Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Bylting bænda skekur Evrópu
Skýring

Bylt­ing bænda skek­ur Evr­ópu

Mót­mæli bænda hafa brot­ist út um gervöll helstu ríki Evr­ópu, þar á með­al Þýskalandi, Frakklandi, Ítal­íu og Belg­íu. Sams­kon­ar alda mót­mæla í Hollandi ár­ið 2019 ollu af­drifa­rík­um af­leið­ing­um á hol­lensk stjórn­mál, sem leiddu til stór­sigra öfga­flokka þar í landi á síð­asta ári. Stað­an í Þýskalandi er sér­stak­lega flók­in vegna skringi­legs fjár­laga­vanda, en um alla Evr­ópu er mót­mælt áhrif­um að­gerða gegn lofts­lags­vánni á bænd­ur.
Endalok brokkgengra tíma á Bifröst: „Brjálæðisleg orka“
Skýring

Enda­lok brokk­gengra tíma á Bif­röst: „Brjál­æð­is­leg orka“

Saga Há­skól­ans á Bif­röst sem mennta­stofn­un­ar í hús­un­um í Norð­ur­ár­daln­um er lið­in. Starfs­menn skól­ans segja hins veg­ar að hann lifi betra lífi en nokkru sinni áð­ur og binda von­ir við fram­tíð hans sem fjar­náms­skóla. Saga skól­ans síð­ast­lið­in 20 ár hverf­ist einna helst um rektor­inn fyrr­ver­andi, Run­ólf Ág­ústs­son, sem fór með him­inskaut­um og gerði Bif­röst að 800 nem­enda há­skóla­þorpi áð­ur en síga tók á ógæfu­hlið­ina.
Sigmundur Davíð súr yfir Smiðjunni – Hann vildi hús sem var teiknað 1916
Skýring

Sig­mund­ur Dav­íð súr yf­ir Smiðj­unni – Hann vildi hús sem var teikn­að 1916

Þing­menn Mið­flokks­ins eru sér­stak­lega ósátt­ir við nýtt skrif­stofu­hús­næði Al­þing­is. Formað­ur Mið­flokks­ins, Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, seg­ir að bet­ur hefði far­ið ef hönn­un húss­ins hefði ver­ið í anda til­lögu sem hann lagði fyr­ir rík­is­stjórn­ina sín­um tíma sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann lét gera jóla­kort með þeirri til­lögu í að­drag­anda jóla 2015.
Spilling á Íslandi aldrei mælst meiri – Nú í nítjánda sæti á lista Transparency
Skýring

Spill­ing á Ís­landi aldrei mælst meiri – Nú í nítj­ánda sæti á lista Tran­sparency

Norð­ur­lönd­in, ut­an Ís­lands, raða sér í efstu sæt­in á lista Tran­sparency In­ternati­onal yf­ir minnst spilltu lönd heims. Ís­land held­ur hins veg­ar áfram að falla nið­ur list­ann og sit­ur nú í nítj­ánda sæti hans. Fjöldi mútu­mála, einka­væð­ing Ís­lands­banka, Sam­herja­mál­ið, óreiða stjórn­mála­flokka og spillt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerfi eru nefnd sem dæmi sem dragi úr til­trú al­menn­ings á góðri stjórn­sýslu.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.
Verkalýðsforkólfur á Austurlandi um aukna einkavæðingu: „Ég held að þetta sé mjög hættulegt“
SkýringEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Verka­lýðs­forkólf­ur á Aust­ur­landi um aukna einka­væð­ingu: „Ég held að þetta sé mjög hættu­legt“

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið hef­ur kynnt til­lög­ur um að einka­fyr­ir­tæki fái í aukn­um mæli að byggja hjúkr­un­ar­heim­ili hér landi. Mik­ill skort­ur er á hjúkr­un­ar­rým­um hér á landi og Will­um Þór Þórs­son seg­ir að þessi leið leysi vand­ann. For­seti ASÍ og þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru gagn­rýn­in á hug­mynd­irn­ar og segja þær snú­ast um enn frek­ari einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu.
Heimsþekktur maður með ævintýralega fortíð beitir sér gegn laxeldi á Íslandi
SkýringLaxeldi

Heims­þekkt­ur mað­ur með æv­in­týra­lega for­tíð beit­ir sér gegn lax­eldi á Ís­landi

Einn af þekkt­ari um­hverf­is­vernd­ar­sinn­um heims í dag er stofn­andi úti­vist­ar­merk­is­ins Patagonia, Yvon Chouin­ard. Hann hef­ur átt æv­in­týra­lega ævi og far­ið frá því að eiga nán­ast ekk­ert og þurfa að borða katta­mat og broddgelti yf­ir í að eiga arð­bært fata­merki sem er þekkt um all­an heim. Einn af föst­un­um í lífi hans er flugu­veiði og um­hverf­is­vernd. Hann og Patagonia hafa lát­ið til sín taka í um­ræðu um sjókvía­eldi.
„Krýsuvík er komin í gang“
SkýringJarðhræringar við Grindavík

„Krýsu­vík er kom­in í gang“

Í ljósi sög­unn­ar má ætla að eld­gos­in verði stærri og fleiri eld­stöðva­kerfi vakna þeg­ar líða tek­ur á það gos­tíma­bil sem nú er haf­ið á Reykja­nesskaga. Hraun­rennsli og sprungu­hreyf­ing­ar munu þá ógna íbúa­byggð og inn­við­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Þetta er nátt­úr­lega háal­var­legt,“ seg­ir eld­fjalla­fræð­ing­ur.
Kosningaáætlanir Trumps og Bidens skýrast í aðdraganda forkosninga
Skýring

Kosn­inga­áætlan­ir Trumps og Bidens skýr­ast í að­drag­anda for­kosn­inga

Fyrstu for­kosn­ing­ar Demó­krata og Re­públi­kana nálg­ast nú í janú­ar og dreg­ið get­ur til tíð­inda í New Hamps­hire vegna knappr­ar for­ystu Trumps sem mæl­ist minnst 4% yf­ir Nikki Haley, hans næsta keppi­naut­ar. Kosn­inga­vél­ar Bidens og Trumps eru komn­ar á fullt við að skipu­leggja kosn­inga­áætlan­ir fram­bjóð­end­anna gegn hvor öðr­um þar sem átakalín­ur í banda­rísku sam­fé­lagi eru skýr­ar.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Samantekt Suður Afríku „yfirgripsmikil, með mjög sláandi yfirlýsingum stjórnvalda í Ísrael“
Skýring

Sam­an­tekt Suð­ur Afr­íku „yf­ir­grips­mik­il, með mjög slá­andi yf­ir­lýs­ing­um stjórn­valda í Ísra­el“

Máls­með­ferð á kæru Suð­ur Afr­íku gagn­vart Ísra­el um þjóð­armorð hefst á fimmtu­dag­inn 11. janú­ar fyr­ir al­þjóða­dóm­stól Sam­ein­uðu þjóð­anna í Haag. Af­leið­ing­arn­ar, ef úr­skurð­ur fell­ur Ísra­el í óvil, gætu orð­ið marg­vís­leg­ar og af­drifa­rík­ar fyr­ir Ísra­el, seg­ir lektor við laga­deild Há­skóla Ís­lands.

Mest lesið undanfarið ár