Aðili

Donald Trump

Greinar

Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Úttekt

Huawei, „Kína­veir­an“ og gula ógn­in

Banda­rísk­ir fjöl­miðl­ar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé haf­ið, í þetta sinn á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Í því stríði sé bar­ist með há­tækni, í net­heim­um og með áróðri og við­skipta­höft­um. Eft­ir að hafa snú­ið baki sínu við al­þjóða­sam­fé­lag­inu í fjög­ur ár seg­ist Trump Banda­ríkja­for­seti nú reiðu­bú­inn að leiða Vest­ur­lönd í bar­átt­unni gegn heims­yf­ir­ráð­um Kín­verja en efa­semd­ir eru um að hann hafi til þess burði.
„Hold the press!“
Úttekt

„Hold the press!“

Blaða­menn sem fylgj­ast með mót­mæl­um í Banda­ríkj­un­um hafa orð­ið fyr­ir hörð­um árás­um lög­reglu. Meira en sex­tíu hafa ver­ið hand­tekn­ir við störf sín og tug­ir feng­ið að finna fyr­ir gúmmí­kúl­um, tára­gasi og kylf­um þar sem þeir reyna að flytja frétt­ir af vett­vangi mót­mæl­anna. For­seti lands­ins er í stríði við fjöl­miðla, sem hann sak­ar um að grafa und­an sér, en tvö ár eru síð­an Banda­rík­in komust fyrst á lista yf­ir hættu­leg­ustu ríki heims fyr­ir blaða­menn.
28 virkum dögum seinna
ErlentCovid-19

28 virk­um dög­um seinna

Vax­andi hóp­ur Banda­ríkja­manna tek­ur þátt í mót­mæl­um gegn sam­komu­banni og öðr­um fyr­ir­byggj­andi að­gerð­um vegna kór­óna­veirunn­ar. Þeir virð­ast njóta stuðn­ings Don­alds Trump for­seta og er hann sak­að­ur um að hvetja til upp­reisn­ar í ríkj­um þar sem Demó­krat­ar eru við völd. Trump er mik­ið í mun að koma hag­kerf­inu aft­ur í gang fyr­ir kom­andi kosn­inga­bar­áttu, þrátt fyr­ir gríð­ar­legt og hratt vax­andi mann­fall af völd­um veirunn­ar vest­an­hafs.
Rappstjarnan Donald Trump
Úttekt

Rapp­stjarn­an Don­ald Trump

Fjöl­breytt­ur fer­ill Don­alds Trump hef­ur ver­ið samof­inn sögu banda­rískr­ar rapp­tón­list­ar nán­ast frá fyrsta degi. Hann var ár­um sam­an dá­samað­ur í rapptextum sem tákn­mynd þess auðs og fjár­hags­legs sjálf­stæð­is sem blökku­menn þráðu. Eft­ir að hann varð um­deild­asti for­seti í nú­tíma­sögu Banda­ríkj­anna hef­ur tónn­inn breyst þó að Trump sé enn að reyna að höfða til yngri kyn­slóða í gegn­um hip-hop tónlist.
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
Greining

Kom­ið að skulda­dög­um fyr­ir Trump?

Öll spjót standa á Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta nú þeg­ar þing­ið hef­ur haf­ið rann­sókn á hvort hann hafi gerst brot­leg­ur í starfi. Ljóst er að meiri­hluti er fyr­ir því í full­trúa­deild þings­ins að ákæra for­set­ann, enda virð­ist borð­leggj­andi mál að hann mis­not­aði embætti sitt til að þrýsta á stjórn­völd í Úkraínu að rann­saka Joe Biden, sinn helsta stjórn­mála­and­stæð­ing. Um leið sæt­ir Ru­dy Guili­ani, einka­lög­fræð­ing­ur Trumps, sjálf­ur saka­mál­a­rann­sókn og tveir dul­ar­full­ir að­stoð­ar­menn hans hafa ver­ið hand­tekn­ir fyr­ir að bera er­lent fé á for­set­ann.

Mest lesið undanfarið ár