„Matti“ sendur úr landi þó vegabréfið segi hann barn
Viðtal

„Matti“ send­ur úr landi þó vega­bréf­ið segi hann barn

Mahdi Rahimi var 13 ára þeg­ar hann lagði af stað frá Af­gan­ist­an eft­ir að fað­ir hans var myrt­ur. Fjór­um ár­um síð­ar var hann kom­inn til Ís­lands, al­einn. Hann lærði ís­lensku í Flens­borg og fór á fót­boltaæf­ing­ar hjá Hauk­um. Sam­kvæmt grísku vega­bréfi er hann enn barn. Út­lend­inga­stofn­un seg­ir hann full­orð­inn. Nú hef­ur hún vís­að hon­um úr landi.
Dreymir um að segja ósagðar sögur flóttafólks
Viðtal

Dreym­ir um að segja ósagð­ar sög­ur flótta­fólks

Sayed Khanog­hli hef­ur ver­ið á flótta meiri­hluta ævi sinn­ar. Hann yf­ir­gaf Af­gan­ist­an 14 ára og hélt út í óviss­una. Hann kom til Ís­lands fyr­ir fjór­um ár­um og út­skrif­að­ist í vor af kvik­mynda­gerð­ar­braut Borg­ar­holts­skóla, nokk­uð sem hann taldi ómögu­legt fyr­ir nokkr­um ár­um. Draum­ur­inn er að verða leik­stjóri og segja sög­una sem aldrei er sögð „af fólki sem eru flótta­menn, fólki sem er eins og ég, að byrja nýtt líf“.
Ungri konu vísað úr landi vegna niðurstöðu tanngreiningar: „Ég er engin, ég er ekki til“
Viðtal

Ungri konu vís­að úr landi vegna nið­ur­stöðu tann­grein­ing­ar: „Ég er eng­in, ég er ekki til“

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að ungri konu um dval­ar­leyfi og vernd eft­ir fimm ára dvöl á Ís­landi vegna nið­ur­stöðu tann­grein­ing­ar, þrátt fyr­ir að kon­an sýni fram á lög­mæt skil­ríki með réttu fæð­ing­ar­ári. Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir að um gróft mann­rétt­inda­brot sé að ræða. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sent henni brott­vís­un­ar­bréf án mögu­leika á frest­un réttaráhrifa.
Verð ég að hætta að labba?
Viðtal

Verð ég að hætta að labba?

Guð­björg Bjarna­dótt­ir hafði reykt í ára­tugi þeg­ar hún ákvað að venda sínu kvæði í kross og fór hún að fitna í kjöl­far­ið. Hún fór að ganga með göngu­hópi og smátt og smátt fékk hún meira þol og fór í lengri göng­ur. Hún greind­ist síð­ar með krabba­mein og seg­ir að það fyrsta sem hún hafi spurt lækn­inn um hafi ver­ið hvort hún þyrfti að hætta að ganga. Hún fór í létt­ari göng­ur með­an á með­ferð­inni stóð og byrj­aði svo aft­ur í göngu­hópn­um; byrj­aði smátt og er nú far­in að fara í lengri göng­ur þótt þol­ið sé ekki orð­ið eins og það var.
Hálftími á dag kemur kerfinu í lag
Viðtal

Hálf­tími á dag kem­ur kerf­inu í lag

Það er margsann­að að reglu­leg hreyf­ing get­ur bætt heils­una og jafn­vel fækk­að dauðs­föll­um. Þá er hreyf­ing gríð­ar­lega mik­il­væg fyr­ir heil­brigða öldrun og get­ur dreg­ið úr byrði lang­vinnra sjúk­dóma. Þeg­ar fólk hef­ur ekki stund­að dag­lega hreyf­ingu en ætl­ar að gera eitt­hvað í mál­un­um er æski­leg­ast að byrja ró­lega. Göngu­ferð­ir í fimm til 15 mín­út­ur eru ákjós­an­leg­ar þar til bú­ið er að ná nægi­lega miklu þoli til að ganga eða hreyfa sig stöð­ugt á ann­an hátt í um 30 mín­út­ur á dag fimm til sjö daga vik­unn­ar. Reglu­leg hreyf­ing hef­ur áhrif á flest kerfi lík­am­ans svo sem hjarta- og æða­kerf­ið, stoð­kerf­ið sem og ónæmis­kerf­ið. Þá mynd­ast gleði­horm­ón­ið endorfín við hreyf­ingu sem get­ur haft góð áhrif á and­lega líð­an.
Fámenn þjóð með stóra rithöfunda – „Góð saga getur alltaf ratað rétta leið“
Viðtal

Fá­menn þjóð með stóra rit­höf­unda – „Góð saga get­ur alltaf rat­að rétta leið“

Marg­ir ís­lensk­ir rit­höf­und­ar hafa hasl­að sér völl er­lend­is með góð­um ár­angri. Ís­lensk­ar bæk­ur hafa ver­ið þýdd­ar yf­ir á fjöl­mörg tungu­mál í gegn­um ár­in og selst í millj­óna vís. En slík út­rás ger­ist ekki af sjálfu sér og ligg­ur gríð­ar­leg vinna þar að baki – frá því bók er skrif­uð þang­að til hún er gef­in út á öðru tungu­máli í öðru landi.
Svandís Svavarsdóttir: Lét Katrínu og utanríkisráðuneytið vita í gær
ViðtalHvalveiðar

Svandís Svavars­dótt­ir: Lét Katrínu og ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið vita í gær

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að skipt­ar skoð­an­ir hafi ver­ið í rík­is­stjórn um þá ákvörð­un henn­ar að fresta hval­veiði­ver­tíð­inni til 31. ág­úst. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir hún ekki óeðli­legt að leyf­is­haf­inn Hval­ur hf. geri ágrein­ing við ákvörð­un­ina, en tel­ur með­al­hófs gætt af hálfu ráðu­neyt­is­ins.
Fjármögnuðu myndband í Rúmfatalagernum – og sýna nú á Berlin Music Video Awards
Viðtal

Fjár­mögn­uðu mynd­band í Rúm­fa­tala­gern­um – og sýna nú á Berl­in Music Vi­deo Aw­ards

Á dög­un­um var frum­sýnt tón­list­ar­mynd­band, verk­ið Devil never kil­led! – sem telst til tíð­inda enda er það, satt að segja, frek­ar stutt­mynd en hefð­bund­ið tón­list­ar­víd­eó. Í mynd­band­inu eru hvorki meira né minna en fimm­tíu auka­leik­ar­ar og tutt­ugu manns unnu við það, svo sam­tals komu að því sjö­tíu manns. At­hygli vek­ur að bæði tón­list­ar­mað­ur­inn Theó Paula og leik­stjór­inn, Tóm­as Nói Em­ils­son, eru ný­skriðn­ir úr mennta­skóla og Theó fjár­magn­aði verk­ið að stór­um hluta með því að vinna í Rúm­fa­tala­gern­um.

Mest lesið undanfarið ár