Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Skuggar og skaði eins valdamesta manns heims

Elon Musk, rík­asta mann­eskja á jörð­inni, bregð­ur sér gjarn­an í „djöf­ullíki“ og óstöð­ug­leiki hans og erf­ið­ur per­sónu­leiki er rauð­ur þráð­ur í nýrri ævi­sögu Musks. Vímu­efna­notk­un og geð­heilsa eins áhrifa­mesta ein­stak­lings heims­ins vek­ur spurn­ing­ar um völd og ábyrgð í okk­ar heims­skip­an.

Skuggar og skaði eins valdamesta manns heims

Á fáum einstaklingum hefur borið eins mikið undanfarin ár eins og Elon Musk. Raunar má segja að fáir einstaklingar hafi eins mikil völd og áhrif á heimsvísu og Musk, en persónulegt virði hans er talið vera um 219 milljarðar Bandaríkjadollara og er hann þar af leiðandi ríkasta manneskja á jörðinni.

Ævisaga Musks kom út stuttu fyrir jól, eftir Walter Isaacson, sem fylgdi Musk eftir yfir um tveggja ára tímabil. Hún varpaði ljósi á ýmislegt athyglisvert varðandi uppvöxt hans, feril og persónulegt atgervi. Nú nýlega var svo fréttaflutningur af áhyggjum fyrrverandi stjórnarmeðlima Tesla, eins af fyrirtækjum Musks, af óstöðugleika mannsins og meintri notkun hans á ólöglegum vímuefnum. Allt veltir þetta upp vangaveltum um völd og ábyrgð. Stjórnkerfi lýðræðissamfélaga ganga út frá því að vald liggi hjá kjörnum fulltrúum eða annars ráðnum embættismönnum sem bera ábyrgð gagnvart kjörnu stjórnmálafólki og lögum og reglum sem binda völdum þeirra skorður.

Elon Musk er dæmi …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JE
  Jóhann Einarsson skrifaði
  Það er hrollvekjandi til þess að hugsa að isminn geti orðið til þess að ein manneskja ráðið svo miklu sem raun ber vitni á heimsvísu. Ojbara.
  0
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  Fyrst það var fjallað ítarlega um geimflaugar finnst mér undarlegt að ekki einu orði var minnst á hinn frábæra árangur evrópsku geimferðastofnunar en Ariane eldflaugin er ein farsælasta eldflaug allra tíma. Hinum margrómaða James-Wenn-sjónaukanum var t.d. skotið í geiminn með henni með gífurlegri nákvæmni.
  Einnig er ESB um þessar mundir að vinna að gervihnattakerfi svipuðu starlink einmitt í þeim tilgangi að vera óháð tæknilegum stórveldum í einkaeigu.
  Enn fremur er á Evrópuþingi lagabálkur í smíðum sem á að ná einhverri stjórn um gervigreindina auk þess að ESB hefur neytt samfélagsmiðla til meiri ábygðar og er þeirri vinnu ekki lokið enn.
  Mér finnst mikilvægt að nefna ESB því hér hafa þjóðir Evrópu vettvang að sameina krafta sína og vega á móti einkareknum viðskiptaveldum eins og þeirra hans Hr. Musk.
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár