Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

„Af hverju var hann ekki ákærður fyrir kynferðislega áreitni?“
Fréttir

„Af hverju var hann ekki ákærð­ur fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni?“

Agnes Bára Ara­dótt­ir var ein tólf kvenna sem sök­uðu sama mann fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Í tvígang hef­ur nauðg­un­ar­kæru á hend­ur hon­um ver­ið vís­að frá. Sjálf­ur seg­ist hann ekki vera neinn eng­ill. Hún birti nú skjá­skot af skýrslu­töku yf­ir mann­in­um, þar sem lög­regla spyr með­al ann­ars að því af hverju hann hafi hald­ið áfram þrátt fyr­ir ít­rek­aða neit­un henn­ar.
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
Rannsókn

Þving­að­ar af sýslu­manni til að um­gang­ast föð­ur­inn sem mis­not­aði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

„Hæ, ... ég er níu ára. Þeg­ar ég var lít­il var ég mis­not­uð af pabba mín­um,“ seg­ir í dag­bókar­færslu ungr­ar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kyn­ferð­is­legri mis­notk­un föð­ur síns. Engu að síð­ur var hún neydd til um­gengni við hann. Í kjöl­far­ið braut hann líka á yngri syst­ur henn­ar. Gögn sýna að stúlk­urn­ar vildu ekki um­gang­ast föð­ur sinn og frá­sagn­ir af kyn­ferð­isof­beldi bár­ust margoft til yf­ir­valda. Mál­ið var aldrei með­höndl­að sem barna­vernd­ar­mál.
Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans
Rannsókn

Svipti sig lífi á geð­deild Land­spít­al­ans

Sverr­ir Örn Sverris­son lést 26 ára gam­all, um sól­ar­hring eft­ir að eft­ir­lit með hon­um var lækk­að með þeim til­mæl­um að hann ætti sjálf­ur að láta vita ef líð­an­in versn­aði, jafn­vel þótt hann lýsti leið­um til sjálfs­vígs inni á deild­inni. Tíu dög­um áð­ur hafði ann­ar ung­ur mað­ur fram­ið sjálfs­víg á geð­deild, en spít­al­inn var­aði við um­fjöll­un um mál­ið. „Við héld­um að hann væri kom­inn á ör­ugg­an stað,“ segja bræð­ur hans, sem greina frá því sem gerð­ist.
Rænt af mafíu í París
Viðtal

Rænt af mafíu í Par­ís

Þeg­ar Sig­ur­björg Vign­is­dótt­ir fékk starf sem au pair í Lúx­em­borg sá hún fyr­ir sér að nú væru æv­in­týr­in rétt að hefjast. Hún sá þarna tæki­færi til að standa á eig­in fót­um, ferð­ast og vera frjáls. Eft­ir um mán­að­ar­dvöl úti fór fjöl­skyld­an til Frakk­lands, þar sem hún drakk í sig menn­ing­una, naut lífs­ins og feg­urð­ar­inn­ar í Par­ís. Þar til allt breytt­ist í einni svip­an og myrkr­ið lagð­ist yf­ir, þeg­ar henni var rænt af aust­ur-evr­ópskri mafíu, sem mis­þyrmdi henni og skildi eft­ir í sár­um sín­um.
Þegar Bragi brást börnum
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar Bragi brást börn­um

Eitt það mik­il­væg­asta sem sam­fé­lag get­ur gert er að vernda börn í við­kvæmri stöðu. Það er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að mað­ur sem hef­ur það hlut­verk að gæta hags­muna þess­ara barna, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, þrýsti á um sam­skipti barna við föð­ur sem grun­að­ur er um kyn­ferð­is­brot gagn­vart þeim. Með við­brögð­um sín­um send­ir ráð­herra síð­an víta­verð skila­boð til barna sem búa við of­beldi, þau sömu og börn­in hafa feng­ið heima hjá sér, að þau séu ekki þess verð að mál þeirra séu tek­in al­var­lega.
Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum
Fréttir

Hjón­in bæði í fang­elsi fyr­ir of­beldi gegn börn­un­um

Tipvipa Ar­un­vongw­an var dæmd fyr­ir að beita dótt­ur sína og stjúp­dæt­ur lík­am­leg­um refs­ing­um og mis­þyrm­ing­um. Hún hef­ur haf­ið afplán­un á Hólms­heiði, þar sem eig­in­mað­ur henn­ar, Kjart­an Ad­olfs­son, sat í gæslu­varð­haldi áð­ur en hann var flutt­ur á Litla-Hraun. Hann var ákærð­ur fyr­ir gróf kyn­ferð­is­brot gegn dætr­um sín­um og bíð­ur dóms.
Kærði staðarhaldarann á Krýsuvík fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir

Kærði stað­ar­hald­ar­ann á Krýsu­vík fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni

Harpa Signý Bene­dikts­dótt­ir kom brot­in og bug­uð inn á Krýsu­vík eft­ir harða og langvar­andi neyslu fíkni­efna og með sögu af al­var­legu of­beldi. Hún seg­ir að á Krýsu­vík hafi lífi henn­ar ver­ið bjarg­að og sú stað­reynd að hún hafi kært stað­ar­hald­ar­ann fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni breyti engu þar um. Með­ferð­in þurfi að lifa, en viss­ir ein­stak­ling­ar þurfi að fara. Harpa seg­ir hér sögu sína og ástæð­ur þess að hún kærði mann­inn.
Hann saklaus en þær í sárum
Rannsókn

Hann sak­laus en þær í sár­um

Klofn­ing­ur varð í sam­fé­lag­inu á Sauð­ár­króki eft­ir að ung kona kærði vin­sæl­an fót­boltastrák fyr­ir nauðg­un. Stund­in hef­ur rætt við tólf kon­ur vegna máls­ins, sem kvarta all­ar und­an fram­göngu manns­ins og lýsa því hvernig hann fær öll tæki­fær­in og starf­aði sem fyr­ir­mynd barna á með­an þær glímdu við af­leið­ing­arn­ar. Stúlk­urn­ar segj­ast hafa ver­ið dæmd­ar af sam­fé­lag­inu, for­eldr­ar þeirra lýsa þögn­inni sem mætti þeim, en kær­um á hend­ur mann­in­um var vís­að frá.

Mest lesið undanfarið ár