Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

Neitar að hafa hvatt til sjálfsvígs baráttukonu
FréttirHinsegin bakslagið

Neit­ar að hafa hvatt til sjálfs­vígs bar­áttu­konu

„Harak­iri. Flott, Ugla. Ég þarf þá ekki að rétta þér reipi líka. Þú ert í sjálfsaf­greiðslu,“ skrif­aði Eld­ur Deville á sam­fé­lags­miðl­um og ávarp­aði þar Uglu Stef­an­íu Kristjönu­dótt­ur Jóns­dótt­ur. Hún og marg­ir aðr­ir túlk­uðu skila­boð­in sem hvatn­ingu til sjálfs­vígs. Uglu finnst mik­il­vægt að fjall­að sé um hvers kon­ar hat­ursáróð­ur Sam­tök­in 22 og tals­menn þeirra láta frá sér.
Yfirlögregluþjónn kominn í leyfi
Fréttir

Yf­ir­lög­reglu­þjónn kom­inn í leyfi

Mar­geir Sveins­son, stjórn­andi mið­lægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Til skoð­un­ar var ástæða þess að hann tók und­ir­mann sinn úr lög­reglu­að­gerð án fag­legr­ar ástæðu. Lög­reglu­stjór­inn neit­aði að stað­festa fyr­ir viku að hann hefði ver­ið sett­ur tíma­bund­ið í leyfi. Mar­geir var þá kom­inn í leyfi en hon­um „ekki ver­ið veitt lausn frá embætti“.
Að verða ónæm fyrir hatrinu
ViðtalHinsegin bakslagið

Að verða ónæm fyr­ir hatr­inu

Arna Magnea Danks var fjög­urra ára þeg­ar hún vissi að hún væri stelpa í lík­ama stráks. Hún er stolt trans kona og vegna þess er ráð­ist á hana per­sónu­lega á sam­fé­lags­miðl­um og hún nafn­greind þar sem reynt er að nið­ur­lægja hana og henni jafn­vel ósk­að dauða. Full­trú­ar Sam­tak­anna 22 mættu á fyr­ir­lest­ur sem Arna hélt um mál­efni trans fólks og reyndu að sann­færa fund­ar­gesti um hvað trans fólk væri hættu­legt.
Sendiherrastaða á Íslandi fléttast inn í hneyksli hjá pólsku ríkisstjórninni
Fréttir

Sendi­herrastaða á Ís­landi flétt­ast inn í hneyksli hjá pólsku rík­is­stjórn­inni

Ut­an­rík­is­ráð­herra Pól­lands mun hafa sett for­seta lands­ins úr­slita­kosti þeg­ar hann reyndi að þvinga fram skip­an ákveð­ins manns sem næsta sendi­herra Pól­lands á Ís­landi. Sá var að­stoð­ar­mað­ur ráðu­neyt­is­stjóra en reis hratt til met­orða, og er nú tengd­ur inn í um­ræðu um meint spill­ing­ar­mál sem snýst um að fólk ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafi getað borg­að fyr­ir vega­bréfs­árit­un inn í land­ið. Mál­ið kem­ur sér illa fyr­ir flokk­inn sem fer fyr­ir rík­is­stjórn Pól­lands nú þeg­ar fimm vik­ur eru í kosn­ing­ar.
Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina
Fréttir

Borg­ar­stjóri vill Par­ís­ar­hjól við Gömlu höfn­ina

Borg­ar­stjóri vill láta skoða hvort raun­hæft sé að koma upp Par­ís­ar­hjóli á Mið­bakk­an­um. Hug­mynd­in er að þetta væri til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára þar sem Par­ís­ar­hjól­ið stæði á sumr­in. „Sér­stök ástæða er til að setja hug­mynd um Par­ís­ar­hjól í far­veg,“ seg­ir í til­lögu sem Dag­ur B. Eggerts­son lagði fyr­ir borg­ar­ráð.
Sorpkvarnir alls engin töfralausn
Fréttir

Sorpkvarn­ir alls eng­in töfra­lausn

Um­hverf­is­stofn­un, Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur og Veit­ur leggj­ast öll gegn notk­un sorpkvarna til að losa sig við líf­ræn­an úr­gang. Áhugi á sorpkvörn­um hef­ur auk­ist í kjöl­far nýs sorp­flokk­un­ar­kerf­is þar sem líf­rænn úr­gang­ur er flokk­að­ur sér. Sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að setja megi spurn­ing­ar­merki við lög­mæti þess að nota kvarn­irn­ar frek­ar en að flokka. Sölu­að­ili neit­ar að tjá sig.
Reykjavík tapar áfram peningum og selur Perluna
Fréttir

Reykja­vík tap­ar áfram pen­ing­um og sel­ur Perluna

Perl­an, eitt helsta kenni­leiti Reykja­vík­ur­borg­ar, er kom­in í sölu­ferli. Borg­ar­ráð sam­þykkti þetta á fundi sín­um í morg­un. Fjár­hags­staða Reykja­vík­ur­borg­ar, hef­ur far­ið versn­andi á síð­ustu ár­um. A-hluti henn­ar, sá hluti rekst­urs henn­ar sem rek­inn er fyr­ir skatt­fé, var rek­in með 921 millj­ón króna halla á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins.
Framkvæmdastjóri Vinstri grænna verður framkvæmdastjóri Landverndar
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna verð­ur fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar

Björg Eva Er­lends­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Hún hef­ur störf í októ­ber. Björg Eva hef­ur ver­ið fram­kvæmda­stjóri Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs síð­an ár­ið 2016. Hún fet­ar hér í fót­spor Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar, vara­for­manns VG, sem yf­ir­gaf stöðu sína sem fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar ár­ið 2017 til að verða um­hverf­is­ráð­herra ut­an þings.
„Ég skil vel að fólki sé brugðið sem kaupir þarna þjónustu fyrir börnin sín í góðri trú“
Fréttir

„Ég skil vel að fólki sé brugð­ið sem kaup­ir þarna þjón­ustu fyr­ir börn­in sín í góðri trú“

Formað­ur Sam­tak­anna 78 for­dæm­ir að starfs­fólk í sum­ar­búð­un­um Ástjörn inn­ræti börn­un­um að sam­kyn­hneigð sé synd. Hann seg­ir börn­in á við­kvæm­um aldri og það geti haft mik­il áhrif að upp­lifa for­dóma sem þessa. Við­horf­in séu á skjön við ríkj­andi gildi í ís­lensku sam­fé­lagi.
Ölgerðin skoðar að sækja skaðabætur - „Reiðarslag fyrir íslenska neytendur“
FréttirSamráð skipafélaga

Öl­gerð­in skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur - „Reið­arslag fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur“

For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur vegna ólög­mæts sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skips, og kall­ar sam­ráð­ið svik við ís­lenska neyt­end­ur. Sam­skip voru á dög­un­um sekt­að um 4,2 millj­arða vegna þess. Skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi af­hjúp­að við­skipta­hætti sem séu Öl­gerð­inni óskilj­an­leg­ir.
Hatursáróður gegn samkynhneigðum í sumarbúðunum
Fréttir

Hat­ursáróð­ur gegn sam­kyn­hneigð­um í sum­ar­búð­un­um

Móð­ir er ósátt eft­ir að starfs­mað­ur sum­ar­búð­anna við Ástjörn sagði dótt­ur henn­ar að sam­kyn­hneigð væri synd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem for­eldr­ar greina frá slíkri inn­ræt­ingu í sum­ar­búð­un­um. Sum­ar­búð­irn­ar eru rekn­ar af hinum kristi­lega Sjón­ar­hæð­ar­söfn­uði sem tel­ur 35 manns. Sum­ar­búða­stjóri reyndi að forð­ast sam­tal við blaða­mann.
Bangsafélagið boðar mikinn fögnuð – „Ég er sökker fyrir stórum strákum“
Skýring

Bangsa­fé­lag­ið boð­ar mik­inn fögn­uð – „Ég er sökk­er fyr­ir stór­um strák­um“

Bangsapartí og bangsa­brön­sj er með­al þess sem var á dag­skrá bangsa­há­tíð­ar­inn­ar Reykja­vík Be­ar um helg­ina. Þar voru sam­an komn­ir stór­ir og loðn­ir hinseg­in karl­menn hvaðanæva að úr heim­in­um til að eiga sam­an góð­ar stund­ir. Á föstu­dag var sér­stakt Top off partí þar sem menn voru hvatt­ir til að skemmta sér ber­ir að of­an, og þá skipti engu máli hvernig þú lít­ur út – lík­ams­skömm­in var skil­in eft­ir heima.
Íslenskri herferð beint að fólki með kynferðislegan áhuga á börnum
Fréttir

Ís­lenskri her­ferð beint að fólki með kyn­ferð­is­leg­an áhuga á börn­um

Nýrri vit­und­ar­vakn­ingu Neyð­ar­lín­unn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra og þjón­ust­unn­ar Taktu skref­ið er beint að full­orðnu fólki sem hef­ur áhuga á kyn­ferð­is­legu efni af börn­um. „Hef­ur þú eitt­hvað að ótt­ast?“ er spurt í aug­lýs­ingu sem er hluti af átak­inu. Sál­fræð­ing­ur hjá Taktu skref­ið hvet­ur fólk með þess­ar hvat­ir til að leita sér að­stoð­ar áð­ur en það er of seint. Frá 2021 hafa um 60 manns leit­að sér þar með­ferð­ar.

Mest lesið undanfarið ár