Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson

Blaðamaður

Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“
FréttirPlastið fundið

Vissu af ís­lenska plast­inu í meira en ár: „Kom okk­ur al­gjör­lega á óvart“

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs sendi frá sér bréf í gær þar sem sjóð­ur­inn ósk­ar eft­ir því að Sw­erec fjar­lægi ís­lenska plast­ið úr vöru­hús­inu í Sví­þjóð. Í bréf­inu seg­ir að frétta­flutn­ing­ur Stund­ar­inn­ar síð­ustu viku hafi kom­ið stjórn sjóðs­ins al­gjör­lega á óvart, þrátt fyr­ir að sjóð­ur­inn hafi haft vitn­eskju um plast­ið í meira en ár.
„Alls ekki, alls ekki“ þörf á frekari rannsóknum vegna íslenska plastsins
FréttirPlastið fundið

„Alls ekki, alls ekki“ þörf á frek­ari rann­sókn­um vegna ís­lenska plasts­ins

Magnús Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formað­ur Úr­vinnslu­sjóðs, tel­ur enga þörf á frek­ari rann­sókn­um vegna þess mikla magns plasts sem Stund­in fann í vöru­húsi í Suð­ur-Sví­þjóð. Hann seg­ir nýja eig­end­ur komna að Sw­erec, þótt fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins segi svo ekki vera. Úr­vinnslu­sjóð­ur að­hafð­ist ekk­ert í meira en ár eft­ir að greint var frá ís­lenska plast­haugn­um. Sjóð­ur­inn er nú til rann­sókn­ar.
Úrvinnslusjóður vissi af plastinu en aðhafðist ekkert í meira en ár
FréttirPlastið fundið

Úr­vinnslu­sjóð­ur vissi af plast­inu en að­hafð­ist ekk­ert í meira en ár

Stað­fest er að Úr­vinnslu­sjóð­ur, sem hef­ur það hlut­verk að fram­fylgja end­ur­vinnslu á Ís­landi, vissi í meira en ár af miklu magni af ís­lensku plasti sem var aldrei end­urunn­ið af sænska fyr­ir­tæk­inu Sw­erec þrátt fyr­ir að greitt hefði ver­ið fyr­ir það. Stund­in greindi frá plast­inu í októ­ber 2020, um­fjöll­un­in var rædd á stjórn­ar­fundi og stjórn sjóðs­ins fagn­aði um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar, án þess þó að að­haf­ast vegna plasts­ins.
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Myndband

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.
Sjávarútvegurinn fær sérmeðferð í hringrásarhagkerfi stjórnmálanna
Úttekt

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn fær sér­með­ferð í hringrás­ar­hag­kerfi stjórn­mál­anna

Veið­ar­færi verða und­an­þeg­in úr­vinnslu­gjaldi, ólíkt öll­um öðr­um vör­um sem sam­kvæmt lög­um eiga bera úr­vinnslu­gjald, í ný­sam­þykkt­um lög­um um hringrás­ar­hag­kerfi. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi beita sér gegn því í nýj­um samn­ingi að missa sér­stöð­una. For­svars­menn þeirra neita að koma í við­tal vegna máls­ins.
Sóðaleg saga dekkja á Íslandi heldur áfram
GreiningEndurvinnsla á Íslandi

Sóða­leg saga dekkja á Ís­landi held­ur áfram

Lýs­ing Úr­vinnslu­sjóðs á af­drif­um hjól­barða er ekki í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann. Bann­að er að urða fólks­bíla­dekk, en þau enda engu að síð­ur lang­flest á urð­un­ar­stað Sorpu og er það kall­að „end­ur­nýt­ing“ í um­hverfistöl­fræð­inni. End­ur­tekn­ir dekkja­brun­ar eru á urð­un­ar­staðn­um. Úr­vinnslu­gjald á inn­flutta hjól­barða hef­ur ekki ver­ið hækk­að síð­an 2010 og sér­stak­ur hjól­barða­sjóð­ur býr yf­ir hálf­um millj­arði króna í eig­ið fé.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu