Jólahefðir aðila vinnumarkaðarins: Hryllingsmyndir, hreindýr og hrikalega flókin grænmetisbaka
Samantekt

Jóla­hefð­ir að­ila vinnu­mark­að­ar­ins: Hryll­ings­mynd­ir, hrein­dýr og hrika­lega flók­in græn­met­is­baka

Á nýju ári munu að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins þurfa að koma sér sam­an um hvernig skuli skipta kök­unni á milli at­vinnu­rek­enda og launa­fólks. En fyrst þarf að halda jól­in, með öllu sem því til­heyr­ir, hefð­um og venj­um sem hafa lif­að með fjöl­skyld­um fólks í ára­tugi. Eða ein­hverj­um glæ­nýj­um sið­um. Heim­ild­in ræddi um jóla­hefð­ir við nokkra ein­stak­linga úr hreyf­ingu launa­fólks og röð­um sam­taka at­vinnu­rek­enda.
Neytendur gætu greitt með nýjum hætti innan árs
Viðtal

Neyt­end­ur gætu greitt með nýj­um hætti inn­an árs

Ár­um sam­an hef­ur Seðla­bank­inn tal­að fyr­ir því að óháð inn­lend smá­greiðslu­lausn verði tek­in í notk­un. Bank­inn vill að al­menn­ing­ur geti greitt fyr­ir vör­ur og þjón­ustu með öðr­um hætti en með greiðslu­kort­um eða reiðu­fé. Af hverju? Hvernig stend­ur sú vinna og hvernig kem­ur þessi nýja lausn til með að hafa áhrif á neyt­end­ur? Gunn­ar Jak­obs­son vara­seðla­banka­stjóri gerði sitt besta til að út­skýra þetta á manna­máli fyr­ir les­end­um Heim­ild­ar­inn­ar.
Fyrst til að bjóða Betri samgöngum í kaffi
ViðtalBorgarlína

Fyrst til að bjóða Betri sam­göng­um í kaffi

Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar seg­ir það vera gamla klisju að tala um að Vega­gerð­in sé gam­aldags stofn­un. Öll­um lyk­il­stjórn­end­um hafi ver­ið skipt út frá ár­inu 2018 og mik­il end­ur­nýj­un hafi orð­ið í starfs­manna­hópn­um. Hún og Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir sam­göngu­verk­fræð­ing­ur sett­ust nið­ur með blaða­manni og ræddu um verk­efni sam­göngusátt­mál­ans. Berg­þóra hafn­ar því að yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar hafi ver­ið ósátt með stofn­un fé­lags­ins Betri sam­gangna.
Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal
ÚttektBorgarlína

Gam­aldags Vega­gerð sem vill vera að­al

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.
Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ
Fréttir

Get­um þakk­að fyr­ir að mökk­inn leggi ekki yf­ir Reykja­nes­bæ

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur vek­ur at­hygli á því að þakka megi fyr­ir hvernig vind­ar blása á suð­vest­ur­horn­inu í kvöld, nú þeg­ar jörð­in hef­ur opn­ast með nokkr­um krafti norð­an Grinda­vík­ur. Næsta þétt­býli á leið gosguf­anna er Þor­láks­höfn og gæti gasi sleg­ið þar nið­ur, en á morg­un mun mökk­inn blása á haf út.
Hvenær geta börnin gengið örugg um Grindavík?
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Hvenær geta börn­in geng­ið ör­ugg um Grinda­vík?

Íbú­ar í Grinda­vík eru var­að­ir við því að ganga ann­ars stað­ar en á göt­um og gang­stétt­um, þar sem hol­ur geti opn­ast án fyr­ir­vara. Unn­ið er að því að fylla upp í sprung­ur og bæj­ar­starfs­menn ætla að vera bún­ir að tryggja ör­yggi fólks, áð­ur en kall­ið um að snúa heim kem­ur. Íbúi í bæn­um tel­ur ekki ör­uggt að halda heim skömmu eft­ir ára­mót, eins og marga Grind­vík­inga ef­laust lang­ar.
Hjól verði niðurgreidd með skattaafslætti í eitt ár enn
Fréttir

Hjól verði nið­ur­greidd með skatta­afslætti í eitt ár enn

Fjár­laga­nefnd hef­ur ákveð­ið að leggja til að af­slátt­ur af virð­is­auka­skatti fyr­ir hjól verði áfram í gildi út næsta ár, en áð­ur stóð til að hætta öll­um nið­ur­greiðsl­um annarra öku­tækja en hrein­orku­bíla. Fjár­laga­nefnd seg­ir að um sé að ræða um­hverf­i­s­væn far­ar­tæki sem séu til þess fall­in að draga úr bílaum­ferð og fjölga í hópi þeirra sem ferð­ast með vist­væn­um hætti.
Skatturinn byrjaður að taka skilagjaldsskussa „í nefið“
Fréttir

Skatt­ur­inn byrj­að­ur að taka skila­gjalds­skussa „í nef­ið“

Minni að­il­ar á drykkjar­vörumark­aði söfn­uðu upp tug­millj­óna skuld­um við rík­is­sjóð vegna ógreidds skila­gjalds. Skatt­ur­inn er ný­lega bú­inn að stór­bæta inn­heimtu sína í þess­um mál­um. „Eins og stað­an er núna er ver­ið að taka þá alla í nef­ið,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri End­ur­vinnsl­unn­ar. Hann vill ekki segja frá því hvaða fyr­ir­tæki er um að ræða.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
Neytendur

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Fé eyrnamerkt stígum ratar ekki til framkvæmda
Fréttir

Fé eyrna­merkt stíg­um rat­ar ekki til fram­kvæmda

Sam­kvæmt svari Kópa­vogs­bæj­ar við fyr­ir­spurn full­trúa Pírata í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd bæj­ar­ins hef­ur fé sem áætl­að hef­ur ver­ið í stíga­fram­kvæmd­ir ekki rat­að í fram­kvæmd­ir nema að hluta. Í fyrra fóru ein­ung­is 10,6 millj­ón­ir í stíga­fram­kvæmd­ir, af þeim 40 millj­ón­um sem heim­ild var fyr­ir í áætl­un­um bæj­ar­ins.

Mest lesið undanfarið ár