Er ástæða til að segja eitthvað nú þegar Cohen er dáinn? Sagði hann það ekki allt saman sjálfur, og betur?
Samt kvikna minningar og vísar að orðum.
Ég var reyndar lengi að finna Cohen.
Þegar ég var barn hafði ég lítinn áhuga á tónlist, samt fór ég um tíu ára aldurinn að kannast við lögin So long Marianne og Suzanne. Þau voru stundum spiluð í poppþáttum í útvarpinu.
Þetta hlutu því að vera popplög.
Mér fannst þau væmin. Það tók samt steininn úr þegar ég komst að því að pabbi minn hafði gaman af þeim.
Pabbi var auðvitað ekki sérstaklega gamall, en hann hafði samt ekkert leyfi til að hafa gaman af poppi.
Það var fyrir unga fólkið.
Meira hvað börn geta verið ströng og ósveigjanleg stundum.
Löngu seinna komst ég svo að því að pabbi var reyndar nánast jafnaldri þessa „poppara“ sem ég hélt vera. Cohen var einu ári yngri en hann.
Þá fór ég að líta ögn mildilegar á þær stundir þegar pabbi spilaði So long Marianne á litla fóninn í Garðbæ og gjóaði augunum dálítið flóttalega á konuna sína.
Eitt og eitt lag Cohens rak á fjörur mínar gegnum tíðina, þó fór ég ekki að hlusta á hann að neinu ráði fyrr en á plötunni I'm your man.
Þá var hann kominn með synþesæsera í bland við soul-kenndar bakraddir - þetta hefði átt að vera eitruð blanda, en einhvern veginn hitti þetta mig beina leið í hjartastað.
Síðan var Cohen minn maður.
Og ég fór að leita uppi eldri plöturnar og þarf nú ekki nema hlusta á If it be your will til að fara næstum því að vatna músum.
Auðvitað bara næstum því.
Nú er þessi fallegi og gáfaði maður sem sé allur. Það er sorglegt en hann sagðist sjálfur vera tilbúinn til að fara.
Af óteljandi fallegum Cohen-lögum þá þykir mér Alexandra leaving einna mest hrífandi.
Það er af plötunni Ten new songs, sem kom út 2001 og hann samdi lagið með Sharon Robinson.
Ljóðið á sér merkilega sögu.
Árið 30 fyrir Krist var rómverski herforinginn Markús Antoníus innikróaður í borginni Alexandríu í Egiftalandi. Þangað hafði hinn lífsglaði og ástríðufulli Antoníus elt Kleópötru drottningu sem hann elskaði, en hinn grimmlyndi óvinur hans Oktavíanus sætti þá færis og lokaði hann inni í borginni.
Þrautþjálfaðar miskunnarlausar hersveitir Oktavíanusar stefndu óaflátanlega að borgarmúrunum.
Glötunin blasti við Antoníusi.
Gríski sagnaritarinn Plútarkos skrifaði um síðustu stundir Antoníusar í Alexandríu:
„Um nóttina miðja er sagt að borgin hafi verið þögul og drungaleg vegna ótta og kvíða yfir því sem í vændum var. Þá heyrðist skyndilega hljómrík tónlist leikin á öll möguleg hljóðfæri og fylgdu tónlistinni hróp og köll og gleðilæti að hætti fylgismanna nautnaguðsins Bakkusar, rétt eins og hópur ósýnilegra veislugesta væri með miklum hávaða að yfirgefa borgina, og leið hópsins virtist liggja um miðja borgina að því borgarhliði sem sneri að óvininum, og þar varð hávaðinn mestur og síðan var eins og og hópurinn sundraðist út um hliðið.
Þeir sem kunnu að lesa í tákn túlkuðu þetta þannig að sá ástríðufulli guð Bakkus sem herforinginn hafði alltaf mátað sig við og bundið trúss sitt við, hann væri nú að yfirgefa Antoníus.“
Löngu seinna - eða árið 1863 - fæddist gríska skáldið Konstantín Cavafy eða Kavafis í Alexandríu, þar sem þá var öflug grísk nýlenda.
Hann flutti nokkrum sinnum frá Alexandríu, stundum nauðugur, stundum ekki, en endaði svo á að búa þar til æviloka 1933.
Cavafy orti stórkostlegt ljóð sem hann nefndi Guðinn yfirgefur Antoní. Þar er því lýst þegar guðinn hverfur frá borginni en merkingin er auðvitað dýpri, í senn persónulegri og heimspekilegri.
Ég kann að vísu enga grísku en ef einhverjir lesendur Stundarinnar geta lesið ljóð sér til gagns á þeirri tungu, þá er það svona:
Σαν έξαφνα, ώρα μεσάνυχτ’, ακουσθεί
αόρατος θίασος να περνά
με μουσικές εξαίσιες, με φωνές—
την τύχη σου που ενδίδει πια, τα έργα σου
που απέτυχαν, τα σχέδια της ζωής σου
που βγήκαν όλα πλάνες, μη ανωφέλετα θρηνήσεις.
Σαν έτοιμος από καιρό, σα θαρραλέος,
αποχαιρέτα την, την Aλεξάνδρεια που φεύγει.
Προ πάντων να μη γελασθείς, μην πεις πως ήταν
ένα όνειρο, πως απατήθηκεν η ακοή σου·
μάταιες ελπίδες τέτοιες μην καταδεχθείς.
Σαν έτοιμος από καιρό, σα θαρραλέος,
σαν που ταιριάζει σε που αξιώθηκες μια τέτοια πόλι,
πλησίασε σταθερά προς το παράθυρο,
κι άκουσε με συγκίνησιν, αλλ’ όχι
με των δειλών τα παρακάλια και παράπονα,
ως τελευταία απόλαυσι τους ήχους,
τα εξαίσια όργανα του μυστικού θιάσου,
κι αποχαιρέτα την, την Aλεξάνδρεια που χάνεις.
Í enskri þýðingu Edmunds Keeleys og Philips Sherrards er ljóðið svona:
When suddenly, at midnight, you hear
an invisible procession going by
with exquisite music, voices,
don't mourn your luck that's falling now,
work gone wrong, your plans
all proving deceptive - don't mourn them uselessly.
As one long prepared, and graced with courage,
say goodbye to her, the Alexandria that is leaving.
Above all, don't fool yourself, don't say
it was a dream, your ears deceived you:
don't degrade yourself with empty hopes like these.
As one long prepared, and graced with courage,
as is right for you who proved worthy of this kind of city,
go firmly to the window
and listen with deep emotion, but not
with the whining, the pleas of a coward;
listen - your final delectation - to the voices,
to the exquisite music of that strange procession,
and say goodbye to her, to the Alexandria your are losing.
Þetta ljóð orti Cohen upp á nýtt. Hann breytti borginni Alexandríu í konuna Alexöndru. Eftir sem áður er ljóðið um kveðjustund. Skyndilega er nóttin orðin kaldari, guð ástarinnar að hverfa á braut.
Suddenly the night has grown colder.
The god of love preparing to depart.
Alexandra hoisted on his shoulder,
They slip between the sentries of the heart.
Upheld by the simplicities of pleasure,
They gain the light, they formlessly entwine;
And radiant beyond your widest measure
They fall among the voices and the wine.
It’s not a trick, your senses all deceiving,
A fitful dream, the morning will exhaust –
Say goodbye to Alexandra leaving.
Then say goodbye to Alexandra lost.
Even though she sleeps upon your satin;
Even though she wakes you with a kiss.
Do not say the moment was imagined;
Do not stoop to strategies like this.
As someone long prepared for this to happen,
Go firmly to the window. Drink it in.
Exquisite music. Alexandra laughing.
Your firm commitments tangible again.
And you who had the honor of her evening,
And by the honor had your own restored –
Say goodbye to Alexandra leaving;
Alexandra leaving with her lord.
Even though she sleeps upon your satin;
Even though she wakes you with a kiss.
Do not say the moment was imagined;
Do not stoop to strategies like this.
As someone long prepared for the occasion;
In full command of every plan you wrecked –
Do not choose a coward’s explanation
that hides behind the cause and the effect.
And you who were bewildered by a meaning;
Whose code was broken, crucifix uncrossed –
Say goodbye to Alexandra leaving.
Then say goodbye to Alexandra lost.
Say goodbye to Alexandra leaving.
Then say goodbye to Alexandra lost.
- - - - -
Viðbót:
Tvær fallegar þýðingar á ljóði Kavafis um guðinn sem yfirgefur Antoníus hafa skotið upp kollinum í athugasemdum hér að neðan. Mjög gaman að því og ég þakka hlutaðeigandi kærlega fyrir. Mér fannst ekki hægt annað en bæta þýðingunum inn í pistilinn, svo hér eru þær báðar:
[if gte mso 9]>
Guðinn yfirgefur Anton
Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson
Á miðnætti þegar þú skyndilega heyrir
ósýnilegan leikflokk fara hjá
og undurfagrir tónar berast og raddir –
harma þá ei til einskis dvínandi gæfu þína,
verk þín sem misheppnuðust, áform þín um frama
sem öll reyndust tálsýnir einar.
Eins og hugrakkur maður, löngu við öllu búinn,
skaltu kveðja Alexandríuborg sem nú er á förum.
Umfram allt: Blekktu ekki sjálfan þig, segðu ekki
að þetta hafi einungis verið draumur, að þér hafi misheyrst.
Gefðu þig ekki á vald svo fánýtum vonum.
Eins og hugrakkur maður, löngu við öllu búinn,
eins og sæmir þeim sem verðugur var slíkrar borgar,
skaltu ganga styrkum skrefum að glugganum
og hlusta djúpt snortinn – en ekki
eins og heigullinn með bænakvaki, barlómi –
hlusta hinsta sinni á tónana,
undurfögur hljóðfæri hins dularfulla flokks,
og kveðja Alexandríu sem nú er að ganga þér úr greipum.
Guðinn yfirgefur Antoníus
Þýðing: Atli Harðarson
Á miðnætti þegar heyrist allt í einu
ósýnilegur leikflokkur fara hjá,
með forláta tónlist og raddir,
þá skaltu ekki að þarflausu harma lán þitt
sem lætur nú undan síga, misheppnuð verk
og áform um líf þitt sem öll reyndust blekking og tál.
Eins og djarfur maður og viðbúinn fyrir löngu
skaltu kveðja Alexandríu, þá borg sem nú er að fara.
Umfram allt, láttu ekki glepjast, ekki segja
að þetta hafi verið draumur og heyrnin hafi blekkt þig;
þú sættist ekki við svo falskar vonir.
Eins og djarfur maður og viðbúinn fyrir löngu
skaltu gjöra hvað hæfir þér sem ert verðugur þvílíkrar borgar,
nálgast gluggann jöfnum skrefum
og hlusta snortinn, en laus við
bænir og sífur hugleysingjanna,
á forláta hljóðfæri þessa dularfulla leikflokks
uns ómurinn nær hástigi lystisemdanna og svo
skaltu kveðja Alexandríu, þá borg sem þú ert að glata.
EndFragment
Athugasemdir