Fékk ekki að snerta barnið sitt
Skýring

Fékk ekki að snerta barn­ið sitt

Allt var hreint á vöggu­stof­unni, einnig börn­in, „en allt ann­að vant­aði,“ seg­ir móð­ir sem vegna erfiðra að­stæðna þurfti að koma dótt­ur sinni fyr­ir á vöggu­stofu. Á átta mán­aða tíma­bili fékk hún að­eins að snerta hana einu sinni. Að­skiln­að­ur­inn hafði áhrif á sam­band mæðgn­anna alla tíð. Á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar voru áhrif dval­ar á vöggu­stof­un­um á börn vel kom­in í ljós. En áfram voru þær þó rekn­ar ár­um sam­an.
Seðlar, gull og gjafir
Skýring

Seðl­ar, gull og gjaf­ir

Þau svifu á vængj­um ástar­inn­ar heims­horna á milli. Hann bað henn­ar með söng við Taj Mahal. En nú eru þau kom­in á hálan ís ef ekki kald­an klaka, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn og kon­an sem hann gift­ist. Ef gullstang­irn­ar, lúx­us­bíl­inn og allt reiðu­féð er fannst á heim­ili þeirra voru ekki mút­ur líkt og sak­sókn­ari held­ur fram – hvað­an í ósköp­un­um komu þessi miklu verð­mæti?
Rykið loks dustað af manntalinu mikla frá 1981
Skýring

Ryk­ið loks dust­að af mann­tal­inu mikla frá 1981

Í rúma fjóra ára­tugi hef­ur það „leg­ið þungt á Hag­stof­unni, for­ystu henn­ar jafnt sem starfs­mönn­um“, að ekki hafi tek­ist að ljúka við út­gáfu mann­tals­ins sem tek­ið var í byrj­un ní­unda ára­tug­ar síð­ustu ald­ar. En viti menn – þeirri vinnu er nú lok­ið og get­ur Hag­stofu­fólk því and­að létt­ar. Og við blas­ir sam­fé­lag sem er nokk­uð ólíkt því sem nú bygg­ir Ís­land.
Bangsafélagið boðar mikinn fögnuð – „Ég er sökker fyrir stórum strákum“
Skýring

Bangsa­fé­lag­ið boð­ar mik­inn fögn­uð – „Ég er sökk­er fyr­ir stór­um strák­um“

Bangsapartí og bangsa­brön­sj er með­al þess sem var á dag­skrá bangsa­há­tíð­ar­inn­ar Reykja­vík Be­ar um helg­ina. Þar voru sam­an komn­ir stór­ir og loðn­ir hinseg­in karl­menn hvaðanæva að úr heim­in­um til að eiga sam­an góð­ar stund­ir. Á föstu­dag var sér­stakt Top off partí þar sem menn voru hvatt­ir til að skemmta sér ber­ir að of­an, og þá skipti engu máli hvernig þú lít­ur út – lík­ams­skömm­in var skil­in eft­ir heima.
Spænska feðraveldið molnar: „Þessi hegðun á bara ekki heima í fótboltanum og hvergi“
Skýring

Spænska feðra­veld­ið moln­ar: „Þessi hegð­un á bara ekki heima í fót­bolt­an­um og hvergi“

Fót­bolta­heim­ur­inn hef­ur log­að síð­an að Spán­verj­ar unnu heims­meist­ara­mót kvenna og Luis Ru­bia­les, for­seti spænska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, kyssti marka­skor­ar­ann Jenni Hermoso. Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir formað­ur KSÍ seg­ir svona hegð­un ekki í boði. Sótt er að Ru­bia­les úr öll­um átt­um sem neit­ar að segja af sér en hann er nú í 90 daga banni frá knatt­spyrnu­tengd­um störf­um.

Mest lesið undanfarið ár