Jón Ferdínand Estherarson

Stoppaður 23 sinnum af lögreglu á þremur mánuðum
Rannsókn

Stopp­að­ur 23 sinn­um af lög­reglu á þrem­ur mán­uð­um

Ný meist­ara­rit­gerð í Há­skóla Ís­lands seg­ir frá nið­ur­stöð­um við­tals­rann­sókn­ar við albanska inn­flytj­end­ur á Ís­landi og skertu trausti þeirra til lög­regl­unn­ar. All­ir við­mæl­end­urn­ir hafa reglu­lega ver­ið stopp­að­ir af lög­reglu án sýni­legr­ar ástæðu og lýsa þannig of-lög­gæslu sem jaðri við áreiti, ásamt þeim for­dóm­um sem þeir upp­lifa oft frá sam­fé­lag­inu. Rann­sak­andi seg­ir fræðslu lyk­il­inn að því að hindra út­skúf­un hópa í sam­fé­lag­inu.
Almannavarnir sveitarfélaganna í ólestri
FréttirReykjaneseldar

Al­manna­varn­ir sveit­ar­fé­lag­anna í ólestri

Mik­ill meiri­hluti sveit­ar­fé­laga hef­ur ekki fram­kvæmt eða skil­að grein­ingu á áhættu og áfalla­þoli til Al­manna­varna. Með­al þeirra eru Grinda­vík og Suð­ur­nesja­bær á Reykja­nesskaga og fjöl­menn sveit­ar­fé­lög eins og Kópa­vogs­bær. Þær grein­ing­ar sem hafa ver­ið gerð­ar mála upp mynd af víð­tæk­um van­bún­aði og van­getu til að kljást við áföll, á tím­um nýrra áskor­ana eins og Reykja­neselda.
Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.
Bylting bænda skekur Evrópu
Skýring

Bylt­ing bænda skek­ur Evr­ópu

Mót­mæli bænda hafa brot­ist út um gervöll helstu ríki Evr­ópu, þar á með­al Þýskalandi, Frakklandi, Ítal­íu og Belg­íu. Sams­kon­ar alda mót­mæla í Hollandi ár­ið 2019 ollu af­drifa­rík­um af­leið­ing­um á hol­lensk stjórn­mál, sem leiddu til stór­sigra öfga­flokka þar í landi á síð­asta ári. Stað­an í Þýskalandi er sér­stak­lega flók­in vegna skringi­legs fjár­laga­vanda, en um alla Evr­ópu er mót­mælt áhrif­um að­gerða gegn lofts­lags­vánni á bænd­ur.
Íslendingar hrista upp í evrópsku tabúi
Greining

Ís­lend­ing­ar hrista upp í evr­ópsku tabúi

Þátt­taka Ís­lands – og Ísra­els – í Eurovisi­on hef­ur vald­ið ólg­andi um­ræðu bæði hér­lend­is og á er­lendri grundu. Mikl­ir hags­mun­ir, fjár­hags­leg­ir, menn­ing­ar­leg­ir og póli­tísk­ir liggja und­ir. Enn er óljóst hver end­an­leg ákvörð­un RÚV verð­ur, en mót­mæli ís­lensks tón­listar­fólks hafa vak­ið gríð­ar­lega at­hygli á al­þjóða­vett­vangi. Hvaða þýð­ingu hef­ur Eurovisi­on fyr­ir sam­fé­lag­ið – og RÚV? Já, eða bara Evr­ópu?
Evrópusambandið samþykkir að veita Úkraínu 50 milljarða evra stuðning
Erlent

Evr­ópu­sam­band­ið sam­þykk­ir að veita Úkraínu 50 millj­arða evra stuðn­ing

Þvert á svart­sýn­ar spár hafa leið­tog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins kom­ist að sam­komu­lagi um fjár­stuðn­ing til Úkraínu um 50 millj­arði evra. And­staða Vikt­or Or­báns, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, hef­ur kom­ið í veg fyr­ir stuðn­ing­inn hing­að til en hann beygði sig á end­an­um. Re­públi­kan­ar í Banda­ríkj­un­um halda frek­ari stuðn­ingi það­an í gísl­ingu til að gagn­ast for­setafram­boði Don­alds Trump.
Útlendingaandúð eykst á Norðurlöndum en líka umburðarlyndi
Erlent

Út­lend­inga­and­úð eykst á Norð­ur­lönd­um en líka um­burð­ar­lyndi

Pró­fess­or við Ber­genhá­skóla seg­ir upp­gang öfga­hægriafla á Norð­ur­lönd­un­um skýr­ast af skynj­un al­menn­ings á ósann­girni vegna þess fjölda flótta­fólks sem tek­ið er við á milli landa og stjórn­leysi yf­ir­valda í mála­flokkn­um, ásamt van­getu hefð­bund­inna flokka til að vinna að sam­hæfðri stefnu. Um­ræð­an stjórn­ist af öfga­hægr­inu sem leiki á sál­fræði­legt eðli mann­vera. Um­burð­ar­lyndi og stuðn­ing­ur við fjöl­breytt­ari sam­fé­lög hafi þó einnig auk­ist á sama tíma.
„Mig hryllir við að kynvitund mín sé notuð sem afsökun til að útrýma þjóð“
Viðtal

„Mig hryll­ir við að kyn­vit­und mín sé not­uð sem af­sök­un til að út­rýma þjóð“

Í tjaldi á Aust­ur­velli rík­ir menn­ing­ar­frið­ur sem marg­ir hefðu tal­ið ólík­leg­an. Palestínu­menn sem biðla til stjórn­valda um fjöl­skyldusam­ein­ingu mynda djúp vináttu­bönd við ís­lenskt kynseg­in fólk. Á milli þeirra rík­ir gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur og stuðn­ing­ur. Hóp­ar sem í fljótu bragði virð­ast ólík­ir mæta sömu hat­ur­söfl­un­um. Árel­ía Blóm­kvist Hilm­ars­dótt­ir og Sunna Ax­els ræddu um vin­skap­inn og reynslu sína af for­dóm­um í vest­rænu sam­fé­lagi.
Ísraelsher eyðileggur grafreiti á Gasa í leit að gíslum
Erlent

Ísra­els­her eyði­legg­ur gra­freiti á Gasa í leit að gísl­um

Linnu­laus­ar sprengju­árás­ir Ísra­els­hers ná­lægt Nass­er-spít­al­an­um í borg­inni Kh­an Yun­is á Gasa búa til hörm­ung­ar­ástand, segja Lækn­ar án landa­mæra. Í kjöl­far árás­anna fóru her­sveit­ir Ísra­els­hers að spít­al­an­um og grófu upp gra­freiti með jarð­ýt­um og sprengdu leg­steina, að sögn til þess að leita að lík­um ísra­elskra gísla.
Kosningaáætlanir Trumps og Bidens skýrast í aðdraganda forkosninga
Skýring

Kosn­inga­áætlan­ir Trumps og Bidens skýr­ast í að­drag­anda for­kosn­inga

Fyrstu for­kosn­ing­ar Demó­krata og Re­públi­kana nálg­ast nú í janú­ar og dreg­ið get­ur til tíð­inda í New Hamps­hire vegna knappr­ar for­ystu Trumps sem mæl­ist minnst 4% yf­ir Nikki Haley, hans næsta keppi­naut­ar. Kosn­inga­vél­ar Bidens og Trumps eru komn­ar á fullt við að skipu­leggja kosn­inga­áætlan­ir fram­bjóð­end­anna gegn hvor öðr­um þar sem átakalín­ur í banda­rísku sam­fé­lagi eru skýr­ar.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu