Grænþvegnir kúrekar um allar koppagrundir

Mörg verk­efni sem kol­efnisein­ing­ar hafa ver­ið seld­ar út á og áttu að nýt­ast til að vinna gegn hlýn­un jarð­ar hafa ein­kennst af fúski og um­deild­um að­ferð­um. Millj­arð­ar á millj­arða of­an fara um slíka mark­aði en trú­verð­ug­leiki þeirra hef­ur lask­ast og úr­bóta er þörf.

Grænþvegnir kúrekar um allar koppagrundir
Margvíslegur vandi steðjar að Amazon-frumskóginum og barist hefur verið fyrir verndun hans lengi. Þótt hann eigi að njóta verndar stjórnvalda þýðir það vissulega ekki endilega að sú vernd sé virt. Mörg fyrirtæki selja kolefniseiningar út á verndarverkefni í Amazon. Sum þeirra eru á landi sem er í ríkiseign. Mynd: AFP

Stærstur hluti Amazon-regnskógarins nýtur verndar innan þjóðlenda í Brasilíu. Áður var skógurinn nýttur til stórfelldrar timburframleiðslu og var þá gengið mjög nærri honum, en nú, þegar loks hefur tekist að færa hann undir hlífiskjöld hins opinbera, sem þó er langt í frá fullkomin vernd, er annars konar áhlaup hafið. Það leiða fyrirtæki, oftast erlend, sem í nafni loftslagsmála sjá viðskiptatækifæri í vernduninni og selja út á hana kolefniseiningar. Sá galli er þó á þessari gjöf Njarðar að fyrirtækin eiga ekki landið. Það er að langmestu leyti í eigu almennings. Og almenningur er hlunnfarinn þegar kolefniseiningarnar eru gerðar upp. Hann fær raunar að því er virðist ekki krónu.

Verndun Amazon milljóna dollara bissness

Þessu var ljóstrað upp í bandaríska dagblaðinu Washington Post nýverið. Í umfjölluninni kom fram að verndun Amazon væri orðin að milljóna dollara bissness. Þessir dollarar verða til í viðskiptum með kolefniseiningar sem fyrirtæki um víða veröld þyrstir í …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár