Flokkur

Auðlindir

Greinar

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans
FréttirThorsil-málið

End­ur­tekn­ir hags­muna­árekstr­ar Bjarna vegna við­skipta ætt­ingja hans

Sú staða hef­ur end­ur­tek­ið kom­ið upp í ráð­herra­tíð Bjarna Bene­dikts­son­ar að fyr­ir­tæki Ein­ars Sveins­son­ar, föð­ur­bróð­ur hans, teng­ist við­skipt­um við op­in­bera eða hálfop­in­bera að­ila sem lúta ráð­herra­valdi Bjarna. Nú er það Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins sem íhug­ar að kaupa hluta­bréf í kís­il­málm­fyr­ir­tæk­inu Thorsil sem fyr­ir­tæki Ein­ars er hlut­hafi í en Bjarni skip­ar fjóra af átta stjórn­ar­mönn­um sjóðs­ins. Geng­ur þessi staða upp sam­kvæmt lög­um og regl­um í ís­lensku sam­fé­lagi?
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra
FréttirThorsil-málið

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins íhug­ar að fjár­festa í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki fjár­mála­ráð­herra

Kís­il­verk­smiðj­an Thorsil, sem er með­al ann­ars í eigu fjöl­skyldu­með­lima Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, á í vanda með fjár­mögn­un. Stuðn­ing­ur stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, sem skip­að­ir eru af Bjarna Bene­dikts­syni get­ur orð­ið lyk­ill­inn að lausn á vanda verk­smiðj­unn­ar. Með­al annarra hlut­hafa Thorsil er Ey­þór Arn­alds og Guð­mund­ur Ás­geirs­son sem hef­ur ver­ið við­skipta­fé­lagi föð­ur Bjarna í ára­tugi.
Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
FréttirHvalveiðar

Eig­in­mað­ur þing­konu far­inn á hval­veið­ar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.
 Vilja breyta fólkvangi í virkjanasvæði
Myndir

Vilja breyta fólkvangi í virkj­ana­svæði

Í Krýsu­vík er mik­il nátt­úru­feg­urð sem dreg­ur að sér fjölda fólks til út­vist­ar og nátt­úru­skoð­un­ar. Krýsu­vík er inn­an Reykja­nes­fólkvangs, sem stofn­að­ur var form­lega með frið­lýs­ingu ár­ið 1974. Vin­sæl­asti án­ing­ar­stað­ur­inn í Krýsu­vík er hvera­svæð­ið í Sel­túni en á und­an­förn­um ár­um hef­ur um­ferð ferða­manna þang­að auk­ist gríð­ar­lega. Hætt er við að svæð­ið missi að­drátt­ar­afl sitt verði það virkj­að eins og HS Orka hef­ur í hyggju.
Baráttan um hvalveiðar Íslendinga: „Þetta var og er hans hjartans áhugamál“
ÚttektHvalveiðar

Bar­átt­an um hval­veið­ar Ís­lend­inga: „Þetta var og er hans hjart­ans áhuga­mál“

Kristján Lofts­son út­gerð­ar­mað­ur seg­ir að nokk­ur hundruð millj­óna hagn­að­ur sé á hval­veið­um Hvals hf. á ári. Árs­reikn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins gefa aðra mynd sem sýn­ir tap upp á meira en 1,5 millj­arða á liðn­um ár­um. Ingi­björg Björns­dótt­ir, eft­ir­lif­andi eig­in­kona Árna Vil­hjálms­son­ar, seg­ir að hann hafi haft áhyggj­ur af tap­inu á hval­veið­un­um. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra læt­ur vinna skýrslu um áhrif hval­veiða á orð­spor Ís­lands sem kynnt verð­ur fljót­lega. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un seg­ir hval­veið­ar Ís­lend­inga vera sjálf­bær­ar en Banda­ríkja­stjórn set­ur mikla pressu á Ís­lend­inga að hætta hval­veið­un­um og ít­rek­ar þau skila­boð við Stund­ina.
Skattafléttur álfyrirtækjanna: Vaxtakjör Norðuráls hjá móðurfélagi sínu tekin út úr opinberum ársreikningi
FréttirÁlver

Skattaflétt­ur ál­fyr­ir­tækj­anna: Vaxta­kjör Norð­ur­áls hjá móð­ur­fé­lagi sínu tek­in út úr op­in­ber­um árs­reikn­ingi

Skýr­ing með lána­kjör­um Norð­ur­áls er ekki birt í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins. Móð­ur­fé­lag Norð­ur­áls hef­ur lækk­að vexti Norð­ur­áls ehf. nið­ur 5 pró­sent­um. Indriði Þor­láks­son seg­ir að fyr­ir­tæk­ið noti flétt­ur til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi en Norð­ur­ál seg­ir að vaxta­kjör fyr­ir­tæk­is­ins séu ákveð­in hjá „óháð­um“ að­ila.
Ríkissjóður fær engar leigutekjur af arðbærri notkun á Langjökli
FréttirFerðaþjónusta

Rík­is­sjóð­ur fær eng­ar leigu­tekj­ur af arð­bærri notk­un á Lang­jökli

Ekki ligg­ur fyr­ir hver er eig­andi svæð­is­ins þar sem ís­göng­in í Lang­jökli eru. Millj­óna tekj­ur á dag af ís­göng­un­um en óvíst er hver leig­an fyr­ir land­ið verð­ur. Deilt er um það fyr­ir dóm­stól­um að sögn stjórn­ar­for­manns Into the glacier ehf. Á með­an greið­ir fyr­ir­tæk­ið enga leigu fyr­ir af­not af land­inu. Um 150 gest­ir fóru í göng­in á dag í lok árs í fyrra og hlupu tekj­ur dag hvern á nokkr­um millj­ón­um króna.

Mest lesið undanfarið ár