Krafa fundarins á mánudag var ekki aðeins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér.
Krafan var að ríkisstjórnin segði af sér og kosningar færu fram.
Og fyrr en það gerist, þá verður þjóðin ekki sátt.
Það verður engin sátt um að spillingarflokkar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks spili póker um fjöregg þjóðarinnar í bakherbergjum og við eigum svo að taka því sem orðnum hlut sem þeir vitru menn ákveða.
„Vitru menn“ er að sjálfsögðu kaldhæðni. Atburðir síðustu dægra sýna að visku reiða forráðamenn þessara flokka ekki í þverpokum.
Þeir eiga hins vegar nóg af valdagræðgi og undirferlum og svínaríi.
Nú virðist vera nokkuð óljóst hverjir eru í ríkisstjórn og hverjir ekki, en hafi það ekki verið á hreinu áður, þá er það ljóst núna, eftir þessa skoðanakönnun Fréttablaðsins, að
ÞJÓÐIN VILL EKKI ÞESSA RÍKISSTJÓRN!
Og ég trúi því ekki að Sigurður Ingi Jóhannsson eða Einar K. Guðfinnsson eða einhver annar geti hugsað sér að fara til Bessastaða og taka þar við umboði til stjórnarmyndunar í algjörri fyrirlitningu þjóðar sinnar.
Já, fyrirlitningu.
Athugasemdir