Magnús Helgason

Endurkoma sósíalískra stjórnmála í Bandaríkjunum
Erlent

End­ur­koma sósíal­ískra stjórn­mála í Banda­ríkj­un­um

Sósí­al­ismi er skyndi­lega á allra vör­um í banda­rísk­um stjórn­mál­um, þökk sé for­setafram­boði Bernie Sand­ers 2016, en þó ekki síst Al­ex­andríu Ocasio-Cortez sem skaust upp á stjörnu­him­in banda­rískra stjórn­mála í kjöl­far sig­urs henn­ar á fram­bjóð­anda flokkseig­enda­fé­lags Demó­krata­flokks­ins í próf­kjöri flokks­ins í fyrra­sum­ar og svo ör­uggs sig­urs í þing­kosn­ing­un­um í nóv­em­ber. Ocasio-Cortez, sem er oft ein­fald­lega köll­uð AOC í banda­rískri stjórn­má­laum­ræðu, er yngsta kon­an sem hef­ur náð kjöri á Banda­ríkja­þing, hef­ur sett hug­mynd­ir á dag­skrá sem þóttu fjar­stæðu­kennd rót­tækni fyr­ir ör­fá­um ár­um.
Öngstræti Mueller-rannsóknarinnar
Úttekt

Öngstræti Mu­ell­er-rann­sókn­ar­inn­ar

Fyr­ir rúmri viku síð­an, fimmtu­dag­inn 18. apríl, birti dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna stytta og rit­skoð­aða út­gáfu af skýrslu Robert Mu­ell­er. Þar með kom skýsl­an, eða hluti henn­ar í það minnsta, fyr­ir augu al­menn­ings í fyrsta sinn, því það eina sem hafði birst fram að því var fjög­urra blað­síðna end­ur­sögn Willaim Barr á helstu nið­ur­stöð­um skýrsl­unn­ar.

Mest lesið undanfarið ár