Fréttamál

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Greinar

Hafnarfjarðarbær vill St. Jósefsspítala og átta önnur tilboð hafa borist
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vill St. Jós­efs­spít­ala og átta önn­ur til­boð hafa borist

Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur haf­ið við­ræð­ur við ís­lenska rík­ið um kaup á St. Jós­efs­spít­ala. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar seg­ir átta til­boð hafa borist í hús­ið. Teit­ur Guð­munds­son lækn­ir er einn af þeim sem er áhuga­sam­ur um rekst­ur í hús­inu. Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur gef­ið það út að hann vilji sjá heil­brigð­is­þjón­ustu í hús­inu. Eng­in starf­semi hef­ur ver­ið í hús­inu frá því í árs­lok 2011.
Eru arðgreiðslurnar réttlætanlegar? Tveir læknar hafa tekið sér nærri 200 milljóna arð frá hruni
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Eru arð­greiðsl­urn­ar rétt­læt­an­leg­ar? Tveir lækn­ar hafa tek­ið sér nærri 200 millj­óna arð frá hruni

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur boð­að rót­tæk­ar breyt­ing­ar á rekstr­ar­formi heilsu­gæsl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ætl­ar að banna arð­greiðsl­ur út úr heilsu­gæslu­stöðv­un­um. Tals­verð­ar arð­greiðsl­ur hafa ver­ið út úr þeim tveim­ur einka­reknu heilsu­gæslu­stöðv­um, Sala­stöð­inni og Lág­múla­stöð­inni sem rekn­ar hafa ver­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nokk­ur einka­rek­in heil­brigð­is­fyr­ir­tæki hafa greitt út há­an arð á liðn­um ár­um. Af hverju á að taka heilsu­gæslu­stöðv­arn­ar sér­stak­lega fyr­ir og banna eig­end­un­um að taka út arð?
Þrjú einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu á Íslandi
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þrjú einka­rek­in heil­brigð­is­fyr­ir­tæki með­al þeirra arð­söm­ustu á Ís­landi

Þrjár nýj­ar einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar taka til starfa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Einka­rek­in heil­brigð­is­þjón­usta get­ur ver­ið af­ar ábata­söm og eru þrjú slík fyr­ir­tæki á lista Láns­trausts yf­ir arð­bær­ustu fyr­ir­tæki lands­ins mið­að við hagn­að í hlut­falli við eig­in fé. Mörg hundruð millj­óna arð­greiðsl­ur út úr tveim­ur fyr­ir­tækj­um sem eru fjár­mögn­uð að hluta af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.
Sjúkratryggingar reyna að fá Kristján Þór til að samþykkja einkavæðingu á brjóstaskurðaðgerðum
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar reyna að fá Kristján Þór til að sam­þykkja einka­væð­ingu á brjósta­skurð­að­gerð­um

Klíník­in ger­ir brjósta­skurð­að­gerð­ir á fær­eysk­um kon­um í að­stæð­um sem heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið vildi ekki sam­þykkja fyr­ir kon­ur sem eru sjúkra­tryggð­ar á Ís­landi. Stein­grím­ur Ari Ara­son seg­ir að for­send­ur hafi breyst frá því að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið hafn­aði beiðni Klíník­ur­inn­ar 2014. Land­læknisembætt­ið seg­ist ekki hafa vald til þess að hlutast til um á hvaða sjúk­ling­um Klíník­in ger­ir brjósta­skurð­að­gerð­ir. Heil­brigð­is­ráu­neyt­ið hafn­aði beiðn­inni í des­em­ber.
Einkareksturinn í heilsugæslunni: Heilsugæslan verði að „fyrsta viðkomustaðnum“ í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­rekst­ur­inn í heilsu­gæsl­unni: Heilsu­gæsl­an verði að „fyrsta við­komu­staðn­um“ í heil­brigðis­kerf­inu

Vel­ferð­ar­ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar svar­ar spurn­ing­um um einka­rekst­ur inn­an heilsu­gæsl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Segj­ast hafa kynnt sér vel þær breyt­ing­ar sem gerð­ar hafa ver­ið á heilsu­gæsl­unni í Sví­þjóð. Markmið er með­al ann­ars að gera heilsu­gæsl­una að álit­legri vinnu­stað fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk.
Þögla einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: „Sjá menn ekki hvert stefnir?“
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þögla einka­væð­ing­in í heil­brigðis­kerf­inu: „Sjá menn ekki hvert stefn­ir?“

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra stend­ur nú fyr­ir grund­vall­ar­breyt­ingu á heisu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem til­tölu­lega lít­ið hef­ur ver­ið fjall­að um. Með heilsu­gæslu­vali má ætla að sam­keppni inn­an heilsu­gæsl­unn­ar auk­ist til muna og að fleiri einka­rekn­ar stöðv­ar verði stofn­að­ar. Einn af ráð­gjöf­un­um á bak við breyt­ing­arn­ar er hlynnt­ur því að lækn­ar sjái um rekst­ur­inn en ekki fjár­fest­ar. „Sjá menn ekki hvert stefn­ir?“ spyr Ög­mund­ur Jónas­son þing­mað­ur og fyrr­ver­andi ráð­herra.
Tóku um 350 milljóna arð út úr tæknifrjóvgunarfyrirtækinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Tóku um 350 millj­óna arð út úr tækni­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu

Eig­end­ur Art Medica unnu á tækni­frjóvg­un­ar­deild Land­spít­al­ans en sögðu upp til að stofna einka­fyr­ir­tæki á sviði tækni­frjóvg­ana ár­ið 2004. Þeir tóku mik­inn arð út úr fyr­ir­tæk­inu og hafa nú selt það til sænsks tækni­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­is fyr­ir verð sem get­ur ekki num­ið lægri upp­hæð en nokk­ur hundruð millj­ón­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið gagn­rýnt fyr­ir ok­ur en fyrri eig­andi seg­ir verð á þjón­ust­unni lægra en á Norð­ur­lönd­un­um.
Ráðuneyti Kristján Þórs tekur einhliða ákvörðun um einkavæðingu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ráðu­neyti Kristján Þórs tek­ur ein­hliða ákvörð­un um einka­væð­ingu

Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins seg­ist ein­göngu hafa ver­ið ráð­gef­andi þeg­ar heil­brigð­is­ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar ákvað að opna þrjár nýj­ar einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar. Fram­kvæmda­stjóri lækn­inga heilsu­gæsl­unn­ar hef­ur lengi tal­að fyr­ir auk­inni fjöl­breytni á rekstr­ar­form­um heil­brigð­is­þjón­ustu og stofn­aði sjálf­ur fyr­ir­tæki sem ætl­aði að sinna ferða­tengdri lækn­inga­þjón­ustu fyr­ir er­lenda að­ila. Nýju stöðv­arn­ar eru ekki fjár­magn­að­ar og munu 20 heilsu­gæslu­stöðv­ar - 15 rík­is­rekn­ar og 5 einka­rekn­ar - því þurfa að bít­ast um sama fjár­magn­ið.

Mest lesið undanfarið ár