Nýtt efni

Fleiri möguleikar fyrir Trump á Grænlandi
Ef Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er alvara með að styrkja stöðu Bandaríkjanna á Grænlandi, hefur hann ýmsa valkosti – en hann gæti kosið þann sem ögrar mest.


Jón Trausti Reynisson
Það sem Íslendingar verða núna að sjá
Að beygja sig undir vald Trumps og sveigja sig inn í söguþráð hans getur kostað okkur allt.

Kristrún telur hægt að ná saman við Miðflokkinn í útlendingamálum
Forsætisráðherrann Kristrún Frostadóttir segir að þrátt fyrir gagnrýni á efnahagsstefnu og málflutning Miðflokksins sé mögulegt að finna sameiginlegan grundvöll í útlendingamálum.

Sat í stjórn og þrýsti á borgarstjóra en sver af sér hagsmuni
Pétur Marteinsson, sem gefur kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, sat í stjórn lóðafélags í Skerjafirði og þrýsti á borgarstjóra að koma uppbyggingu í farveg. Hann sagði sig úr stjórn þegar blaðamaður spurðist fyrir um málið.

Ragnar Þór kemur inn sem ráðherra og Inga færir sig um set
Inga Sæland færir sig um ráðuneyti og Ragnar Þór Ingólfsson kemur nýr inn í ríkisstjórn.

Guðmundur Ingi segir af sér sem ráðherra
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, ætlar að segja af sér ráðherraembætti. Hann er í veikindaleyfi og mun snúa aftur sem óbreyttur þingmaður þegar hann hefur náð heilsu á ný.

Rússar gagnrýna harðlega áætlun Úkraínu og Evrópu um friðargæsluliða
Stjórnvöld í Moskvu kalla Úkraínu og stuðningsþjóðir í Evrópu „stríðsöxul“ og vara við því að samkomulag sem Evrópuríkin hafa gert um friðargæslu væri fjarri öllu því sem Rússar gætu sætt sig við til að binda enda á stríðið.

Drepin af ICE og svo sökuð um hryðjuverk
Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sakar konu um hryðjuverk sem var skotin í höfuðið þegar hún reyndi að keyra burt frá vopnuðum meðlimum ICE-sveitar í Minneapolis.

Trump boðar helmings hækkun hernaðarútgjalda
Eftir nýlegar árásir, hótanir og yfirtöku á olíu Venesúela boðar Trump meiri vígbúnað.

Ísland fordæmir löggjöf Ísraels gagnvart UNRWA
Ísland fordæmir löggjöf Ísraels sem hefur lokað fyrir vatn, rafmagn og fjarskipti Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar. „Slíkar aðgerðir grafa undan umboði Sameinuðu þjóðanna, brjóta í bága við alþjóðalög og ganga gegn niðurstöðum Alþjóðadómstólsins,“ segir í yfirlýsingu.

SÞ saka Ísrael um „aðskilnaðarstefnu“ á Vesturbakkanum
Í nýrri skýrslu segir mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna að „kerfisbundin mismunun“ gegn Palestínumönnum á hernumdu palestínsku svæðunum hafi „versnað verulega“ á undanförnum árum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur nú í fyrsta sinn lýst framferði Ísraela sem aðskilnaðarstefnu.

Björg vill leiða Viðreisn
Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra í tíð Einars Þorsteinssonar, gefur kost á sér í oddvitavali Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningar.

Blaðamenn Morgunblaðsins og mbl í eina sæng
Þær deildir innan ritstjórnar Morgunblaðsins sem sinntu annars vegar skrifum í prentaða blaðið og hins vegar á vefinn mbl.is hafa verið sameinaðar. Sérstakri viðskiptaútgáfu hefur verið hætt.

Trump íhugar hernaðaraðgerðir til að ná yfirráðum yfir Grænlandi
„Að sjálfsögðu er það alltaf valkostur fyrir yfirhershöfðingjann að beita bandaríska hernum,“ segir talsmaður Hvíta hússins í yfirlýsingu.

Stöðva þurfi fölsun kynferðislegra mynda af börnum á tólinu Grok
Yfirvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kalla eftir því að komið verði í veg fyrir að gervigreindartólið Grok í eigu Elon Musks sé notað til að skapa falsaðar kynferðislegar myndir af börnum.

Athugasemdir