Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.
Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks
Fréttir

Kjós­end­ur Mið­flokks mun íhalds­sam­ari en Sjálf­stæð­is­flokks

Stjórn­mála­fræð­ing­ar við Há­skóla Ís­lands gapa ekki yf­ir því sem virð­ist raun­in, að Mið­flokk­ur­inn sæki nú til íhalds­sam­ari kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sópi til sín fylgi úr þeirra röð­um. Í vænt­an­legri bók sem bygg­ir á gögn­um Ís­lensku kosn­ing­a­rann­sókn­ar­inn­ar frá 2021 kem­ur fram að kjós­end­ur flokk­anna tveggja eru mjög sam­stiga á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás, en kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru íhalds­sam­ari er kem­ur að sam­fé­lags- og al­þjóða­mál­um.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.
Hugmyndir að mögulegum aðgerðum fyrirferðarmiklar
FréttirLoftslagsvá

Hug­mynd­ir að mögu­leg­um að­gerð­um fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar

Alls eru 150 að­gerð­ir í upp­færðri að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um. Lít­ill hluti þeirra eru bein­ar lofts­lags­að­gerð­ir sem bú­ið er að meta með til­liti til sam­drátt­ar fyr­ir ár­ið 2030, en alls eru 66 á hug­mynda­stigi. Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir svo­kall­að sjálf­stætt markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­drátt í los­un mark­laust bull og að at­vinnu­líf­ið hafi gef­ið lofts­lags­ráð­herr­an­um Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni langt nef með við­brögð­um sín­um við áætl­un­inni í sum­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.
Rit sem sagnfræðingur vann um leiðréttinguna aldrei gert aðgengilegt
Fréttir

Rit sem sagn­fræð­ing­ur vann um leið­rétt­ing­una aldrei gert að­gengi­legt

Sagn­fræð­ing­ur­inn Frið­rik G. Ol­geirs­son var ráð­inn af embætti rík­is­skatt­stjóra til að taka sam­an rit um leið­rétt­ing­una, sem gef­ið var út 2015 og dreift inn­an stjórn­kerf­is­ins. Þetta rit hef­ur aldrei ver­ið birt op­in­ber­lega þrátt fyr­ir að fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, Skúli Eggert Þórð­ar­son, segi efni þess ekk­ert leynd­ar­mál. Ein­tök­um var ekki skil­að inn til Lands­bóka­safns eins og lög um skyldu­skil gera ráð fyr­ir. Frið­rik hef­ur aldrei átt­að sig á því af hverju svo virð­ist sem þessu riti hafi ver­ið stung­ið und­ir stól.
Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið
Fréttir

Fer­il­skrá starf­andi fiski­stofu­stjóra aug­lýst á sama tíma og starf­ið

Starf fiski­stofu­stjóra hef­ur ver­ið laust til um­sókn­ar í mán­uð­in­um. El­ín Björg Ragn­ars­dótt­ir, starf­andi fiski­stofu­stjóri og lík­leg­ur um­sækj­andi um starf­ið, seg­ir við Heim­ild­ina að henni þyki ein­kenni­legt að það sé gert tor­tryggi­legt að í síð­ustu viku hafi birst kost­uð um­fjöll­un frá Fiski­stofu, með hana og henn­ar fer­il­skrá í for­grunni, í sér­blaði Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu sem fylgdi Morg­un­blað­inu.
Formaður Afstöðu heimsækir Smiðju:„Ég myndi alveg afplána hér stoltur, í tíu ár“
Fréttir

Formað­ur Af­stöðu heim­sæk­ir Smiðju:„Ég myndi al­veg afplána hér stolt­ur, í tíu ár“

Í kjöl­far þess að þing­mað­ur líkti skrif­stofu sinni í glæ­nýju hús­næði Al­þing­is við Litla-Hraun ákvað Heim­ild­in að skoða ný­bygg­ing­una Smiðju ásamt Guð­mundi Inga Þórodds­syni, for­manni fé­lags fanga. Hann var stór­hrif­inn af bygg­ing­unni og sagði hana ekk­ert minna á Litla-Hraun eða önn­ur fang­elsi hér­lend­is.
Formaður Afstöðu heimsækir Smiðju: „Ég myndi alveg afplána hér stoltur, í tíu ár“
Myndband

Formað­ur Af­stöðu heim­sæk­ir Smiðju: „Ég myndi al­veg afplána hér stolt­ur, í tíu ár“

Í kjöl­far þess að þing­mað­ur líkti skrif­stofu sinni í glæ­nýju hús­næði Al­þing­is við Litla-Hraun ákvað Heim­ild­in að skoða ný­bygg­ing­una Smiðju ásamt Guð­mundi Inga Þórodds­syni, for­manni fé­lags fanga. Hann var stór­hrif­inn af bygg­ing­unni og sagði hana ekk­ert minna á Litla-Hraun eða önn­ur fang­elsi hér­lend­is.

Mest lesið undanfarið ár