Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett
Rannsókn

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett

Bjarni Bene­dikts­son, þá­ver­andi þing­mað­ur og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana 2. til 6. októ­ber ár­ið 2008. Þann 6. októ­ber miðl­aði hann upp­lýs­ing­um um störf FME til fram­kvæmda­stjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hluta­bréfa­sölu Bjarna í Glitni í fe­brú­ar 2008 en hann fund­aði með banka­stjóra Glitn­is tveim­ur dög­um áð­ur en hann byrj­aði að selja bréf­in.
Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum
Rannsókn

Lof­orð og pen­ing­ar tak­ast á við nátt­úru­vernd á Strönd­um

Kanadískt orku­fyr­ir­tæki hef­ur boð­að marg­vís­leg­ar um­bæt­ur á lífi fólks á Strönd­um, ef það fær að virkja í Hvalá, en seg­ist ekki vilja semja um það fyr­ir­fram. Í skert­um inn­við­um og lágri op­in­berri fjár­fest­ingu verða sam­fé­lög­in lík­legri til að fórna nátt­úru gegn vil­yrði einka­fyr­ir­tækja um bætta inn­viði.
Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp
RannsóknPanamaskjölin

Leyniflétta Júlí­us­ar Víf­ils rak­in upp

Borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem er til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara vegna „rök­studds gruns“ um stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti, sagði í sam­tali við Stund­ina að pen­ing­ar, sem hann geymdi á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir, og að upp­taka af sam­tali hans og Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns, um hvernig forð­ast mætti að greiða skatt af þeim, væri föls­uð. Júlí­us Víf­ill hef­ur kom­ið með eng­ar eða vill­andi skýr­ing­ar, auk þess að neita að upp­lýsa um mál­ið.
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Rannsókn

Hrædd við skiln­ings­leysi og kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur boð­að stór­felld­ar kerf­is­breyt­ing­ar á mál­um ör­yrkja með inn­leið­ingu starfs­getumats sem á að liðka fyr­ir at­vinnu­þátt­töku ör­yrkja með já­kvæð­um hvöt­um í kerf­inu. Rann­sókn­ir benda til þess að upp­taka á slíku kerfi í ná­granna­ríkj­um hafi ekki leitt til auk­inn­ar at­vinnu ör­yrkja, held­ur leitt til auk­inna sjálfs­víga og fjölg­un­ar áskrifta á þung­lynd­is­lyf. Ör­yrkj­ar ótt­ast af­leið­ing­ar þess að þetta kerfi verði tek­ið upp. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ist vilja auka virkni ör­yrkja.
Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði

Á ferð með eft­ir­lit­inu: Lyg­ar, ótti og reiði í Villta vestr­inu

Blaða­mað­ur kynnt­ist ótta er­lendra starfs­manna og ósann­ind­um og reiði vinnu­veit­enda í eft­ir­lits­ferð ASÍ og SA um vinnu­staði á Snæ­fellsnes­inu. Dæmi fund­ust um starfs­fólk á 100 þús­und króna mán­að­ar­laun­um, fólk án ráðn­inga­samn­inga, vanefnd­ir á launa­tengd­um greiðsl­um og sjálf­boða­liða í stað laun­aðs starfs­fólks. Sér­fræð­ing­ar segja að vinnu­staða­brot gegn starfs­fólki séu að fær­ast í auk­anna.
Það sem SÁÁ vill ekki tala um
Rannsókn

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Með­ferð SÁÁ snýst um að lækna „lífs­hættu­leg­an heila­sjúk­dóm,“ en kon­ur hafa upp­lif­að ógn­an­ir og áreitni frá dæmd­um brota­mönn­um í með­ferð­inni. Ung stúlka lýs­ir því hvernig hún hætti í með­ferð vegna ógn­ana og áreit­is. Vin­kona móð­ur henn­ar var vik­ið fyr­ir­vara­laust úr með­ferð án skýr­inga, eft­ir að hún til­kynnti um áreitni, og ekki vís­að í önn­ur úr­ræði þrátt fyr­ir al­var­leika sjúk­dóms­ins. For­svars­menn SÁÁ segja gagn­rýni ógna ör­yggi og heilsu annarra sjúk­linga og vísa henni á bug.
Skuggahlið ferðamennskunnar: Draumurinn á Íslandi breytist í martröð
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði

