Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
Fréttir

Kyn­ferð­is­brot á Vogi: „Dótt­ir mín átti að vera ör­ugg“

Ákæra var gef­in út á hend­ur manni sem er gef­ið að sök að hafa brot­ið kyn­ferð­is­lega á sex­tán ára stúlku á Vogi. Móð­ir stúlk­unn­ar seg­ir að mál­ið hafi ver­ið áfall fyr­ir fjöl­skyld­una og orð­ið þess vald­andi að hún glat­aði ör­ygg­is­til­finn­ing­unni gagn­vart Vogi. Þrátt fyr­ir það hafi hún ekki átt annarra kosta völ en að senda dótt­ur sína aft­ur þang­að í afeitrun.
Stígur fram sem fyrir­mynd en þol­endur eru enn í sárum
Úttekt

Stíg­ur fram sem fyr­ir­mynd en þol­end­ur eru enn í sár­um

Eng­ar regl­ur eru til um það hver fær að fara inn í grunn- og fram­halds­skóla með fræðslu fyr­ir ungt fólk. Ný­lega hef­ur ung­ur mað­ur far­ið inn í fram­halds­skóla með reynslu­sögu sína eft­ir að­eins þriggja mán­aða frá­hvarf frá fíkni­efna­neyslu. Talskona Rót­ar­inn­ar seg­ir það al­var­leg­an ör­ygg­is­brest, Land­læknisembætt­ið lýs­ir sömu áhyggj­um og kall­ar eft­ir við­brögð­um ráðu­neyt­is­ins. Þá hafa kon­ur sem saka mann­inn um of­beldi áhyggj­ur af því dag­skrár­valdi sem hon­um hef­ur ver­ið veitt, í gegn­um fræðslu­starf­ið og fjöl­miðla.
Ákvað að mæta nauðgara sínum
Viðtal

Ákvað að mæta nauðg­ara sín­um

Bryn­hild­ur Yrsa Val­kyrja Guð­munds­dótt­ir á að baki langa sögu af of­beldi, en hún var fyrst beitt kyn­ferð­isof­beldi í æsku og hef­ur síð­an lent í ýmsu sem hún hef­ur þurft að vinna úr. Sam­hliða þeirri vinnu hef­ur hún hlot­ið við­ur­kenn­ing­ar Stíga­móta fyr­ir bar­áttu sína gegn of­beldi. Sem kona kom­in á fimm­tugs­ald­ur taldi hún að nú væri þessi tími að baki, að of­beld­ið til­heyrði for­tíð­inni. Þar til henni var nauðg­að á ný, inni á heim­ili sínu nú í vor. Í þetta sinn brást hún öðru­vísi við en áð­ur og ákvað að mæta nauðg­ara sín­um.
Þegar myrkrið mætir börnunum
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar myrkr­ið mæt­ir börn­un­um

Við ætl­uð­um okk­ur það kannski ekki en fram­tíð­ar­sýn­in sem við skild­um eft­ir okk­ur fyr­ir næstu kyn­slóð­ir er ansi myrk. Við höf­um enn tæki­færi til að breyta henni, en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa líka séð tæki­fær­in til að hagn­ast á ógn­inni. Nú stönd­um við frammi fyr­ir ákvörð­un, á tíma þeg­ar það þyk­ir „gróða­væn­legt að láta jörð­ina fara til hel­vít­is“.
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
Viðtal

Við misst­um tvo kvöld­ið sem föð­ur­bróð­ir okk­ar myrti föð­ur okk­ar

Ragn­ar Lýðs­son var fædd­ur og upp­al­inn að Gýgjar­hóli í Bisk­upstung­um, á staðn­um þar sem hann lést eft­ir árás bróð­ur síns. Börn Ragn­ars lýsa því hvernig þeim varð smám sam­an ljóst að föð­ur­bróð­ir þeirra hefði ráð­ist að föð­ur þeirra með svo hrotta­leg­um hætti, hvernig hvert áfall­ið tók við af öðru eft­ir því sem rann­sókn máls­ins mið­aði fram. „Þetta voru svo mik­il svik.“ Þau segja frá því hvernig griðastað­ur þeirra varð skyndi­lega vett­vang­ur mar­trað­ar, áhrif­um þess á fjöl­skyld­una og bar­átt­unni fyr­ir rétt­læti.
Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna
Fréttir

Fjór­tán ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp: „Auð­veld­ara að lifa með þess­um dómi,“ seg­ir son­ur hins látna

Lands­rétt­ur dæmid Val Lýðs­son í fjór­tán ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp á bróð­ur sín­um að Gýgjar­hóli II. Ingi Rafn Ragn­ars­son, son­ur hins látna, seg­ir dóm­inn vera létti fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Í dóms­orði seg­ir að árás­in hafi ver­ið svo ofsa­feng­in að Vali hljóti að hafa ver­ið ljóst að bani hlyt­ist af henni.
Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna
Fréttir

Óvinnu­fær og full van­trausts eft­ir réttaró­viss­una

Kona, sem á börn með manni sem hef­ur ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn þroska­skertri stúlku, hef­ur ver­ið óvinnu­fær í tvær vik­ur, eða allt frá því að Lands­rétt­ur frest­aði öll­um mál­um sem voru þar á dag­skrá. Þar átti að taka mál­ið fyr­ir dag­inn eft­ir að dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu setti milli­dóm­stig­ið í upp­nám, með ófyr­ir­séð­um af­leið­ing­um fyr­ir brota­þola og að­stand­end­ur þeirra.
Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“
FréttirLoftslagsbreytingar

Fagn­aði tíu ára af­mæli á mót­mæl­um: „Fyr­ir full­orðna sem skilja þetta ekki“

Þær eru níu að verða tíu, nema Guð­björg sem er tíu ára í dag. Af­mæl­is­deg­in­um var fagn­að með lofts­lags­verk­falli á Aust­ur­velli, þar sem þær vin­kon­ur héldu ræð­ur gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Á hverj­um föstu­degi flykkj­ast börn­in nið­ur í bæ þar sem þau syngja: „Við er­um bara börn og fram­tíð okk­ar skipt­ir máli,“ um leið og þau krefjast að­gerða. Stund­in ræddi við börn á vett­vangi.
Í landi tækifæranna
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Í landi tæki­fær­anna

Við höf­um heyrt sög­ur þeirra sem lifa á lægstu laun­um á Ís­landi, þeirra sem sinna ræst­ing­um og starfa á hót­el­um. Það hvernig ræsti­tækn­ir hrökkl­að­ist inn í ræsti­komp­una með sam­lok­una sína í há­deg­is­matn­um. Þess­ar sög­ur end­ur­spegl­ar van­virð­ing­una sem þetta fólk mæt­ir gjarna í ís­lensku sam­fé­lagi. Hér hef­ur ver­ið byggt upp sam­fé­lag þar sem fólk í fullu starfi flýr af leigu­mark­aði í iðn­að­ar­hús­næði og börn sitja föst í fá­tækt, á með­an skatt­kerf­ið þjón­ar hinum rík­ustu, sem auka tekj­ur sín­ar hrað­ar en all­ir aðr­ir.

Mest lesið undanfarið ár