Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson

Blaðamaður

Kveður börnin og fer í stríð
Á vettvangi í Úkraínu#1

Kveð­ur börn­in og fer í stríð

„Ég get skot­ið en ég veit ekki hvernig er að halda á al­vöru byssu og skjóta lif­andi fólk. Ég hef ekki hug­mynd um hvernig það er,“ sagði Úkraínu­mað­ur­inn Vikt­or í við­tali við Stund­ina á landa­mær­um Úkraínu. Hann var á leið inn í Pól­land að tryggja börn­in hans væru í ör­ugg­um hönd­um en ætl­ar sér svo að snúa til baka og taka þátt í að verja land­ið fyr­ir inn­rás rúss­neska hers­ins..
Tveir stjórnarmenn Úrvinnslusjóðs segja af sér - Rannsókn í gangi
FréttirPlastið fundið

Tveir stjórn­ar­menn Úr­vinnslu­sjóðs segja af sér - Rann­sókn í gangi

Bryn­dís Gunn­laugs­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur fyr­ir hönd Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, og Hlíð­ar Þór Hreins­son, stjórn­ar­mað­ur fyr­ir hönd Fé­lags at­vinnu­rek­anda og fram­kvæmda­stjóri Heim­ilis­tækja, hafa sagt af sér úr stjórn Úr­vinnslu­sjóðs. Rík­is­end­ur­skoð­un er nú að rann­saka sjóð­inn.
Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs vissi af plastinu en aðhafðist ekkert
FréttirEndurvinnsla á Íslandi

Fram­kvæmda­stjóri Úr­vinnslu­sjóðs vissi af plast­inu en að­hafð­ist ekk­ert

Í tölvu­póst­um milli Ól­afs Kjart­ans­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Úr­vinnslu­sjóðs, og Leif Karl­son, fram­kvæmda­stjóra sænska endu­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Sw­erec, kem­ur skýrt fram að þeg­ar ár­ið 2020 hafi Ólaf­ur haft vitn­eskju um að mik­ið magn ís­lensks plasts væri geymt í vöru­skemmu í Sví­þjóð „Vona að þetta sjái um blaða­mann­inn,“ var það sem Leif skrif­aði um töl­ur um end­ur­vinnslu­hlut­fall plasts frá fyr­ir­tæk­inu. Þær töl­ur reynd­ust rang­ar.
Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“
FréttirPlastið fundið

Vissu af ís­lenska plast­inu í meira en ár: „Kom okk­ur al­gjör­lega á óvart“

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs sendi frá sér bréf í gær þar sem sjóð­ur­inn ósk­ar eft­ir því að Sw­erec fjar­lægi ís­lenska plast­ið úr vöru­hús­inu í Sví­þjóð. Í bréf­inu seg­ir að frétta­flutn­ing­ur Stund­ar­inn­ar síð­ustu viku hafi kom­ið stjórn sjóðs­ins al­gjör­lega á óvart, þrátt fyr­ir að sjóð­ur­inn hafi haft vitn­eskju um plast­ið í meira en ár.
„Alls ekki, alls ekki“ þörf á frekari rannsóknum vegna íslenska plastsins
FréttirPlastið fundið

„Alls ekki, alls ekki“ þörf á frek­ari rann­sókn­um vegna ís­lenska plasts­ins

Magnús Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formað­ur Úr­vinnslu­sjóðs, tel­ur enga þörf á frek­ari rann­sókn­um vegna þess mikla magns plasts sem Stund­in fann í vöru­húsi í Suð­ur-Sví­þjóð. Hann seg­ir nýja eig­end­ur komna að Sw­erec, þótt fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins segi svo ekki vera. Úr­vinnslu­sjóð­ur að­hafð­ist ekk­ert í meira en ár eft­ir að greint var frá ís­lenska plast­haugn­um. Sjóð­ur­inn er nú til rann­sókn­ar.
Úrvinnslusjóður vissi af plastinu en aðhafðist ekkert í meira en ár
FréttirPlastið fundið

Úr­vinnslu­sjóð­ur vissi af plast­inu en að­hafð­ist ekk­ert í meira en ár

Stað­fest er að Úr­vinnslu­sjóð­ur, sem hef­ur það hlut­verk að fram­fylgja end­ur­vinnslu á Ís­landi, vissi í meira en ár af miklu magni af ís­lensku plasti sem var aldrei end­urunn­ið af sænska fyr­ir­tæk­inu Sw­erec þrátt fyr­ir að greitt hefði ver­ið fyr­ir það. Stund­in greindi frá plast­inu í októ­ber 2020, um­fjöll­un­in var rædd á stjórn­ar­fundi og stjórn sjóðs­ins fagn­aði um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar, án þess þó að að­haf­ast vegna plasts­ins.
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Myndband

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.

Mest lesið undanfarið ár