Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heimildin fékk tvo almannatengla með bakgrunn í stjórnmálastarfi hvor sínum megin við miðjuna til þess að leggja mat á stöðu Sjálfstæðisflokksins í ljósi afleitra fylgismælinga og sóknar Miðflokksins.

Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta, kveðst telja að flokkurinn sé líklega að taka ranga hægri beygju. „Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að elta Miðflokkinn og reyna að yfirtrompa hann í útlendingamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Andrés og bendir á að þegar flokkar reyni að verða sá flokkur sem sé að taka af þeim mest fylgi þá stundina leiði það einmitt til þess að flokkurinn tapi enn meira fylgi.

Andrés Jónsson

„Gott dæmi er Samfylkingin fyrir nokkrum árum sem reyndi að yfirtrompa þá flokka sem voru að stela af henni fylgi. Það er líka hægt að benda á sænska Sjálfstæðisflokkinn, Moderatarna, sem fór að elta Svíþjóðardemókratana og tala um sömu mál og þeir. Það leiddi til enn meira …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Er það ekki pólitískt gullfiskaminni sem ætti að vekja mestan hroll þegar nýjustu kannanir eru rýndar ? Tveir flokkar sem lúta forystu loddara og gjaldþrotasmiða fyrirhrunsáranna njóta fylgis nærri þriðjungs kjósenda ! 🤨
    0
  • Martin Swift skrifaði
    Það er verulega áhugavert að hvergi er Viðreisn nefnd í þessu samhengi. Eiginlega stórmerkilegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu