Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert

Óhætt er að segja að næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, 20. nóvember, verði pólitískt hlaðin, enda þá einungis tíu dagar til kosninga. Fátt snertir fjárhagslega heilsu venjulegs fólks á Íslandi í dag meira en vaxtastigið og staða fólks á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkunarferlið hófst í síðustu ákvörðun en stórar spurningar eru uppi um hvort það muni halda áfram nú.

Miklar verðhækkanir, há leiga og háir vextir hafa sett svip sinn á fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Húsnæðismálin verða að líkindum í brennidepli í þeirri kosningabaráttu sem farin er í hönd, en framboð húsnæðis hefur alls ekki mætt eftirspurn á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur sjaldan verið jafnmikið byggt af nýjum íbúðum.

Aðgerðir Seðlabankans, með hækkun vaxtastigs í landinu upp í tæp 10 prósent og hertum skilyrðum um tekjur lántaka, virðast hins vegar byrjaðar að kæla húsnæðismarkaðinn. Meðalsölutími nýrra íbúða fer vaxandi og nýjar íbúðir, sérstaklega þær sem eru í dýrari kantinum, seljast nú talsvert …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    að draga úr umsóknum um hlutdeildarlán samrýmist það heilbrigðri stjórnsýslu? Má hið opinbera mismuna fólki svona? Mér finnst þetta fáránlegt, annað hvort á að jafn upphæðinni út eða leggja meira fé í þetta (og skattleggja auðlindir okkar)
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Um hvað er kosið?

Byggjum við af gæðum?
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.
Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár