Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ljóst að „menntakerfið þarfnast mikilla umbóta“

Á tím­um upp­lýs­inga­óreiðu og lofts­lags­vár hef­ur hæfni ís­lenskra ung­linga til að túlka og leggja mat á gögn hrak­að svo mik­ið að líkja má við hrun. Þetta hrun birt­ist skýrt í nið­ur­stöð­um hinn­ar al­þjóð­legu PISA-könn­un­ar og gæti hæg­lega haft af­leið­ing­ar fyr­ir sam­fé­lag fram­tíð­ar­inn­ar.

Ljóst að „menntakerfið þarfnast mikilla umbóta“

Þau eru þrautseig, streituþolin og skörungar upp til hópa. Telja sig búa yfir getu og sjálfsöryggi til að láta í ljós skoðanir sínar og halda ró sinni undir álagi. Samkennd er hins vegar ekki þeirra sterkasta hlið og minna fer fyrir forvitni en hjá jafnöldrum víða annars staðar í heiminum.

Fimmtán ára íslenskum nemendum líður flestum vel í skólanum, eru almennt ánægðir með kennarana sína og kennsluna. En þrátt fyrir það og að hafa verið í formlegu grunnskólanámi í tíu ár og í leikskóla að auki, hefur þekkingu þeirra og færni í grundvallarfögum farið hratt aftur. Færri þeirra búa yfir yfirburðahæfni. Það er eitt. Færri búa líka yfir grunnhæfni. Það er annað.

Sláandi niðurstöður PISA-könnunarinnar, sem lögð var fyrir tíundu bekkinga á síðasta ári, hefur vakið ugg margra og óteljandi spurningar flestra. Hvernig má það vera að unglingar, aldir upp af yfirlýstri bókaþjóð á undraverðri eyju elds og ísa, séu …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu