Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Eldsvoði aldarinnar
Skýring

Elds­voði ald­ar­inn­ar

Tal­ið er að end­ur­bygg­ing Bør­sen, einn­ar þekkt­ustu bygg­ing­ar Kaup­manna­hafn­ar, geti tek­ið 10 ár og kostn­að­ur­inn verði að minnsta kosti einn millj­arð­ur danskra króna. Eig­and­inn, Danska við­skipta­ráð­ið, hef­ur lýst yf­ir að hús­ið verði end­ur­byggt, en spurn­ing­in er hvort ný­bygg­ing­in eigi að vera ná­kvæm end­ur­gerð hins upp­runa­lega og hvort það sé fram­kvæm­an­legt.
Stjórnarkjör nálgast í Festi – „Við erum mótfallin því að Þórður Már taki aftur sæti“
Skýring

Stjórn­ar­kjör nálg­ast í Festi – „Við er­um mót­fall­in því að Þórð­ur Már taki aft­ur sæti“

Stjórn stærsta hlut­haf­ans í Festi, Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, lýs­ir yf­ir von­brigð­um með störf til­nefn­inga­nefnd­ar fé­lags­ins. Nefnd­in legg­ur til að Þórð­ur Már Jó­hann­es­son verði kjör­inn í stjórn á ný. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Brú leggst gegn því að hann taki aft­ur sæti í stjórn Festi. Þórð­ur Már sagði sig úr stjórn­inni fyr­ir tveim­ur ár­um eft­ir að hann var sak­að­ur um kyn­ferð­is­brot gegn ungri konu.

Mest lesið undanfarið ár