Flokkur

Afplánun

Greinar

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
ViðtalBörn fanga

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dá­ið nema hvað ég sat uppi með skömm­ina“

Emma var tíu ára göm­ul þeg­ar bank­að var upp á og henni til­kynnt að fað­ir henn­ar hefði ver­ið hand­tek­inn. Næstu ár­in sat hann í fang­elsi en eft­ir sat hún, upp­full af skömm og sekt­ar­kennd sem var ekki henn­ar. Á með­an hún glímdi við um­tal og dóma sam­fé­lags­ins, þar sem fólk hringdi heim til henn­ar til að níð­ast á fjöl­skyld­unni og kenn­ari í mennta­skóla kall­aði hana að­eins föð­ur­nafn­inu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð mann­eskja.
Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Fann fyrir létti þegar  dóttirin fór í fangelsi
Fréttir

Fann fyr­ir létti þeg­ar dótt­ir­in fór í fang­elsi

End­ur­reisn geð­heil­brigðis­kerf­is­ins er lyk­ill­inn að því að fækka föng­um, seg­ir móð­ir konu á fer­tugs­aldri, sem afplán­ar núna dóm í fang­els­inu á Hólms­heiði. Dótt­ir henn­ar hefði þurft á að­stoð að halda þeg­ar hún var barn og ung­ling­ur en fékk ekki við­eig­andi að­stoð og leit­aði í fíkni­efni til að deyfa sárs­auk­ann sem hún sat uppi með.
Fangelsi án lausnar
Rannsókn

Fang­elsi án lausn­ar

Í fang­els­inu á Hólms­heiði eru kon­ur lok­að­ar inni vegna brota sem þær frömdu und­ir áhrif­um áfeng­is- og vímu­efna. Fá úr­ræði eru hins veg­ar til stað­ar inni í fang­els­inu til þess að mæta þess­um vanda, þar sem einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir öll­um föng­um í fang­els­um og eng­inn með­ferð­ar­gang­ur er fyr­ir kon­ur. Það er ekki held­ur neitt sem tek­ur við þeim þeg­ar þær ljúka afplán­un, og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fang­elsi á göt­una og það­an aft­ur inn í fang­els­ið. Þetta er víta­hring­ur sem þú fest­ist í, segja þær.
Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur

Blóð í bíln­um: Ann­ar þeirra hand­teknu með saka­fer­il í Græn­landi

Ann­ar þeirra tveggja skip­verja á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, sem hand­tek­inn var og sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna hvarfs Birnu Brjáns­dótt­ur, hef­ur áð­ur ver­ið dæmd­ur fyr­ir fíkni­efnam­is­ferli í Græn­landi. Blóð fannst í rauðri Kia Rio-bíla­leigu­bif­reið sem þessi sami mað­ur hafði til um­ráða.
Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
FréttirHvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverr­ir Þór finnst ekki í fang­elsi í Bras­il­íu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, sem í nóv­em­ber ár­ið 2012 var dæmd­ur í 22 ára fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir smygl á tæp­um 50 þús­und e-töfl­um og er tal­inn einn af höf­uð­paur­un­um í al­þjóð­leg­um smygl­hring, virð­ist vera horf­inn í Suð­ur-Am­er­íku. Einn af þeim sem sagð­ur er sam­starfs­mað­ur Sverr­is og tal­inn hafa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son, fór af landi brott á dög­un­um.
Sagan öll fyrir dómi: Sakaður um að misþyrma tveggja ára barni hrottalega
Fréttir

Sag­an öll fyr­ir dómi: Sak­að­ur um að mis­þyrma tveggja ára barni hrotta­lega

Að­al­með­ferð í máli Kaj Ant­ons Arn­ars­son­ar, 24 ára Ís­lend­ings sem set­ið hef­ur í fang­elsi í Stavan­ger frá því í októ­ber á síð­asta ári, er lok­ið. Kaj Ant­oni er gef­ið að sök að hafa mis­þyrmt tveggja ára ís­lensk­um dreng hrotta­lega tvo daga í röð á með­an móð­ir drengs­ins var við vinnu. Litli dreng­ur­inn átti að vera á leik­skóla en var veik­ur þessa ör­laga­ríku daga. Sag­an öll hér á vefn­um.

Mest lesið undanfarið ár