Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Bandarísk stjórnvöld banna Esau og Shanghala að ferðast til landsins
FréttirSamherjaskjölin

Banda­rísk stjórn­völd banna Es­au og Shang­hala að ferð­ast til lands­ins

Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hef­ur bann­að Bern­h­ard Es­au, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, að ferð­ast til lands­ins. Ástæð­an er þátt­taka þeirra í spill­ingu. Þeir sitja í varð­haldi vegna við­skipta sinna við Sam­herja.
Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
FréttirSamherjaskjölin

Namib­íska lög­regl­an bað In­terpol að hafa uppi á ný­ráðn­um fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar

Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir kom að milli­færsl­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur inn á leyni­reikn­ing James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Fis­hcor, í Dúbaí. Til­kynnt var í dag um ráðn­ingu henn­ar í starf fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar, sem er að fullu í eigu ís­lenska rík­is­ins.
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
FréttirSamherjaskjölin

Töl­uðu sig sam­an um að taka yf­ir Drop­box Jó­hann­es­ar

„Það þarf að loka net­fang­inu hans og end­urstilla lyk­il­orð­ið á drop­box reikn­ingn­um til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, í skila­boð­um til Örnu McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings út­gerð­ar­inn­ar, og Að­al­steins Helga­son­ar lyk­il­starfs­manns. Jón Ótt­ar Ólafs­son rek­ur ná­kvæm­lega hvernig hann braust inn á Drop­box upp­ljóstr­ar­ans í Namib­íu­mál­inu í yf­ir­lýs­ingu sinni til dóm­stóla.
Samherjamenn lýsa sér sem verkfærum í höndum uppljóstrarans
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herja­menn lýsa sér sem verk­fær­um í hönd­um upp­ljóstr­ar­ans

„Það hefði ein­fald­lega ekki ver­ið næg­ur tími, tæki­færi né orka fyr­ir mig að vera á kafi í fjar­lægri, lít­illi og frek­ar ómerki­legri starf­semi hinu meg­in á hnett­in­um,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í yf­ir­lýs­ingu til namib­ískra dóm­stóla. Hann og aðr­ir lyk­il­starfs­menn út­gerð­ar­inn­ar vísa allri ábyrgð á Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóstr­ara - líka á greiðsl­um sem gerð­ar voru eft­ir að hann hætti störf­um.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.
Samherji segist hafa gengið of langt en sakar fjölmiðla um einhliða, ósanngjarnar og rangar fréttir
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

Sam­herji seg­ist hafa geng­ið of langt en sak­ar fjöl­miðla um ein­hliða, ósann­gjarn­ar og rang­ar frétt­ir

Í óund­ir­rit­aðri yf­ir­lýs­ingu sem birt var á vef Sam­herja í gær er beðist af­sök­un­ar of hörð­um við­brögð­um fyr­ir­tæk­is­ins við frétta­flutn­ingi, sem sagð­ur er ein­hliða, ósann­gjarn og ekki alltaf byggð­ur á stað­reynd­um. Vara­f­rétta­stjóri RÚV, Heið­ar Örn Sig­urfinns­son seg­ir af­sök­un­ar­beiðn­in hefði ver­ið betri, væri hún skýr­ari.
Starfsmenn Samherja tóku gögn úr skýi uppljóstrarans
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

Starfs­menn Sam­herja tóku gögn úr skýi upp­ljóstr­ar­ans

Starfs­menn Sam­herja fóru inn á per­sónu­leg­an Drop­box-reikn­ing upp­ljóstr­ar­ans í Sam­herja­mál­inu, tóku það­an gögn og sendu áfram. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt Örnu Bryn­dís­ar Bald­vins McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings Sam­herja. Hún til­heyrði „skæru­liða­deild“ út­gerð­ar­inn­ar, sem með­al ann­ars hafði það að mark­miði að hræða upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son frá því að bera vitni í Namib­íu.

Mest lesið undanfarið ár