Á svig við reglurnar: Fengu risasamning eftir rándýra boðsferð til Singapúr
Skýring

Á svig við regl­urn­ar: Fengu risa­samn­ing eft­ir rán­dýra boðs­ferð til Singa­púr

Danskt fyr­ir­tæki fékk ný­lega risa­samn­ing um smíði her­skipa fyr­ir danska flot­ann, án þess að regl­um um út­boð væri fylgt. Skömmu áð­ur en samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur bauð fyr­ir­tæk­ið nokkr­um for­svars­mönn­um flot­ans í rán­dýra ferð til Singa­púr. Mál­ið lykt­ar af klíku­skap segja þing­menn og varn­ar­mála­ráð­herr­ann krefst skýr­inga frá flot­an­um.
Vilja ekki „fjögurra akreina þjóðveg“ í bakgarðinn
Skýring

Vilja ekki „fjög­urra ak­reina þjóð­veg“ í bak­garð­inn

Er nokk­urra mín­útna sparn­að­ur á ferða­tíma þess virði að raska nátt­úru, úti­vist­ar­svæð­um og spilla út­sýni þús­unda? „Það að leggja um­ferð­ar­mann­virki þvers og kruss um sund­in blá er ekki smá­mál,“ seg­ir íbúi í Grafar­vogi um áform­aða Sunda­braut. Marg­ir vilja göng í stað brúa um við­kvæm­ustu svæð­in en það hef­ur Vega­gerð­in sleg­ið út af borð­inu.
Pólarnir „garga á hvor annan“ í „skotgrafaumræðu“
SkýringFlóttamenn

Pól­arn­ir „garga á hvor ann­an“ í „skot­grafaum­ræðu“

„Stefnu­leysi“, „óstjórn“, „ógöng­ur“, „skrípaleik­ur“, allt eru þetta orð sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar nota um stöð­una í mál­efn­um hæl­is­leit­enda hér á landi. Þeir tala um póla­ríser­aða um­ræðu og sum­ir kalla eft­ir þver­póli­tískri sátt. Það er þó svo langt á milli flokka, bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og ut­an henn­ar, að erfitt get­ur ver­ið að ímynda sér að slík sátt geti orð­ið til.
Fékk ekki að snerta barnið sitt
Skýring

Fékk ekki að snerta barn­ið sitt

Allt var hreint á vöggu­stof­unni, einnig börn­in, „en allt ann­að vant­aði,“ seg­ir móð­ir sem vegna erfiðra að­stæðna þurfti að koma dótt­ur sinni fyr­ir á vöggu­stofu. Á átta mán­aða tíma­bili fékk hún að­eins að snerta hana einu sinni. Að­skiln­að­ur­inn hafði áhrif á sam­band mæðgn­anna alla tíð. Á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar voru áhrif dval­ar á vöggu­stof­un­um á börn vel kom­in í ljós. En áfram voru þær þó rekn­ar ár­um sam­an.
Seðlar, gull og gjafir
Skýring

Seðl­ar, gull og gjaf­ir

Þau svifu á vængj­um ástar­inn­ar heims­horna á milli. Hann bað henn­ar með söng við Taj Mahal. En nú eru þau kom­in á hálan ís ef ekki kald­an klaka, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn og kon­an sem hann gift­ist. Ef gullstang­irn­ar, lúx­us­bíl­inn og allt reiðu­féð er fannst á heim­ili þeirra voru ekki mút­ur líkt og sak­sókn­ari held­ur fram – hvað­an í ósköp­un­um komu þessi miklu verð­mæti?

Mest lesið undanfarið ár