Ragnhildur Þrastardóttir

Fréttastjóri

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Geðlæknirinn sem hefur upplifað „hæstu hæðirnar og lægstu lægðirnar“
Viðtal

Geð­lækn­ir­inn sem hef­ur upp­lif­að „hæstu hæð­irn­ar og lægstu lægð­irn­ar“

Þeg­ar lækn­ir nefndi fyrst við Astrid Freisen, nú geð­lækni á Kleppi, ár­ið 2006 að hún gæti ver­ið með geð­hvörf trúði hún því ekki. Það var ekki fyrr en fjór­um ár­um síð­ar, þeg­ar hún hafði í man­íu synt í ánni Rín, keyrt bíl á rúm­lega 200 kíló­metra hraða og eytt „mjög mikl­um“ pen­ing­um, sem hún var til­bú­in í að við­ur­kenna vand­ann og sækja sér með­ferð. Síð­an þá hef­ur hún gert sitt til þess að berj­ast gegn for­dóm­um gegn fólki með geð­hvörf, með­al ann­ars með nýrri bók þar sem hún seg­ir frá sinni reynslu.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Villta vestrið í notkun villta vestursins
Þekking

Villta vestr­ið í notk­un villta vest­urs­ins

Mán­að­ar­lega birt­ast frétt­ir í fjöl­miðl­um lands­ins sem inni­halda hug­tak­ið villta vestr­ið í merk­ing­unni óstjórn. Mik­ið hef­ur bor­ið á notk­un þess síð­ustu þrjú ár, og virð­ist ekk­ert lát vera þar á. Þá skipt­ir ekki máli hvort um sé að ræða fylli­efna­brans­ann, leigu­mark­að­inn, rafrett­ur eða ADHD-lyf. Villta vestr­ið hef­ur breitt úr sér.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við
Viðtal

Of­uráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngj­umst við

Doktor í nær­ing­ar­fræði, aðjunkt í fag­inu og fé­lags­ráð­gjafi segja of­urá­herslu á þyngd inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins geta leitt til átrask­ana, and­legr­ar van­líð­an­ar og vannær­ing­ar. Kon­urn­ar hafa áhyggj­ur af stökki í notk­un lyfja við offitu sem hafi ekki ver­ið rann­sök­uð til langs tíma. Tug­ir skjól­stæð­inga doktors­ins sem hætt hafa á lyfj­un­um hafa þyngst hratt í kjöl­far­ið og upp­lif­að stjórn­leysi í kring­um mat.

Mest lesið undanfarið ár