Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
ViðtalFlóttafólk frá Venesúela

Flúðu frá Venesúela og Grinda­vík og eign­uð­ust jóla­barn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.
Ættarveldi Guðbjargar og átökin um Eyjar og Ísland
SkýringKvótinn

Ætt­ar­veldi Guð­bjarg­ar og átök­in um Eyj­ar og Ís­land

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Vest­manna­eyj­um, hef­ur í rúm 20 ár átt og stýrt Ís­fé­lag­inu í bæn­um sem nú er bú­ið að skrá í Kaup­höll Ís­lands. Eig­in­mað­ur Guð­bjarg­ar, Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu áð­ur en hann lést ár­ið 2000. Nú eru syn­ir þeirra fjór­ir orðn­ir stærstu hlut­haf­ar út­gerð­ar­inn­ar.
Arnarlax tilkynnti ekki heldur um öll göt á kvíum í Patreksfirði
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax til­kynnti ekki held­ur um öll göt á kví­um í Pat­reks­firði

Við eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi í Pat­reks­firði kom í ljós að fyr­ir­tæk­ið hafði ekki til­kynnt um öll göt sem kom­ið höfðu á kví­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Í nýj­um lög­um um fisk­eldi er skýrt kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæki eigi að til­kynna um öll göt á kví­um, al­veg sama þó ekki séu ástæð­ur til að ætla að eld­is­fisk­ur hafi slopp­ið út um þau.
Offituaðgerðir einkafyrirtækja hafa verið eins og „villta vestrið“ á Íslandi
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Offitu­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja hafa ver­ið eins og „villta vestr­ið“ á Ís­landi

Lækn­ir í offitu­teym­inu á Reykjalundi, HIld­ur Thors, seg­ir að auka þurfi eft­ir­lit með efna­skipta­að­gerð­um einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar. Hún gagn­rýn­ir stjórn­völd, með­al ann­ars Land­læknisembætt­ið, fyr­ir skort á eft­ir­liti með að­gerð­un­um.
„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“
Viðtal

„Ég er sagð­ur vera klikk­að­ur fyr­ir að halda í von­ina að fá að búa á Ís­landi“

25 ára gam­all flótta­mað­ur frá Venesúela, José Daniel, seg­ir að bú­set­an þar í landi hafi ver­ið erf­ið vegna mat­ar­skorts og glæpa. Hann hef­ur hjálp­að kon­unni sinni að flýja til Banda­ríkj­anna frá Venesúela með því að tína dós­ir og flösk­ur í Reykja­vík. Dótt­ir þeirra varð eft­ir hjá tengda­for­eldr­um hans í Venesúela.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.
Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.

Mest lesið undanfarið ár