Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Opinberanir í tölvupóstum: Samherjamaður lagði á ráðin með Namibíumanni um að fela greiðslurnar
FréttirSamherjaskjölin

Op­in­ber­an­ir í tölvu­póst­um: Sam­herja­mað­ur lagði á ráð­in með Namib­íu­manni um að fela greiðsl­urn­ar

Jón Ótt­ar Ólafs­son, starfs­mað­ur Sam­herja, ræddi við einn af Namib­íu­mönn­un­um sem sit­ur í gæslu­varð­haldi grun­að­ur um að þiggja mút­ur frá út­gerð­inni um hvernig hægt væri að fela milli­færsl­urn­ar til þeirra. Namib­íu­mað­ur­inn vildi að Sam­herji milli­færði pen­inga úr öðr­um namib­ísk­um banka þar sem upp­lýs­ing­ar virt­ust leka úr bank­an­um sem ís­lenska út­gerð­in not­aði.
Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
GreiningLaxeldi

Arctic Fish vill þre­falda fram­leiðslu sína en eig­and­inn tel­ur sjókvía­eld­ið til­heyra for­tíð­inni

Mynd­bands­upp­tök­ur Veigu Grét­ars­dótt­ur á af­mynd­uð­um eld­islöx­um á Vest­fjörð­um hafa vak­ið upp um­ræð­una um sjókvía­eld­ið. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish hef­ur gagn­rýnt Veigu fyr­ir mynd­irn­ar. For­stjóri eig­anda Arctic Fish tel­ur hins veg­ar að sjóvkía­eldi við strend­ur landa sé ekki fram­tíð­ina held­ur af­l­and­seldi fjarri strönd­um landa.
Starfsmaður Arctic Fish hringdi í Veigu og snupraði hana fyrir myndir af afmynduðum eldislöxum
FréttirLaxeldi

Starfs­mað­ur Arctic Fish hringdi í Veigu og snupr­aði hana fyr­ir mynd­ir af af­mynd­uð­um eld­islöx­um

Kaj­akræð­ar­inn Veiga Grét­ars­dótt­ir tók upp sögu­leg mynd­skeið af af­mynd­uð­um eld­islöx­um í sjókví­um í Arnar­firði og Dýra­firði. Starfs­mað­ur Arctic Fish og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Ísa­firði, Daní­el Jak­obs­son, hringdi í Veigu og snupr­aði hana eft­ir að RÚV birti frétt um mál­ið um helg­ina.
Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
FréttirSamherjaskjölin

Af­hjúp­andi tölvu­póst­ar um mút­ur í Sam­herja­mál­inu: ,,Hon­um hef­ur ver­ið greitt, beint að ut­an"

Tölvu­póst­ar milli starfs­manna Sam­herja, sem ekki hafa kom­ið fram áð­ur, sýna hvernig Að­al­steinn Helga­son stakk upp á því að ráða­mönn­um í Namib­íu yrði mútað í lok árs 2011. Póst­arn­ir sýna með­al ann­ars að Jó­hann­es Stef­áns­son get­ur ekki hafa ver­ið einn um að ákveða að greiða ráða­mönn­un­um mút­ur.
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Rannsókn

Sag­an af „smurn­ing­um“ Ís­lend­inga í Níg­er­íu í ljósi Namib­íu­máls Sam­herja

Sag­an um skreið­ar­við­skipti Ís­lands í Níg­er­íu kann að eiga þátt í skoð­un­um sumra út­gerð­ar­manna á Ís­landi á Namib­íu­mál­inu þar sem mút­ur og hvers kyns sporsl­ur tíðk­ist víða í lönd­um Afr­íku. Ólaf­ur Björns­son hjá sam­lagi skreið­ar­fram­leið­enda tal­aði fjálg­lega um mút­ur og „smurn­ing­ar“ í bók sinni um við­skipti Ís­lend­inga með skreið til Níg­er­íu. Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn, eins og Gunn­ar Tóm­as­son, vísa til skreið­ar­við­skipt­anna sem ákveð­inni hlið­stæðu Namib­íu­máls Sam­herja þeg­ar þeir eru spurð­ir um mat sitt á þessu máli.
Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg
Fréttir

Kaup­fé­lag­ið met­ur eign­ar­hlut­inn í Mogg­an­um á ríf­lega þre­falt hærra verði en Guð­björg

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur á liðn­um ár­um lagt tæp­lega 400 millj­ón­ir króna í út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins. Öf­ugt við næst stærsta hlut­haf­ann, fé­lag í eigu Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur hef­ur kaup­fé­lag­ið hins veg­ar ekki fært virði hluta­bréfa sinna í Morg­un­blað­inu nið­ur.
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Mörg ár liðu þar til ákært var í mál­um sem líkj­ast Sam­herja­mál­inu í Namib­íu

Tvö af þekkt­ustu mál­um Sví­þjóð­ar þar sem mútu­greiðsl­ur í öðr­um lönd­um voru rann­sök­uð í fimm og átta ár áð­ur en. ákær­ur voru gefn­ar út í þeim. Í báð­um til­fell­um höfðu fyr­ir­tæk­in við­ur­kennt að hafa mútað áhrifa­mönn­um í Ús­bekist­an og Dji­bouti. Ólaf­ur Hauks­son hér­aðssak­sókn­ari seg­ir ómögu­legt að full­yrða hvenær rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu muni ljúka.
Yfirvöld í Namibíu halda áfram að reyna  að fá þrjá Samherjamenn framselda
FréttirSamherjaskjölin

Yf­ir­völd í Namib­íu halda áfram að reyna að fá þrjá Sam­herja­menn fram­selda

Yf­ir­völd í Namib­íu segj­ast eiga í nán­um sam­skipt­um við ís­lensk yf­ir­völd um að fá þrjá Sam­herja­menn framseld. Embætti rík­is­sak­sókn­ara á Ís­landi hef­ur ver­ið skýrt með að eng­inn Ís­lend­ing­ur verði fram­seld­ur til Namib­íu. Yfiir­völd í Namib­íu vilja mögu­lega að rétt­að verði yf­ir Sam­herja­mönn­um á Ís­landi gangi framsal ekki eft­ir.
Laxeldisfyrirtækið hefur þrjár vikur til að biðja ráðherra um leyfi sem færi gegn mati ESA
FréttirLaxeldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið hef­ur þrjár vik­ur til að biðja ráð­herra um leyfi sem færi gegn mati ESA

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Lax­ar þarf að sækja um bráða­birgð­ar­starfs­leyfi til sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra eft­ir að leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var fellt úr gildi. Ein­ung­is einu sinni áð­ur hef­ur starfs­leyfi lax­eld­is­fyr­ir­tækja ver­ið fellt úr gildi og veitti ráð­herra þeim þá starfs­leyfi til bráða­birgða. Eft­ir­lits­stofn­un ESA gagn­rýni þetta í úr­skurði fyr­ir rúmu ári síð­an.
Selja fæðubótarefni úr norskum eldislaxi eins  og það sé úr „100% náttúrulegum“ laxi
FréttirLaxeldi

Selja fæðu­bót­ar­efni úr norsk­um eld­islaxi eins og það sé úr „100% nátt­úru­leg­um“ laxi

Ís­lenska fyr­ir­tæk­ið Un­broken, sem sel­ur sam­nefnt fæðu­bót­ar­efni, vís­ar til þess að fyr­ir­tæk­ið fram­leiði vöru sína úr 100 pró­sent nátt­úru­leg­um laxi. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein­ar Trausti Kristjáns­son, seg­ir að orða­lag­ið sé tek­ið frá norska lax­eld­isris­an­um Mowi sem fram­leið­ir eld­islax­inn sem fyr­ir­tæk­ið not­ar. Un­broken á í sam­vinnu við Ferða­fé­lag Ís­lands sem hef­ur nátt­úru­vernd og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi í rekstri sín­um.
Kristján Þór getur veitt Löxum tímabundið starfsleyfi þrátt fyrir gagnrýni ESA
FréttirLaxeldi

Kristján Þór get­ur veitt Löx­um tíma­bund­ið starfs­leyfi þrátt fyr­ir gagn­rýni ESA

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, snupr­aði ís­lenska rík­ið í fyrra út af lag­setn­ingu frá ár­inu 2018 sem veitti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra ein­hliða heim­ild til að veita lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um tíma­bund­ið starfs­leyfi. Fram­kvæmda­stjóri Laxa, Jens Garð­ar Helga­son­ar vís­ar til þess­ar­ar hem­ild­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra efti að úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála felldi starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins úr gildi fyr­ir helgi.

Mest lesið undanfarið ár