Skreið alla leið til Nígeríu
Mynd dagsins

Skreið alla leið til Níg­er­íu

Út­flutn­ing­ur okk­ar til þessa fjöl­menn­asta ríki Afr­íku nam á síð­asta ári um 7 millj­örð­um króna. Mest var flutt út af þorsk­haus­um, en magn­ið af haus­um í fyrra var 11.208.598 í kíló­um tal­ið. En sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu í ár, eru 7 millj­arð­ar það sama og kost­ar ís­lenska rík­ið að mennta 3.900 mennta­skóla­nema á ári. Já og mynd­in, þorskauga á þorsk­haus í þurk­un.
Enn fullt af plasti þrátt fyrir fullyrðingar um hreinsun - Terra bregst við og fjarlægir moltuna
Fréttir

Enn fullt af plasti þrátt fyr­ir full­yrð­ing­ar um hreins­un - Terra bregst við og fjar­læg­ir molt­una

Enn er mik­ið plast að finna á svæði sem Terra dreifði plast­meng­aðri moltu á í Krýsu­vík þrátt fyr­ir að starfs­menn Terra hafi full­yrt að bú­ið sé að hreinsa það. Mik­ið af plasti fannst grunnt of­an í jörð­inni, í um­ræddri moltu. Terra ákvað í gær­kvöldi, eft­ir ábend­ing­ar Stund­ar­inn­ar, að hreinsa alla molt­una burt.
Útlendingastofnun kom í veg fyrir veitingu ríkisborgararéttar
Fréttir

Út­lend­inga­stofn­un kom í veg fyr­ir veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar

Út­lend­inga­stofn­un braut ár­um sam­an á er­lendri konu með því að stað­festa ekki að hún mætti dvelj­ast á Ís­landi án sér­staks dval­ar­leyf­is. Kon­an fékk af þeim sök­um ekki rík­is­borg­ara­rétt fyrr en rúm­um tveim­ur ár­um eft­ir að hún átti rétt þar á. Stofn­un­in sótti þá fjár­hags­upp­lýs­ing­ar maka kon­unn­ar úr kerf­um Rík­is­skatts­stjóra án þess að hann veitti heim­ild fyr­ir því eða væri upp­lýst­ur um það.
185. spurningaþraut: Pestó og postular, Guilietta Masina og Ardern
Spurningaþrautin

185. spurn­inga­þraut: Pestó og postul­ar, Guilietta Masina og Ardern

Hér er gær­dags­ins þraut. * Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni hér að of­an má sjá frægt augna­blik á ólymp­íu­leik­un­um í Mexí­kó 1968 þeg­ar banda­rísku íþrótta­menn­irn­ir Tommie Smith og John Car­los lyftu hnef­um við verð­launa­af­hend­ingu til stuðn­ings bar­áttu­hreyf­ingu svartra í Banda­ríkj­un­um. Þeir voru að taka við gull- og brons-verð­laun­um. En í hvaða ólymp­íu­grein höfðu þeir Smith og Car­los unn­ið til verð­launa sinna? *...
Leifur í morgunroða
Mynd dagsins

Leif­ur í morg­un­roða

Leif­ur í morg­un­roða, en það er göm­ul þjóð­trú að morg­un­roð­inn væti en kvöldröð­inn bæti, en þurrk­ur er tal­inn til bóta. En stytt­an af þess­um Dala­manni sem var fædd­ur um 980, var gef­in okk­ur af Banda­ríkja­mönn­um í til­efni Al­þing­is­há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 90 ár­um. Höf­und­ur stytt­un­ar er Al­ex­and­er Stir­ling Calder, sem vann sam­keppni um að end­ur­skapa Leif ár­ið 1929, til að gefa okk­ur ári síð­ar.
Lögreglan í Namibíu gefur ekki upp hvort til standi að yfirheyra stjórnendur Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Lög­regl­an í Namib­íu gef­ur ekki upp hvort til standi að yf­ir­heyra stjórn­end­ur Sam­herja

Rann­sókn­in á Sam­herja­mál­inu í Namib­íu er á loka­stigi og er lengra kom­in en rann­sókn­in á Ís­landi. Yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, Paul­us Noa, seg­ir að namib­íska lög­regl­an hafi feng­ið upp­lýs­ing­ar frá Ís­landi og kann að vera að átt sé við yf­ir­heyrsl­urn­ar yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja.
184. spurningaþraut: Kartöfluætur, spákona, hið ljósa man? og margt fleira
Spurningaþrautin

184. spurn­inga­þraut: Kart­öfluæt­ur, spá­kona, hið ljósa man? og margt fleira

Spurn­inga­þraut­in í gær? Hún er hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Þessi mynd hér að of­an var tek­in 1913. Bar­áttu­mað­ur gekk út á veð­hlaupa­braut til stuðn­ings mál­stað sín­um en varð fyr­ir hesti og dó sam­stund­is. Enn er ekki vit­að hvort bar­áttu­mað­ur­inn hafði hugs­að sér að fórna þannig líf­inu, eða hvort um fífldirfsku var að ræða. En hver var mál­stað­ur bar­áttu­manns­ins? * 1. ...
Aðeins 2 flug
Mynd dagsins

Að­eins 2 flug

Að­eins 2 flug fóru í dag frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Icelanda­ir flaug snemma í morg­un til Kaup­manna­hafn­ar, en seinna flug­ið var und­ir há­degi til Lund­úna, með Brit­ish Airways. Flug­ferð­um til og frá land­inu á eft­ir að fækka enn meir, því bæði ea­syJet og Brit­ish Airways hætta að fljúga hing­að nú um mán­aða­mót­in. Í síð­asta mán­uði flugu 28.317 um Kefla­vík, sam­an­bor­ið við 646.415 far­þega í sama mán­uði í fyrra.

Mest lesið undanfarið ár