Karen Kjartansdóttir segir frá því af hverju maðurinn hennar elskar Ingu Sæland
Pod blessi Ísland#3

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir seg­ir frá því af hverju mað­ur­inn henn­ar elsk­ar Ingu Sæ­land

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir al­manna­teng­ill og fyrr­ver­andi fjöl­miðla­kona er fyrsti gest­ur hlað­varps­ins Pod blessi Ís­land. Hún ræddi við Að­al­stein og Arn­ar Þór um fyrstu vik­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar, hápunkt­ana úr kapp­ræð­um síð­asta föstu­dags og hvað Sig­urð­ur Ingi er góð­ur mað­ur (fyr­ir­vari: hún er að­eins að vinna fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn þessa dag­ana). Einnig ræð­um við um hvernig Sam­fylk­ing­unni hef­ur tek­ist að hætta að tala um Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hvort Pírat­ar séu orðn­ir jafn þreytt­ir á túrist­um og íbú­ar í smá­bæ í Svart­fjalla­landi. Þema­lag þátt­ar­ins er Græt­ur í hljóði eft­ir Prins Póló.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.
Kappræðugreining: Innblásinn Sigurður Ingi, Kristrúnarplanið á xS.is og tilhugalíf Sigmundar og Bjarna
Pod blessi Ísland#2

Kapp­ræðu­grein­ing: Inn­blás­inn Sig­urð­ur Ingi, Kristrúnarplan­ið á xS.is og til­huga­líf Sig­mund­ar og Bjarna

Gleði­leg­an kosn­inga­mán­uð. Í öðr­um þætti Pod blessi Ís­land fara Að­al­steinn og Arn­ar Þór yf­ir kapp­ræð­ur gær­kvölds­ins. Þátt­ar­stjórn­end­urn­ir sjálf­ir íhuga fram­boð eins lista í NV-kjör­dæmi í næstu kosn­ing­um til að fá vett­vang til að viðra skoð­an­ir sín­ar í kapp­ræð­um rík­is­mið­ils­ins. Far­ið yf­ir frammi­stöðu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar og allra hinna leið­tog­anna í ís­lenskri póli­tík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki. Þema­lag þátt­ar­ins er Græt­ur í Hljóði eft­ir Prins Póló.
Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast
GreiningAlþingiskosningar 2024

Yf­ir 40% stuðn­ings­manna Mið­flokks­ins kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn síð­ast

Könn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Maskína hef­ur op­in­ber­að nið­ur­stöð­ur sem gefa nýja inn­sýn í það hvernig kjör­fylg­ið frá 2021 dreif­ist á flokka nú. Fylg­ið sem skóp kosn­inga­sig­ur Fram­sókn­ar ár­ið 2021 virð­ist hafa tvístr­ast í all­ar átt­ir og helm­ing­ur kjós­enda Pírata hyggst nú kjósa Sam­fylk­ingu eða Við­reisn. Einn af hverj­um fjór­um kjós­end­um Sjálf­stæð­is­flokks ár­ið 2021 gef­ur sig upp á Mið­flokk­inn, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um Maskínu.
Byggjum við af gæðum?
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.
Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Gnarr jarðsetur Pírata, óvinsæl spurning til Selenskí, einkaskilaboð Kristrúnar og Klaustur-endurfundir
Pod blessi Ísland#1

Gn­arr jarð­set­ur Pírata, óvin­sæl spurn­ing til Selenskí, einka­skila­boð Kristrún­ar og Klaust­ur-end­ur­fund­ir

Í fyrsta þætti Pod blessi Ís­land, í um­sjá Að­al­steins Kjart­ans­son­ar og Arn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, blaða­manna Heim­ild­ar­inn­ar, er far­ið yf­ir nýj­ustu vend­ing­ar í stjórn­mál­um og rýnt í lík­leg­ar rík­is­stjórn­ir út frá nýrri þing­sæta­spá Heim­ild­ar­inn­ar og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Var það taktísk snilld hjá Við­reisn að setja Jón Gn­arr í 2. sæti? Munu Eg­ils­staða­bú­ar hætta við að kjósa Sam­fylk­ing­una af því að Dag­ur B. er á lista í Reykja­vík? Er Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son hægri­mað­ur? Við fá­um ferða­sögu Að­al­steins frá Þing­völl­um og frá­sögn af blaða­manna­fundi þar sem hann lagði óvænta spurn­ingu fyr­ir Volodimír Selenskí um áfram­hald­andi við­skipti Ís­lend­inga við Rússa eft­ir inn­rás Pútíns í Úkraínu. Í lok þátt­ar er svo far­ið stutt­lega yf­ir nýja bók Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sem fjalla um alla snill­ing­ana sem hann kynnt­ist í stjórn­mál­um. En svo dropp­ar hann líka nokkr­um sprengj­um. Þema­lag þátt­ar­ins er Græt­ur í Hljóði eft­ir Prins Póló
Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.
CCP sagðist endurskoða fjölda starfa á Íslandi vegna lagabreytinga
Stjórnmál

CCP sagð­ist end­ur­skoða fjölda starfa á Ís­landi vegna laga­breyt­inga

Í bandorms­frum­varpi sem kom­ið er fram á þingi eru lagð­ar til breyt­ing­ar sem snerta styrki til öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­anna í hug­verka­iðn­að­in­um hér­lend­is. CCP og fleiri fyr­ir­tæki risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar þeg­ar frum­varp­ið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á dög­un­um og fer frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar fjár­mála­ráð­herra ögn mild­ari hönd­um um stærstu fyr­ir­tæk­in í brans­an­um en frum­varps­drög­in gerðu.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Jón segist hafa verið forvitinn um hvort það væri hasar
Fréttir

Jón seg­ist hafa ver­ið for­vit­inn um hvort það væri has­ar

Jón Gunn­ars­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir að hann taki und­ir það að sím­tal Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra til rík­is­lög­reglu­stjóra hafi ver­ið óeðli­legt. Hann sjálf­ur hafi hins veg­ar ein­ung­is ver­ið að leita upp­lýs­inga hjá rík­is­lög­reglu­stjóra og kanna hvort það væri ein­hver has­ar í gangi.
Áslaug kveðst hafa hringt til að fá upplýsingar
Stjórnmál

Áslaug kveðst hafa hringt til að fá upp­lýs­ing­ar

Ann­ar af tveim­ur fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra að morgni dags 16. sept­em­ber sl. vegna brott­vís­un­ar­máls Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu seg­ist ekki hafa lýst neinni skoð­un né haft af­skipti af mál­inu, í skila­boð­um og síð­ar sím­tali til rík­is­lög­reglu­stjór­ans. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir seg­ist ein­ung­is hafa ver­ið að afla sér upp­lýs­inga um raun­veru­lega stöðu mála.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið undanfarið ár