Kjartan Þorbjörnsson

ljósmyndari

Myndband: Vinnuvélar í kappi við glóandi hraun
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Mynd­band: Vinnu­vél­ar í kappi við gló­andi hraun

Í mynd­skeiði sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók fyrr í dag má sjá verk­taka í kapp­hlaupi við tím­ann að fylla upp í skarð í varn­ar­garð­in­um sem um­lyk­ur virkj­ana­svæði HS Orku og Bláa lón­ið. Í mynd­band­inu sést í gröf­ur og jarð­ýt­ur færa laus­an jarð­veg yf­ir skarð­ið sem ligg­ur við Norð­ur­ljósa­veg, skammt frá flæð­andi hraun­inu.
Sjáið stofnæðina fuðra upp í hrauninu
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Sjá­ið stof­næð­ina fuðra upp í hraun­inu

Mynd­band sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók í dag sýn­ir glöggt eyði­legg­ing­ar­mátt hraun­flæð­is­ins þeg­ar það fór yf­ir heita vatns­lögn HS-Veitna. Ekk­ert heitt vatn er þvi á Reykja­nes­inu. Al­manna­varn­ir lýstu fyr­ir skömmu yf­ir neyð­ar­ástandi og biðla til íbúa að tak­marka notk­un sína á því litla magni af heitu vatni sem eft­ir er í miðl­un­ar­tönk­um

Mest lesið undanfarið ár