Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Almannavarnir sveitarfélaganna í ólestri

Mik­ill meiri­hluti sveit­ar­fé­laga hef­ur ekki fram­kvæmt eða skil­að grein­ingu á áhættu og áfalla­þoli til Al­manna­varna. Með­al þeirra eru Grinda­vík og Suð­ur­nesja­bær á Reykja­nesskaga og fjöl­menn sveit­ar­fé­lög eins og Kópa­vogs­bær. Þær grein­ing­ar sem hafa ver­ið gerð­ar mála upp mynd af víð­tæk­um van­bún­aði og van­getu til að kljást við áföll, á tím­um nýrra áskor­ana eins og Reykja­neselda.

Reykjaneseldar geisa nú síendurtekið og svartar sviðsmyndir eru annaðhvort orðnar að veruleika eða á sjóndeildarhringnum. Eldgos við Grindavík, þar sem hraun rann yfir bæ, djúpar sprungur mynduðust og bærinn var rýmdur vegna jarðhræringa, varð að veruleika og enn sér ekki fyrir endann á neyð þeirra sem þar lögðu á flótta, né hverjar langtímaáætlanir yfirvalda eru. Eldgosið sem hófst þann 8. febrúar er annað dæmi um slíkt, þar sem heitavatnslögnin sem sá gervöllum Suðurnesjum fyrir hita fór í sundur. Varalögn var komið í gang í flýti en gaf sig stuttu síðar. Lukkulega tókst að smíða enn aðra slíka lögn sem virðist virka, enn sem komið er. Heimildin fjallaði um það fyrr í mánuðinum hvernig stjórnvöld voru vöruð við nákvæmlega þessum innviðahörmungum og hvött til að bregðast við með ýmsum tillögum í nóvember síðastliðnum en gerðu það annaðhvort seint eða ekki. Eðlilega er mörgum því spurn um þessar mundir hverjar viðbragðsáætlanir séu …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Birgir Hauksson skrifaði
  ...gjörsamlega vanhæf stjórnsýsla.
  Það eru til skelfileg dæmi og risa upphæðir sem vanhæfir stjórnendur sem starfa hjá ríkinu og sveitafélögum hafa kostað okkur þegnana og 'Life goes on'
  0
 • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
  Þetta er fróðleg lesning. Það er slæmt hve vinnan við áhættumat og viðbragðsáætlanir sveitarfélaga gengur hægt. Reykjaneseldar hafa gert öllum ennþá ljósara mikilvægi viðbúnaðar vegna almannavár.
  Seinaganginn við áhættumat virðist mega rekja til skipulags sem ekki er að virka. Vanfjármögnun er örugglega líka þáttur. Sveitarfélög eru jú flest blönk og svona almannavarnarstarf kostar skildinginn.
  Fyrir flest sveitarfélög þá er áhættumat og gerð viðbragðsáætlana mjög viðamikið og vandasamt verkefni sem eflaust vex þeim í augum.
  Til að þetta vinnist af einhverju viti þá þurfa að koma að verkinu reyndir sérfræðingar af mörgum fagsviðum sem hafa sannað getu sína að ljúka sómasamlega svona verkefnum. Vegna umfangs og hve vandasamt verkefnið er þá er öflug verkefnisstjórn lykilatriði. Fyrirtæki sem annast verkefnistjórnina þarf að búa að áratuga reynslu af farsælli stjórn sambærilegra verkefna sem eru unnin undir viðeigandi vottuðu gæðakerfi. Fjármögnun þarf að vera tryggð. Vanda þarf til samninga vegna verksins til að tryggja gæði og að tíma og kostnaðaráætlanir standist.
  Mig grunar að fá sveitarfélög hafi þekkingu eða burði til að keyra verkefni þ.a. fyrrgreindar kröfur séu uppfylltar.
  Vegna þekkingar á staðháttum þurfa sveitarfélögin þó að koma að upplýsingaöflun og rýni niðurstaðna.
  Sambærileg þverfagleg verkefni hérlendis og sambærileg að umfangi, þar sem mjög miklar kröfur eru gerðar til verkefnisstjórnar, eru held ég einna helst stórframkvæmdir í orkugeiranum.
  Stóru orkufyrirtækin búa að áratuga reynslu af útboðum, samningum og stjórn viðamikilla verkefna. Í útboðum í orkugeiranum (oft með forvali) þá eru m.a. miklar kröfur um reynslu verktaka og að þeir séu stöndugir.
  Rétt að nefna líka að orkufyrirtækin þekkja einnig vel til flestra þeirra innviða sem áhættumöt sveitarfélaga ná til.
  Ég velti því fyrir mér hvort skoða ætti að fá orkufyrirtækin að bjóða út/forval vinnu við áhættumöt og viðbragðsáætlanir?
  Stóru verkfræðistofurnar eru líka vel í stakk búnar að taka að sér áhættumöt og viðbragðsáætlanir í verktöku. Verkfræðistofurnar hafa nauðsynlega þverfaglega reynslu og reynslu af verkefnisstjórn viðamikilla og vandasamra verkefna af þessum toga. Jafnframt er öll vinna stofanna unnin undir þrautreyndum vottuðum gæðakerfum.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár