­son hjá KS hef­ur beitt sér fyr­ir því að Ásmund­ur Ein­ar Daða­son verði valda­mað­ur og ráð­herra í Fram­sókn­ar­flokkn­um.
Ritstjóri staðreyndavaktar Vísindavefsins leiðrétti staðreyndavillu ráðherra
Fréttir

Rit­stjóri stað­reynda­vakt­ar Vís­inda­vefs­ins leið­rétti stað­reynda­villu ráð­herra

Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur ver­ið sett­ur rit­stjóri yf­ir stað­reynda­vakt Vís­inda­vefs­ins vegna Al­þing­is­kosn­ing­anna, seg­ist ár­ang­urs­laust hafa reynt að leið­rétta „al­var­lega rang­færslu“ Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Gunn­ar Bragi er ósátt­ur við val Vís­inda­vefs­ins á rit­stjóra stað­reynda­vakt­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár