„Kúnnarnir bara koma ekki“
Allt að hverfa Öll verksummerki um Nytjamarkað Samhjálpar voru fljót að hverfa síðasta daginn þegar allt var ókeypis. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Kúnnarnir bara koma ekki“

Langri sögu Nytja­mark­að­ar Sam­hjálp­ar er lok­ið. Flutn­ing­ur mark­að­ar­ins upp í Breið­holt varð á end­an­um einn af bana­bit­um hans. Verk­efna­stjóri nytja­mark­að­ar­ins seg­ist hafa tal­ið það sókn­ar­færi að flytja í hverfi þar sem fólk hafi gjarn­an minna á milli hand­anna en að­sókn­in hafi ver­ið af­ar dræm.

Venjulega er hægt að finna flest milli himins og jarðar á Nytjamarkaði Samhjálpar, hvort sem um er að ræða fatnað, búsáhöld eða bækur. En á öðrum degi ársins var tómlegt um að litast í nytjamarkaðnum í Lóuhólum. 

„Þetta er lokadagurinn í dag. Við erum bara að bíða eftir að einhver komi til að þrífa,“ segir Helga Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Samhjálp, sem hefur séð um nytjamarkað samtakanna til fjölda ára. En nú er komið að leiðarlokum. „Við erum bara að gefa það sem er hér eftir í dag,“ segir hún.

FrágangurNóg var að gera hjá Helgu Pálsdóttur við frágang eftir að Nytjamarkaðnum hafði formlega verið lokað.

Aðeins ár er síðan nytjamarkaðurinn flutti um set, frá Ármúla upp í verslunarmiðstöðina Hólagarð. Þar áður var markaðurinn í Stangarhyl. „Það gekk mjög vel í Ármúlanum. Við vorum þar í ellefu ár, alveg á besta stað í bænum. Þarna er eiginlega …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Það eru margir í dag sem þjást af einmana kend ég bara skil ekkert í þessu! Ég er ein alla daga en finn samt ekki þesa ömurlegu til finníngu hjá mér því alltaf er nóg að gera skal ég segja ykkur og áður enn ég veit af er komið kvöld því ég hef líka minn eigin félagsskap elskurnar mínar!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár