Láta rykið setjast og sjá til
VettvangurLokun Hólmadrangs

Láta ryk­ið setj­ast og sjá til

„Þetta er ekki al­veg eins og var fyr­ir 30–40 ár­um, þeg­ar einu frysti­húsi var lok­að. Það eru miklu meiri tæki­færi núna,“ seg­ir Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir, sem starf­að hafði í 22 ár í rækju­vinnslu Hólma­drangs. Sam­býl­is­mað­ur henn­ar Hjört­ur Núma­son hafði starf­að hjá fyr­ir­tæk­inu og for­ver­um þess nán­ast frá því hann fermd­ist fyr­ir hálfri öld.
„Rækjan er bara fullreynd“
VettvangurLokun Hólmadrangs

„Rækj­an er bara full­reynd“

Það var ekki leng­ur rétt­læt­an­legt að kaupa rækju úr Bar­ents­hafi eða frá Kan­ada til þess að vinna hana á Hólma­vík, þar sem óseld rækja hef­ur nán­ast ver­ið að flæða út úr frystigeymsl­um Hólma­drangs. Stjórn­ar­formað­ur og rekstr­ar­stjóri vinnsl­unn­ar ræddu rækju­mark­að­inn, með­al ann­ars vax­andi sam­keppni við ris­arækju sem al­in er „í drullupoll­um í As­íu“.
Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum
Allt af létta

Vill að unga fólk­ið taki við kefl­inu í ham­fara­f­rétt­un­um

Frétt­ir af eld­gos­inu sem hófst á mánu­dag hafa ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar í vik­unni. Fyr­ir Stöð 2 stend­ur frétta­mað­ur­inn Kristján Már Unn­ars­son ham­fara­vakt­ina og birt­ist áhorf­end­um, oft­ar en ekki íklædd­ur gulu vesti á vett­vangi, með nýj­ustu tíð­indi af hraun­flæði og gasmeng­un. Hann sagði Heim­ild­inni allt af létta um starf frétta­manns í eld­gosa­tíð.
Borgin standi í vegi fyrir „stórfjölskylduhúsi“ sem þjóni þörfum samfélagsins
Fréttir

Borg­in standi í vegi fyr­ir „stór­fjöl­skyldu­húsi“ sem þjóni þörf­um sam­fé­lags­ins

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík­ur­borg fékk ný­lega inn á sitt borð hug­mynd að húsi á óbyggðri lóð í Blesu­gróf, sem var með átta svefn­her­bergj­um. Hvert og eitt her­bergi var með sal­ern­is­að­stöðu, sturtu og eld­hús­krók. Eig­andi lóð­ar­inn­ar og arki­tekt hafna því að hug­mynd­in hafi ver­ið að byggja marg­ar litl­ar út­leigu­ein­ing­ar og telja emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar standa í vegi fyr­ir arki­tekt­úr sem þjóni þörf­um sam­fé­lags­ins.
Hjálpar samlöndum að komast inn í samfélagið á Austurlandi
Viðtal

Hjálp­ar sam­lönd­um að kom­ast inn í sam­fé­lag­ið á Aust­ur­landi

Iryna Boi­ko flutti til Ís­lands fyr­ir um tólf ár­um síð­an frá Úkraínu og starfar sem nagla­fræð­ing­ur á Eg­ils­stöð­um. Hún hef­ur aldrei sótt ís­lensku­nám­skeið en stýr­ir nú slík­um sjálf, fyr­ir samlanda sína sem hafa flú­ið stríð­ið í Úkraínu til Aust­ur­lands, að­al­lega karl­menn sem dvelja í gömlu heima­vist­ar­húsi á Eið­um. Heim­ild­in ræddi við Irynu á Eg­ils­stöð­um og kíkti í heim­sókn til Eiða.
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks gerir ráð fyrir klofningi flokksins
Fréttir

Vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks ger­ir ráð fyr­ir klofn­ingi flokks­ins

Vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir „óhjá­kvæmi­legt“ að nýr stjórn­mála­flokk­ur til hægri við flokk­inn verði til, ef þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins haldi áfram stuðn­ingi við frum­varp vara­for­manns flokks­ins um bók­un 35 og standi ekki vörð um grunn­stefnu sína. Arn­ar Þór Jóns­son seg­ir skýr skila­boð um þetta hafa kom­ið fram á fundi Fé­lags sjálf­stæð­is­manna um full­veld­is­mál sem fram fór í Val­höll í gær.
Áforma lög um smágreiðslulausn sem á að geta sparað samfélaginu milljarða
Fréttir

Áforma lög um smá­greiðslu­lausn sem á að geta spar­að sam­fé­lag­inu millj­arða

Þrátt fyr­ir að Seðla­bank­inn hafi unn­ið að því í sam­starfi við fjár­mála­fyr­ir­tæki síð­ustu miss­eri að koma á fót ra­f­rænni smá­greiðslu­lausn sem trygg­ir að við­skipti geti geng­ið fyr­ir sig inn­an­lands án þess að er­lend­ir inn­við­ir eða teng­ing­ar við út­lönd komi þar nærri, áforma stjórn­völd nú sér­staka laga­setn­ingu um mál­ið, til að veita Seðla­bank­an­um m.a. heim­ild til að tryggja þátt­töku fjár­mála­fyr­ir­tækja í smá­greiðslu­lausn sem kom­ið yrði á lagg­irn­ar.
Ríkisendurskoðun telur Bankasýsluna ekki hafa dregið neinn lærdóm af skýrslu sinni
FréttirSalan á Íslandsbanka

Rík­is­end­ur­skoð­un tel­ur Banka­sýsl­una ekki hafa dreg­ið neinn lær­dóm af skýrslu sinni

Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur boð­að að unn­ið sé að eft­ir­fylgni vegna stjórn­sýslu­út­tekt­ar sem stofn­un­in fram­kvæmdi á sölu á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir við Heim­ild­ina að ekki sé hægt að sjá að for­svars­menn Banka­sýsl­unn­ar hafi dreg­ið nokk­urn lær­dóm af skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.
Skatttekjur metnar 69 milljörðum lægri í fyrra vegna breytinga í tíð núverandi stjórnar
Skýring

Skatt­tekj­ur metn­ar 69 millj­örð­um lægri í fyrra vegna breyt­inga í tíð nú­ver­andi stjórn­ar

Í svari sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur sett fram á vef Al­þing­is er rak­ið hvaða skatt­kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ráð­ist í og hvernig þær hafa haft áhrif á tekju­öfl­un rík­is­sjóðs. Tekju­skatts­lækk­un­in sem sam­þykkt var 2019 er helsti lið­ur­inn í þeim breyt­ing­um sem nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur inn­leitt, en heild­aráhrif­in voru met­in á 69,4 millj­arða til lækk­un­ar á tekj­um rík­is­sjóðs á síð­asta ári.
Óttast umferðaröngþveiti við fyrirhugaðan leikskóla í Fossvogsdal
Fréttir

Ótt­ast um­ferðaröng­þveiti við fyr­ir­hug­að­an leik­skóla í Foss­vogs­dal

Íbú­ar í Foss­vogs­dal fagna sum­ir nýj­um leik­skóla sem fyr­ir­hug­að­ur er neðst í daln­um, en hafa áhyggj­ur af um­ferð sem fylgja mun starf­sem­inni. Embætti skipu­lags­full­trúa tel­ur að hætta á um­ferðaröng­þveiti ætti að vera í lág­marki. Deili­skipu­lagstil­laga fyr­ir leik­skóla­lóð­ina hef­ur ver­ið sam­þykkt til aug­lýs­ing­ar.
Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins
FréttirSalan á Íslandsbanka

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið áfram að at­huga aðra anga út­boðs­ins

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók ákvörð­un um að for­gangsr­aða at­hug­un sinni á að­komu Ís­lands­banka að hluta­bréfa­út­boð­inu í bank­an­um sjálf­um í fyrra, sem nú er lok­ið með sátt. Hins veg­ar er þátt­ur annarra fyr­ir­tækja sem komu að út­boð­inu enn til skoð­un­ar og reikna má með að nokk­uð sé í að nið­ur­staða fá­ist, mið­að við að Lands­bank­inn seg­ist enn hafa frest frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu til að skila þang­að gögn­um.

Mest lesið undanfarið ár