Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Bóluefni fyrir alla Íslendinga kostaði milljarð
Fréttir

Bólu­efni fyr­ir alla Ís­lend­inga kostaði millj­arð

Ból­efni fyr­ir alla ís­lensku þjóð­ina við Covid-19 virð­ist kosta rétt rúm­an millj­arð króna. Bú­ið er að kaupa bólu­efni fyr­ir 1,1 millj­arð þeg­ar 80 pró­sent íbúa hafa feng­ið fulla bólu­setn­ingu. Um tíu pró­sent eiga eft­ir að fá einn bólu­efna­skammt í við­bót og svo eiga stjórn­völd eft­ir að skila 40 þús­und skömmt­um til Sví­þjóð­ar og Nor­egs.
Hagsmunir fárra sterkra ráði of miklu
Viðtal

Hags­mun­ir fárra sterkra ráði of miklu

Á sama tíma og risa­vaxn­ar sekt­ir hafa ver­ið lagð­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki vegna sam­keppn­islaga­brota vilja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins rann­saka Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið og ráð­herra tak­marka heim­ild­ir þess. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, seg­ir hags­muni þeirra sem mest eiga ráða miklu á Ís­landi og að há­vær gagn­rýni end­ur­spegli það. Sam­keppn­is­regl­ur séu sér­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir lít­ið land eins og Ís­land, þvert á það sem op­in­ber um­ræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi ver­ið tal­að nið­ur af þeim sömu og semja regl­urn­ar sem eiga að gilda.
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.

Mest lesið undanfarið ár