Að rita nafn sitt með blóði
Úttekt

Að rita nafn sitt með blóði

28 ára gam­all Ástr­ali réðst á dög­un­um inn í tvær mosk­ur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af póli­tísk­um ástæð­um um leið og hann streymdi mynd­um af hörm­ung­un­um á sam­fé­lags­miðl­um. Mað­ur­inn lít­ur sjálf­ur á sig sem hluta af vest­rænni hefð sem þurfi að verja með of­beldi. Voða­verk­um hans var fagn­að víða um heim, með­al ann­ars í at­huga­semda­kerf­um ís­lenskra fjöl­miðla.
Berlínarbúar vilja banna sína Gamma
ÚttektLeigumarkaðurinn

Berlín­ar­bú­ar vilja banna sína Gamma

Íbú­ar höf­uð­borg­ar Þýska­lands ræða nú um það í fullri al­vöru hvort rétt sé að banna stóru leigu­fé­lög­in í borg­inni, taka hús þeirra eign­ar­námi, og leigja íbúð­irn­ar aft­ur út á sam­fé­lags­leg­um for­send­um. Meiri­hluti Berlín­ar­búa eru hlynnt­ir hug­mynd­inni sem gæti far­ið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áð­ur en langt um líð­ur.
Þegar stórfyrirtæki draga ríki fyrir dóm
ÚttektEfnahagsmál

Þeg­ar stór­fyr­ir­tæki draga ríki fyr­ir dóm

Gerð­ar­mál­s­ókn­ir einka­að­ila valda ríkj­um ekki að­eins fjár­hagstjóni held­ur hafa kæl­ingaráhrif þeg­ar kem­ur að stefnu­mót­un og reglu­setn­ingu á sviði um­hverf­is-, lýð­heilsu- og vel­ferð­ar­mála. Al­þingi hef­ur beint því til stjórn­valda að fjár­festa­vernd­arsátt­mál­um verði fjölg­að en nær eng­in lýð­ræð­is­leg um­ræða hef­ur far­ið fram um hætt­urn­ar sem þessu fylgja, stöðu Ís­lands í heimi þar sem rík­ir stöð­ug tog­streita milli lýð­ræð­is og sér­hags­muna.
Missti eldmóðinn og lífsviljann eftir starf á íslensku hóteli
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Missti eld­móð­inn og lífs­vilj­ann eft­ir starf á ís­lensku hót­eli

Fyrr­ver­andi kokk­ur og starfs­fólk lýsa upp­lif­un sinni af störf­um á hót­el­inu Radis­son Blu 1919 í mið­borg Reykja­vík­ur. Morg­un­verð­ar­starfs­mönn­um hót­els­ins var öll­um sagt upp og boðn­ir ný­ir samn­ing­ar með færri vökt­um og lak­ari kjör­um. Ræsti­tækn­ar segja að þeim hafi ver­ið sagt að þeir myndu ekki fá laun sín ef þeir tækju þátt í verk­falli Efl­ing­ar. Hót­el­stýra seg­ir að upp­sagn­ir tengd­ust skipu­lags­breyt­ing­um á veg­um hót­elkeðj­unn­ar og neit­ar að hafa gef­ið starfs­fólki mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar.
Konur í þjónustustörfum lýsa hegðun Jóns Baldvins
Úttekt

Kon­ur í þjón­ustu­störf­um lýsa hegð­un Jóns Bald­vins

Stund­in birt­ir frá­sagn­ir kvenna sem lýsa því að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi áreitt þær eða sam­starfs­menn sína kyn­ferð­is­lega. Kon­urn­ar voru all­ar í þeim að­stæð­um að veita hon­um þjón­ustu á veit­inga­stöð­um, sam­kom­um eða við önn­ur af­greiðslu­störf. Vilja þær styðja við þær sjö kon­ur sem þeg­ar hafa stig­ið fram und­ir nafni.
Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.
Veittu vildarviðskiptavinum 60  milljarða lán með tölvupóstum
ÚttektGlitnisgögnin

Veittu vild­ar­við­skipta­vin­um 60 millj­arða lán með tölvu­póst­um

Glitn­ir veitti vild­ar­við­skipta­vin­um sín­um mik­ið magn hárra pen­inga­mark­aðslána án þess að skrif­að væri und­ir samn­ing um þau. Bank­inn skoð­aði rift­an­ir á upp­greiðslu fjöl­margra slíkra lána í að­drag­anda og í kjöl­far hruns­ins. Sá ein­stak­ling­ur sem greiddi mest upp af slík­um lán­um var Ein­ar Sveins­son.

Mest lesið undanfarið ár