Skugga­hlið ferða­mennsk­unn­ar: Draum­ur­inn á Ís­landi breyt­ist í mar­tröð

„Mér fannst eins og það væri kom­ið fram við mig sem þræl úr þriðja heims landi,“ seg­ir kona frá Póllandi um reynslu sína af því að starfa í ferða­þjón­ustu á Ís­landi. Með ör­um vexti ferða­manna­iðn­að­ar á Ís­landi hafa skap­ast kjörn­ar að­stæð­ur fyr­ir brot þar sem vinnu­veit­end­ur nýta sér van­þekk­ingu er­lendra starfs­manna.
Fangelsi án lausnar
Rannsókn

Fang­elsi án lausn­ar

Í fang­els­inu á Hólms­heiði eru kon­ur lok­að­ar inni vegna brota sem þær frömdu und­ir áhrif­um áfeng­is- og vímu­efna. Fá úr­ræði eru hins veg­ar til stað­ar inni í fang­els­inu til þess að mæta þess­um vanda, þar sem einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir öll­um föng­um í fang­els­um og eng­inn með­ferð­ar­gang­ur er fyr­ir kon­ur. Það er ekki held­ur neitt sem tek­ur við þeim þeg­ar þær ljúka afplán­un, og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fang­elsi á göt­una og það­an aft­ur inn í fang­els­ið. Þetta er víta­hring­ur sem þú fest­ist í, segja þær.
Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar

Far­veg­ur fíkni­efn­anna end­aði með hryll­ingi

Frið­rik Kristjáns­son, vin­sæll og efni­leg­ur ung­ur mað­ur úr Garða­bæ, hvarf spor­laust í Parag­væ eft­ir að hafa ánetj­ast fíkni­efn­um. Ís­lend­ing­ur, sem bú­sett­ur var í Amster­dam, greindi lög­reglu frá því að hann hefði séð ónefnd­an Ís­lend­ing halda á af­skornu höfði hans í sam­tali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur nú hand­tek­ið og yf­ir­heyrt einn mann vegna máls­ins.
Með hauskúpur á bakinu og fjölskylduna í faðminum
RannsóknVélhjólagengi

Með hauskúp­ur á bak­inu og fjöl­skyld­una í faðm­in­um

Vít­isengl­arn­ir til­heyra Hells Ang­els, sem eru skil­greind sem skipu­lögð glæpa­sam­tök víða um heim, þar á með­al af ís­lensk­um yf­ir­völd­um. Með­lim­ir Vít­isengla segj­ast hins veg­ar of­sótt­ir af yf­ir­völd­um að ósekju og að margt sem sagt er um klúbb­inn eigi ekki við rök að styðj­ast. Atli Már Gylfa­son fór á fund Vít­isengla á af­skekkt­um stað í Borg­ar­firð­in­um, þar sem þeir voru sam­an­komn­ir með fjöl­skyld­um sín­um og út­skýrðu af hverju þeir leit­uðu til þess­ara sam­taka.
Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu
RannsóknPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Eig­end­ur elstu heild­versl­un­ar Ís­lands stund­uðu við­skipti gegn­um Tor­tólu

Erf­ingj­ar heild­söl­unn­ar Ó. John­son og Kaaber, seldu hluta­bréf til Tor­tóla­fé­lags fyr­ir nærri 330 millj­ón­ir króna. Fjög­ur systkini og móð­ir þeirra stýrðu fé­lag­inu sem hét Eliano Mana­gement Corp sem hóf lán­tök­ur upp á mörg hundruð millj­ón­ir króna í bönk­um í Lúx­em­borg. Systkin­in, með­al ann­ars fyrr­ver­andi frétta­mað­ur­inn Helga Guð­rún John­son, neita að tala um Tor­tóla­fé­lag­ið. Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir veru­legt skatta­hag­ræði kunna að hafa ver­ið af fé­lag­inu.
Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
RannsóknPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Systkin­in fjög­ur með fé­lög í skatta­skjóli

Skatta­yf­ir­völd á Tor­tóla reyndu að fá upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu fé­lags Karls Werners­son­ar á Tor­tólu. Karl seg­ir skatta­yf­ir­völd á Ís­landi hafa skoð­að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins án frek­ari að­gerða. Þrjú af systkin­um Karls stofn­uðu fyr­ir­tæki í gegn­um Mossack Fon­seca en eitt þeirra, Ing­unn Werners­dótt­ir, fékk tæpa fimm millj­arða króna þeg­ar hún seldi Karli og Stein­grími Werners­son­um hlut sinn í Milest­one ár­ið 2005. Skúli Eggert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við lág­skatta­ríki hafa gert mik­ið gagn.

Mest lesið undanfarið ár