Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Stuðningur við afglæpavæðingu neysluskammta aldrei meiri en ríkisstjórnina „skortir hugrekki“

Rúm­lega sex­tíu pró­sent Ís­lend­inga eru hlynnt­ir af­glæpa­væð­ingu neyslu­skammta og hef­ur stuðn­ing­ur­inn auk­ist um 25 pró­sentu­stig á fjór­um ár­um. Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræð­ing­ur seg­ir sam­fé­lag­ið ekki til­bú­ið í af­glæpa­væð­ingu. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata, hef­ur fimm sinn­um lagt fram slíkt frum­varp og seg­ir rík­is­stjórn­ina skorta hug­rekki til að klára mál­ið.

Afstaða Íslendinga til afnáms refsinga við vörslu fíkniefna til eigin nota, það er afglæpavæðingu neysluskammta, hefur verið könnuð reglulega síðustu tíu ár. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, heldur utan um mælingar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur framkvæmt og kynnti hann þróun afstöðunnar undanfarinn áratug í erindi á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félagsvísindum, sem fram fór í byrjun nóvember. 

Gögn Félagsvísindastofnunar byggja á svörum þátttakenda 18 ára og eldri sem valdir eru með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Síðastliðinn áratug hafa fimm mælingar verið gerðar, nú síðast í apríl og maí á þessu ári. Samkvæmt henni er meirihluti svarenda fylgjandi afnámi refsinga fyrir vörslu fíkniefna til eigin nota, rétt eins og árið 2021.    

Ísland ekki tilbúið í afglæpavæðinguHelgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir hvorki stjórnmálin né samfélagið í heild tilbúin að taka það skref að afglæpavæða neysluskammta. En umræðan er til staðar.

Þeim fer fjölgandi sem eru …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár