Georg Gylfason

Blaðamaður

„Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaupið“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaup­ið“

Sig­fúsi Öfjörð ýt­u­stjóra tókst að bjarga jarð­ýtu sinni með mikl­um naum­ind­um frá hraun­flæð­inu í morg­un. En eft­ir að gos hófst í grennd við Grinda­vík flæddi hraun­ið í átt að vinnu­vél­um verk­taka sem unn­ið höfðu að gerð varn­ar­garða. Jarð­ýta Sig­fús­ar er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar hér á landi. Þeg­ar Sig­fús fékk leyfi til þess að forða ýt­unni frá hraun­inu var ein rúð­an þeg­ar sprung­in vegna hit­ans. Slík var ná­lægð­in.
Jón Arnór Stefánsson ráðinn í stöðu stjórnarformanns Þjóðarhallar ehf.
Fréttir

Jón Arn­ór Stef­áns­son ráð­inn í stöðu stjórn­ar­for­manns Þjóð­ar­hall­ar ehf.

Fyrr­um körfuknatt­leiks­mað­ur­inn Jón Arn­ór Stef­áns­son hef­ur ver­ið skip­að­ur formað­ur stjórn­ar Þjóð­ar­hall­ar ehf., fé­lag­ið sem rík­ið og Reykja­vík­ur­borg stofn­uðu fyr­ir skömmu. Fé­lag­ið var stofn­að með þeim til­gangi að hafa um­sjón með bygg­ingu nýrr­ar þjóð­ar­hall­ar í Laug­ar­dal.
Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán
Fréttir

Bú­bót í vænd­um fyr­ir fólk með verð­tryggð lán

Verð­bólga mæld­ist 7,7 pró­sent í des­em­ber og var það öllu lægra en hag­fræð­ing­ar Ís­lands­banka og Lands­bank­ans höfðu spáð. Spá þeirri fyr­ir ár­ið sem nú er haf­ið ger­ir ráð fyr­ir því að verð­bólga muni halda áfram að drag­ast sam­an á fyrri hluta árs­ins. Það mun vera mik­il bú­bót fyr­ir fólk með hús­næð­is­lán. Sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.
Katrín hringdi í Sonju sem er reiðubúin að taka þátt í frekara samtali
FréttirKjaramál

Katrín hringdi í Sonju sem er reiðu­bú­in að taka þátt í frek­ara sam­tali

For­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, fund­aði með for­mönn­um BSRB, BHM og KÍ í dag. Á þeim fund­um leit­að­ist Katrín við að fá álit og sýn formann­anna á stöðu kjara­mála. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, seg­ir að óljóst sé hvort kjara­við­ræð­ur breið­fylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga inn­an ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins muni þró­ast í átt að stærri samn­ingi sem tek­ur til að­ila á op­in­ber­um vinnu­mark­aði líka. Sonja seg­ist þó vera reiðu­bú­in að taka þátt í því sam­tali ef þró­ast í þá átt.
Asil og Suleiman komin til landsins
Fréttir

Asil og Su­leim­an kom­in til lands­ins

Asil Al Masri og bróð­ir henn­ar Su­leim­an eru kom­in til lands­ins. Su­leim­an flaug til Belg­íu fyr­ir rúmri viku til þess að sækja syst­ur sína og flytja hana heim til Ís­lands. Asil fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir skömmu. Líf systkin­anna um­turn­að­ist eft­ir loft­árás Ísra­els­hers í októ­ber þar sem for­eldr­ar þeirra, syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi lét­ust. Asil slas­að­ist mjög al­var­lega í árás­inni.
Segir verðbólguna ekki drifna áfram af hagnaði fyrirtækja
FréttirPressa

Seg­ir verð­bólg­una ekki drifna áfram af hagn­aði fyr­ir­tækja

Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að verð­bólg­an í land­inu sé ekki hagn­að­ar­drif­in. Í nýj­asta þætti Pressu, ræddi Að­al­steinn Kjart­ans­son við Sig­ríði og Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, rit­stjóra Vís­bend­ing­ar og doktor í fjár­mál­um, um kjara­samn­inga og áhrif­in sem há verð­bólg­una og vaxt­arstig hef­ur á kjara­við­ræð­urn­ar.

Mest lesið undanfarið ár