Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi
Neytendur

Eldri borg­ar­ar skíða ein­ung­is frítt á Aust­ur­landi

Í vet­ur þurfa eldri borg­ar­ar að greiða fyr­ir að­gang að skíða­svæð­inu í Bláfjöll­um, öf­ugt við það sem ver­ið hef­ur. Gjald­ið þyk­ir sum­um frem­ur hátt fyr­ir líf­eyr­is­þega, en þeir þurfa þó að borga enn meira bæði á Ak­ur­eyri og á Siglu­firði. Einu skíða­svæð­in á land­inu sem leyfa öldr­uð­um að renna sér frítt eru skíða­svæð­in tvö á Aust­ur­landi, Odds­skarð og Stafdal­ur.
Ljúft að losna við umferðarpirringinn
Úttekt

Ljúft að losna við um­ferðarp­irr­ing­inn

„Ég held að all­ir sem hafi stund­að þetta skilji þetta,“ seg­ir einn við­mæl­andi Heim­ild­ar­inn­ar sem finn­ur á eig­in skinni hvað það ger­ir henni gott að hjóla til og frá vinnu, í stað þess að fara á bíln­um. Rann­sókn­ir benda til þess að það geti ver­ið betra fyr­ir and­lega líð­an fólks að hjóla í vinn­una og ýms­ir sem hjóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu virð­ast upp­lifa að svo sé. Þó að veðr­ið sé stund­um skítt er flest betra en að sitja fast­ur í um­ferð.
Sveitarfélög gætu þurft að „skattpína“ borgarana til að mæta lagabreytingum
Fréttir

Sveit­ar­fé­lög gætu þurft að „skatt­pína“ borg­ar­ana til að mæta laga­breyt­ing­um

Sér­fræð­ing­ur í fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga seg­ir í minn­is­blaði til Al­þing­is að til­efni sé til að skoða nán­ar áform um af­nám fast­eigna­skatt­s­jöfn­un­ar, sem stefnt er að í breyt­ing­um á lög­um um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. Eins og frum­varp um mál­ið líti út gætu ein­staka sveit­ar­fé­lög þurft að beita íbúa sína „skatt­pín­ingu“ í formi fast­eigna­skatta langt um­fram það sem þekk­ist al­mennt hér á landi.
Heidelberghöfn á teikniborðinu vestan við Þorlákshöfn
ÚttektJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg­höfn á teikni­borð­inu vest­an við Þor­láks­höfn

Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hef­ur lýst yf­ir áhuga á því að ný höfn, sem byggja þarf svo möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg geti ris­ið vest­an við Þor­láks­höfn, verði fjár­mögn­uð með svip­uðu fyr­ir­komu­lagi og Hval­fjarð­ar­göng, þannig að sveit­ar­fé­lag­ið eign­ist höfn­ina á end­an­um án þess að leggja fram krónu til upp­bygg­ing­ar. Bæj­ar­stjór­inn Elliði Vign­is­son seg­ist vita til þess að rætt hafi ver­ið við líf­eyr­is­sjóði um að­komu að verk­efn­inu og Þor­steinn Víg­lunds­son, tals­mað­ur Heidel­berg og for­stjóri Horn­steins, seg­ir nálg­un sveit­ar­fé­lags­ins eina af þeim sem séu til skoð­un­ar.
Akkerisbúnaður skipsins hafi verið „í fullkomnu lagi“
Fréttir

Akk­er­is­bún­að­ur skips­ins hafi ver­ið „í full­komnu lagi“

Fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um svar­ar gagn­rýni fé­lags skip­stjórn­ar­manna í Eyj­um, sem lýsti yf­ir van­þókn­un á hend­ur hon­um og hluta stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins skömmu fyr­ir jól. Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son seg­ist standa við það mat sitt að frænd­urn­ir sem stýrðu Hug­inn VE hafi ekki rækt skyld­ur sín­ar. Því hafi ekki ver­ið verj­andi ann­að en að gera við þá starfs­loka­samn­inga.
Jólahefðir aðila vinnumarkaðarins: Hryllingsmyndir, hreindýr og hrikalega flókin grænmetisbaka
Samantekt

Jóla­hefð­ir að­ila vinnu­mark­að­ar­ins: Hryll­ings­mynd­ir, hrein­dýr og hrika­lega flók­in græn­met­is­baka

Á nýju ári munu að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins þurfa að koma sér sam­an um hvernig skuli skipta kök­unni á milli at­vinnu­rek­enda og launa­fólks. En fyrst þarf að halda jól­in, með öllu sem því til­heyr­ir, hefð­um og venj­um sem hafa lif­að með fjöl­skyld­um fólks í ára­tugi. Eða ein­hverj­um glæ­nýj­um sið­um. Heim­ild­in ræddi um jóla­hefð­ir við nokkra ein­stak­linga úr hreyf­ingu launa­fólks og röð­um sam­taka at­vinnu­rek­enda.
Neytendur gætu greitt með nýjum hætti innan árs
Viðtal

Neyt­end­ur gætu greitt með nýj­um hætti inn­an árs

Ár­um sam­an hef­ur Seðla­bank­inn tal­að fyr­ir því að óháð inn­lend smá­greiðslu­lausn verði tek­in í notk­un. Bank­inn vill að al­menn­ing­ur geti greitt fyr­ir vör­ur og þjón­ustu með öðr­um hætti en með greiðslu­kort­um eða reiðu­fé. Af hverju? Hvernig stend­ur sú vinna og hvernig kem­ur þessi nýja lausn til með að hafa áhrif á neyt­end­ur? Gunn­ar Jak­obs­son vara­seðla­banka­stjóri gerði sitt besta til að út­skýra þetta á manna­máli fyr­ir les­end­um Heim­ild­ar­inn­ar.
Fyrst til að bjóða Betri samgöngum í kaffi
ViðtalBorgarlína

Fyrst til að bjóða Betri sam­göng­um í kaffi

Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar seg­ir það vera gamla klisju að tala um að Vega­gerð­in sé gam­aldags stofn­un. Öll­um lyk­il­stjórn­end­um hafi ver­ið skipt út frá ár­inu 2018 og mik­il end­ur­nýj­un hafi orð­ið í starfs­manna­hópn­um. Hún og Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir sam­göngu­verk­fræð­ing­ur sett­ust nið­ur með blaða­manni og ræddu um verk­efni sam­göngusátt­mál­ans. Berg­þóra hafn­ar því að yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar hafi ver­ið ósátt með stofn­un fé­lags­ins Betri sam­gangna.
Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal
ÚttektBorgarlína

Gam­aldags Vega­gerð sem vill vera að­al

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.
Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ
Fréttir

Get­um þakk­að fyr­ir að mökk­inn leggi ekki yf­ir Reykja­nes­bæ

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur vek­ur at­hygli á því að þakka megi fyr­ir hvernig vind­ar blása á suð­vest­ur­horn­inu í kvöld, nú þeg­ar jörð­in hef­ur opn­ast með nokkr­um krafti norð­an Grinda­vík­ur. Næsta þétt­býli á leið gosguf­anna er Þor­láks­höfn og gæti gasi sleg­ið þar nið­ur, en á morg­un mun mökk­inn blása á haf út.
Hvenær geta börnin gengið örugg um Grindavík?
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Hvenær geta börn­in geng­ið ör­ugg um Grinda­vík?

Íbú­ar í Grinda­vík eru var­að­ir við því að ganga ann­ars stað­ar en á göt­um og gang­stétt­um, þar sem hol­ur geti opn­ast án fyr­ir­vara. Unn­ið er að því að fylla upp í sprung­ur og bæj­ar­starfs­menn ætla að vera bún­ir að tryggja ör­yggi fólks, áð­ur en kall­ið um að snúa heim kem­ur. Íbúi í bæn­um tel­ur ekki ör­uggt að halda heim skömmu eft­ir ára­mót, eins og marga Grind­vík­inga ef­laust lang­ar.

Mest lesið undanfarið ár