Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
ÚttektKvótinn

Rúm­lega 500 millj­arða kvóti mun renna til erf­ingja ald­inna eig­enda 14 stór­út­gerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.
Faraldur 21. aldarinnar
ÚttektFaraldur 21. aldarinnar

Far­ald­ur 21. ald­ar­inn­ar

Áætl­að er að allt að 5.000 Ís­lend­ing­ar þjá­ist af heila­bil­un. Þar af eru um 300 yngri en 65 ára. Fleiri kon­ur en karl­ar grein­ast um heim all­an og er heim­il­isof­beldi tal­inn einn áhættu­þátt­ur. Vegna gríð­ar­legr­ar fjölg­un­ar í þess­um sjúk­linga­hópi á næstu ára­tug­um hef­ur Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in hvatt stjórn­völd um all­an heim til að setja sér stefnu í mála­flokki fólks með heila­bil­un. Í apríl síð­ast­liðn­um kynnti heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið að­gerðaráætl­un í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
Skipulag og húsnæði eftir heimsfaraldur
ÚttektLífið í borginni eftir Covid 19

Skipu­lag og hús­næði eft­ir heims­far­ald­ur

Þétt­ing byggð­ar er kom­in til að vera og sömu­leið­is fólks­fjölg­un í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, ef marka má sér­fræð­inga sem Stund­in ræddi við um hús­næð­is­upp­bygg­ingu og borg­ar­skipu­lag. At­vinnu­hús­næði verð­ur sveigj­an­legra og sömu­leið­is verð­ur mik­il­vægt að nýta þau rými sem fyr­ir eru og finna þeim nýj­an til­gang ef þess þarf. Grænni áhersl­ur verða ríkj­andi. Í þess­um öðr­um hluta af þrem­ur verð­ur lit­ið nán­ar á skipu­lags­mál og hús­næð­is­upp­bygg­ingu.
Gjafakvóti Samherja afhentur nýrri kynslóð án skattlagningar
ÚttektSamherjaskjölin

Gjafa­kvóti Sam­herja af­hent­ur nýrri kyn­slóð án skatt­lagn­ing­ar

Sá kvóti sem Sam­herji hef­ur feng­ið af­hent­an frá ís­lenska rík­inu skipt­ir um hend­ur án þess að vera skatt­lagð­ur. Um er að ræða stærstu og verð­mæt­ustu eig­enda­skipti á hluta­bréf­um í ís­lenskri út­gerð­ar­sögu. Verð­mæti eigna Sam­herja er vanáætl­að um 50 millj­arða króna vegna kvóta sem ekki er eign­færð­ur.
Hvernig saga Eskju sýnir brestina í kvótakerfinu
ÚttektCovid-19

Hvernig saga Eskju sýn­ir brest­ina í kvóta­kerf­inu

Mak­r­íl­mál­ið, skaða­bóta­mál út­gerð­anna sjö gegn ís­lenska rík­inu, hef­ur kveikt upp hina ára­tuga­löngu um­ræðu um kvóta­kerf­ið og rétt­læti þess. Ein af út­gerð­un­um sem vildi skaða­bæt­ur frá rík­inu var Eskja á Eski­firði. Saga þeirr­ar út­gerð­ar, stór­felld­ur hagn­að­ur hlut­hafa sem hafa selt sig út úr henni, fram­leiga á þorskskvóta og leigu­tekj­ur af hon­um sem og gef­ins mak­ríl­kvóti upp á 7 millj­arða op­in­bera eig­in­leika í kvóta­kerf­inu sem marg­ir telja gagn­rýni­verða.
Sárþjáð samfélag sem heimsbyggðin hefur brugðist
Úttekt

Sár­þjáð sam­fé­lag sem heims­byggð­in hef­ur brugð­ist

Sam­fé­lag­ið á eynni Les­bos er und­ir­lagt sorg, ótta og eymd. Það sem mæt­ir flótta­fólki sem taldi sig vera að kom­ast í skjól frá stríði er ann­ar víg­völl­ur. Um­heim­ur­inn hef­ur brugð­ist fólki sem flýr stríð og það er geð­þótta­ákvörð­un að hundsa hjálp­arkall fólks í neyð. Þau ríki sem senda fólk aft­ur til Grikk­lands eru ábyrg fyr­ir því þeg­ar slæmt ástand verð­ur enn verra. Þetta er með­al þess sem við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem starfa fyr­ir hjálp­ar- og mann­úð­ar­sam­tök segja um ástand­ið í Grikklandi þessa dag­ana.
Eigandi Glitnis sem reis upp og settist í stjórnarformannsstól Skeljungs
ÚttektEftirmál bankahrunsins

Eig­andi Glitn­is sem reis upp og sett­ist í stjórn­ar­for­manns­stól Skelj­ungs

Saga Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar fjár­fest­is teng­ist Skelj­ungi vegna eign­ar­halds fyr­ir­tækja hans á olíu­fé­lag­inu. Jón Ás­geir og Pálmi Har­alds­son, við­skipta­fé­lagi hans, keyptu og seldu Skelj­ung á milli sín á ár­un­um fyr­ir hrun­ið. Af­leið­inga­ar þeirra við­skipta eru lík­leg til að enda í saka­máli á næstu vik­um. Sam­tím­is sest Jón Ás­geir í stól stjórn­ar­for­manns Skelj­ungs.
Ferðaþjónustan fer í híði og bíður: „Svo kemur þetta áfall“
ÚttektCovid-19

Ferða­þjón­ust­an fer í híði og bíð­ur: „Svo kem­ur þetta áfall“

Flug­sam­göng­ur til og frá land­inu eru við það að leggj­ast af vegna Covid-veirunn­ar. Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sjá fram á tekju­leysi næstu vik­ur og mán­uði. Fram­kvæmd­stjór­ar í grein­inni segja að krepp­an sem fylg­ir Covid-veirunni verði dýpri og al­var­legri en krepp­an eft­ir banka­hrun­ið. Tekj­ur fyr­ir­tækj­anna hverfa og með þeim störf fólks og lifi­brauð.

Mest lesið undanfarið ár