Heidelberghöfn á teikniborðinu vestan við Þorlákshöfn
ÚttektJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg­höfn á teikni­borð­inu vest­an við Þor­láks­höfn

Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hef­ur lýst yf­ir áhuga á því að ný höfn, sem byggja þarf svo möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg geti ris­ið vest­an við Þor­láks­höfn, verði fjár­mögn­uð með svip­uðu fyr­ir­komu­lagi og Hval­fjarð­ar­göng, þannig að sveit­ar­fé­lag­ið eign­ist höfn­ina á end­an­um án þess að leggja fram krónu til upp­bygg­ing­ar. Bæj­ar­stjór­inn Elliði Vign­is­son seg­ist vita til þess að rætt hafi ver­ið við líf­eyr­is­sjóði um að­komu að verk­efn­inu og Þor­steinn Víg­lunds­son, tals­mað­ur Heidel­berg og for­stjóri Horn­steins, seg­ir nálg­un sveit­ar­fé­lags­ins eina af þeim sem séu til skoð­un­ar.
Rúmlega 15 ára saga Skeljungsmálsins sem endaði með niðurfellingu
Úttekt

Rúm­lega 15 ára saga Skelj­ungs­máls­ins sem end­aði með nið­ur­fell­ingu

Ís­lands­banki grun­aði fyrr­ver­andi starfs­menn sína um að hafa gert sam­komu­lag á ár­un­um 2008 og 2009 sem gerði þá æv­in­týra­lega ríka gegn því að vinna gegn hags­mun­um bank­ans í við­skipt­um með hluti í Skelj­ungi. Mál­ið var kært til hér­aðssak­sókn­ara sumar­ið 2016 og tveim­ur ár­um síð­ar var fólk hand­tek­ið ásamt því að hús­leit­ir áttu sér stað. Í síð­ustu viku, rúm­um 15 ár­um eft­ir upp­haf máls­ins, tæp­um átta ár­um eft­ir að það var kært og tæp­um sex ár­um eft­ir hand­tök­urn­ar, var mál­ið fellt nið­ur. Eng­inn verð­ur ákærð­ur.
Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal
ÚttektBorgarlína

Gam­aldags Vega­gerð sem vill vera að­al

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.
Umsvifamiklir útgerðarmenn vilja losna við sjókvíaeldið úr SFS
ÚttektLaxeldi

Um­svifa­mikl­ir út­gerð­ar­menn vilja losna við sjókvía­eld­ið úr SFS

Ís­lensk­ar stór­út­gerð­ir hafa í aukn­um mæli byrj­að að kaupa sig inn í sjókvía­eldi á laxi. Sam­hliða hef­ur um­ræð­an um eld­ið orð­ið gagn­rýnni vegna slysaslepp­inga og annarra um­hverf­isáhrifa. Inn­an Sam­bands ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er ekki ein­hug­ur um það hvort hags­muna­bar­átta fyr­ir sjókvía­eld­ið eigi að vera und­ir sama hatti og veið­ar á villt­um fiski.
Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.
Sameiginlegur yfirdráttur heimila í fyrsta sinn yfir 100 milljarða króna
Úttekt

Sam­eig­in­leg­ur yf­ir­drátt­ur heim­ila í fyrsta sinn yf­ir 100 millj­arða króna

Um­boðs­mað­ur skuld­ara seg­ir róður­inn hjá fólki far­inn að þyngj­ast og þau hafi áhyggj­ur af stöð­unni. Í fyrsta sinn er sam­eig­in­leg­ur yf­ir­drátt­ur heim­ila í land­inu kom­inn yf­ir 100 millj­arða króna. Yf­ir­drátt­ar­lán eru dýr­ustu lán sem ein­stak­ling­ar geta tek­ið hjá banka. Um­boðs­mað­ur skuld­ara hvet­ur fólk til að leita sér að­stoð­ar fyrr en seinna, áð­ur en allt er kom­ið í óefni.
Sæmarksstjóri ákærður ásamt lögmanni fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti
Úttekt

Sæ­marks­stjóri ákærð­ur ásamt lög­manni fyr­ir stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, sem í fjölda ára var einn um­svifa­mesti fiskút­flytj­andi lands­ins, er sak­að­ur um að hafa stung­ið rúm­lega millj­arði króna und­an skött­um og fært í gegn­um falska reiknn­inga og af­l­ands­fé­lög í eig­in vasa. Hann er ákærð­ur fyr­ir stó­felld brot á skatta­lög­um, bók­halds­lög­um og pen­inga­þvætti. Ís­lensk­ur lög­mað­ur sem einnig er ákærð­ur seg­ist sak­laus.

Mest lesið undanfarið ár