Svava Jónsdóttir

Óttast ekki lengur dauðann
Viðtal

Ótt­ast ekki leng­ur dauð­ann

Skömmu eft­ir skiln­að greind­ist Guð­rún Fjóla Guð­björns­dótt­ir með frumu­breyt­ing­ar í legi. Eft­ir legnám greind­ist hún með brjóstakrabba­mein og ári eft­ir að með­ferð­inni lauk greind­ist hún með krabba­mein í hrygg. Veik­ind­in hafa ekki að­eins dreg­ið úr henni mátt held­ur hef­ur hún þurft að berj­ast í bökk­um, í kerfi sem styð­ur illa við sjúk­linga. Fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur er ómet­an­leg­ur en hún þekk­ir þessa þrauta­göngu, lyfja­með­ferð, geislameð­ferð og ótt­ann sem fylg­ir. Eft­ir að hafa geng­ið í gegn­um djúp­an dal hræð­ist hún ekki leng­ur dauð­ann. „Kannski út af eld­móð­in­um sem er að koma aft­ur.“
Frá fíkli til flóttamanns
Viðtal

Frá fíkli til flótta­manns

Leik­ar­inn Atli Rafn Sig­urð­ar­son fer með hlut­verk Mika­els í leik­rit­inu Kart­öfluæt­urn­ar eft­ir Tyrf­ing Tyrf­ings­son sem var frum­sýnt á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins fyr­ir stuttu. Sýn­ing­um á því verki lýk­ur senn og er svo gott sem upp­selt á þær sýn­ing­ar sem eft­ir eru. En Atli hef­ur nú haf­ið æf­ing­ar á leik­rit­inu Medeu eft­ir Evrípídes, 2.500 ára gam­alli sögu sem verð­ur frum­sýnd á Nýja sviði Borg­ar­leik­húss­ins milli jóla og ný­árs. Þar leik­ur hann Ja­son, eig­in­mann Medeu. 

Mest lesið undanfarið ár