Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Bylting bænda skekur Evrópu

Mót­mæli bænda hafa brot­ist út um gervöll helstu ríki Evr­ópu, þar á með­al Þýskalandi, Frakklandi, Ítal­íu og Belg­íu. Sams­kon­ar alda mót­mæla í Hollandi ár­ið 2019 ollu af­drifa­rík­um af­leið­ing­um á hol­lensk stjórn­mál, sem leiddu til stór­sigra öfga­flokka þar í landi á síð­asta ári. Stað­an í Þýskalandi er sér­stak­lega flók­in vegna skringi­legs fjár­laga­vanda, en um alla Evr­ópu er mót­mælt áhrif­um að­gerða gegn lofts­lags­vánni á bænd­ur.

Bylting bænda skekur Evrópu
Belgískur bóndi Eldar, mykja og hey skrýddu torgið fyrir framan höfuðstöðvar Evrópusambandsins Mynd: AFP

Bændur um gervallt Þýskaland og Frakkland mótmæla nú í hundruðum þúsunda tali með því að loka helstu vegum í báðum löndum með traktorum sínum meðal annars vegna afnám skattaafslátta. Mótmælin byrjuðu í Þýskalandi en hófust svo einnig í Frakklandi, að mestu af svipuðum ástæðum. Mótmælin ganga í berhögg gegn ráðandi stefnu í efnahags-, loftslags- og utanríkismálum þessara tveggja stærstu ríkja Evrópusambandsins. Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar með Evrópuþingskosningar sem eru framundan og vaxandi stuðning við öfgaflokka í báðum löndum. Bændur í Belgíu og Ítalíu hófu svo einnig mótmæli sín í vikunni, lokuðu helstu vegum víða og í Brussel sátu bændur um höfuðstöðvar Evrópusambandsins, á sama tíma og Evrópuráðið fundaði um aukna aðstoð við Úkraínu.

Mótmæli bænda með þessum hætti hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hollenskir bændur lömuðu samgöngur í Hollandi árið 2019 mánuðum saman í mótmælum gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að skera niður losun niturs í landbúnaði og …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár