Hjól verði niðurgreidd með skattaafslætti í eitt ár enn
Fréttir

Hjól verði nið­ur­greidd með skatta­afslætti í eitt ár enn

Fjár­laga­nefnd hef­ur ákveð­ið að leggja til að af­slátt­ur af virð­is­auka­skatti fyr­ir hjól verði áfram í gildi út næsta ár, en áð­ur stóð til að hætta öll­um nið­ur­greiðsl­um annarra öku­tækja en hrein­orku­bíla. Fjár­laga­nefnd seg­ir að um sé að ræða um­hverf­i­s­væn far­ar­tæki sem séu til þess fall­in að draga úr bílaum­ferð og fjölga í hópi þeirra sem ferð­ast með vist­væn­um hætti.
Skatturinn byrjaður að taka skilagjaldsskussa „í nefið“
Fréttir

Skatt­ur­inn byrj­að­ur að taka skila­gjalds­skussa „í nef­ið“

Minni að­il­ar á drykkjar­vörumark­aði söfn­uðu upp tug­millj­óna skuld­um við rík­is­sjóð vegna ógreidds skila­gjalds. Skatt­ur­inn er ný­lega bú­inn að stór­bæta inn­heimtu sína í þess­um mál­um. „Eins og stað­an er núna er ver­ið að taka þá alla í nef­ið,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri End­ur­vinnsl­unn­ar. Hann vill ekki segja frá því hvaða fyr­ir­tæki er um að ræða.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
Neytendur

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Fé eyrnamerkt stígum ratar ekki til framkvæmda
Fréttir

Fé eyrna­merkt stíg­um rat­ar ekki til fram­kvæmda

Sam­kvæmt svari Kópa­vogs­bæj­ar við fyr­ir­spurn full­trúa Pírata í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd bæj­ar­ins hef­ur fé sem áætl­að hef­ur ver­ið í stíga­fram­kvæmd­ir ekki rat­að í fram­kvæmd­ir nema að hluta. Í fyrra fóru ein­ung­is 10,6 millj­ón­ir í stíga­fram­kvæmd­ir, af þeim 40 millj­ón­um sem heim­ild var fyr­ir í áætl­un­um bæj­ar­ins.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
„Þung skref“: Árborg hækkar útsvarið upp í 16,21 prósent
Fréttir

„Þung skref“: Ár­borg hækk­ar út­svar­ið upp í 16,21 pró­sent

Bæj­ar­stjórn­in í Ár­borg sam­þykkti í gær að leggja 10 pró­sent álag of­an á út­svar íbúa sveit­ar­fé­lags­ins á næsta ári, í kjöl­far þess að heim­ild fékkst til þess frá inn­viða­ráðu­neyt­inu. Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga tel­ur að minna megi það vart vera. Sveit­ar­fé­lög í fjár­krögg­um mega setja allt að 25 pró­sent álag á út­svör íbúa.
Eðlismunur á atburðum í Grindavík og fyrra skjálftatjóni
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Eðl­is­mun­ur á at­burð­um í Grinda­vík og fyrra skjálfta­tjóni

Að hús séu byggð á sprung­um hér­lend­is er ekk­ert eins­dæmi, seg­ir pró­fess­or í bygg­ing­ar­verk­fræði, og bend­ir á að í gólf­inu á bóka­safn­inu í Hvera­gerði sé hægt að virða fyr­ir sér sprungu sem ligg­ur þvert í gegn­um hús­ið. Það er hins veg­ar eins­dæmi að sprunga opn­ist und­ir mörg­um hús­um, eins og gerst hef­ur í Grinda­vík. Bruna­bóta­mat eigna í Grinda­vík er hærra en fast­eigna­mat.
Gunnar Bragi snýr aftur í þingið
Fréttir

Gunn­ar Bragi snýr aft­ur í þing­ið

Gunn­ar Bragi Sveins­son fyrr­ver­andi ráð­herra er kom­inn til tíma­bund­inna verk­efna fyr­ir þing­flokk Mið­flokks­ins og skráð­ur sem starfs­mað­ur þing­flokks á vef Al­þing­is. Sjálf­ur seg­ist hann vera í öðr­um ráð­gjafa­störf­um sam­hliða verk­efn­um sín­um fyr­ir þing­flokk­inn. Störf­um hans fyr­ir stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna um eyði­merk­ur­samn­ing­inn í Bonn lauk fyrr á þessu ári.
Landsréttur geti lokið um 20 fleiri málum á ári vegna auka dómara
Fréttir

Lands­rétt­ur geti lok­ið um 20 fleiri mál­um á ári vegna auka dóm­ara

Lög­um var breytt í vor og dómur­um við Lands­rétt fjölg­að um einn. Skrif­stofu­stjóri rétt­ar­ins, Gunn­ar Við­ar, seg­ir að með til­komu auka dóm­ara eigi að vera hægt að ljúka um 20 fleiri mál­um með dómi eða úr­skurði á ári hverju, með nokk­urri ein­föld­un. Lög­menn og ákær­end­ur hafa tal­ið máls­með­ferð­ar­tím­ann við dóm­stól­inn of lang­an.
Heppilegra ef það væri golfvöllur en ekki byggð í sigdældinni
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Heppi­legra ef það væri golf­völl­ur en ekki byggð í sig­dæld­inni

„Ég hefði vilj­að sjá að það væri golf­völl­ur þarna en ekki byggð,“ seg­ir jarð­fræð­ing­ur um svæð­ið í Grinda­vík sem nú hef­ur sig­ið um rúm­an metra. Þóra Björg Andrés­dótt­ir seg­ir að stund­um sé eins og þekkt­ar sprung­ur hrein­lega gleym­ist þeg­ar svæð­um hef­ur ver­ið rask­að af hendi manna. Áhætta vegna jarð­hrær­inga rati því ekki inn í skipu­lags­áætlan­ir.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu