Atburðarásin sem leiddi til sýknudóms yfir Steinu
Greining

At­burða­rás­in sem leiddi til sýknu­dóms yf­ir Steinu

Steina Árna­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur var ákærð fyr­ir mann­dráp vegna and­láts á geð­deild Land­spít­al­ans. Dóm­ur­inn sýn­ir hins veg­ar ófremd­ar­ástand á spít­al­an­um. Fyr­ir vakt­ina reyndi hún að bregð­ast við með beiðni um að­stoð ann­ars hjúkr­un­ar­fræð­ings en end­aði í ein­angr­un í gæslu­varð­haldi. Hér er sag­an öll.
Íslandsbanki „þáði“ boð um hæstu sekt Íslandssögunnar en atburðarásin enn hulin
GreiningSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki „þáði“ boð um hæstu sekt Ís­lands­sög­unn­ar en at­burða­rás­in enn hul­in

Ís­lands­banki hef­ur geng­ist við því að hafa fram­ið al­var­leg brot á lög­um og sam­þykkt að borga næst­um 1,2 millj­arða króna í sekt. Ekki hef­ur ver­ið upp­lýst um ná­kvæm­lega hvaða ákvæði laga bank­inn braut, hvernig starfs­menn hans brutu um­rædd lög né hvaða ein­stak­ling­ar beri ábyrgð á þeim lög­brot­um. Stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­banka kall­aði mál­ið „verk­efni“ í til­kynn­ingu og að bank­inn myndi draga lær­dóm af því.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.
Umdeild kaup VÍS á Fossum samþykkt þrátt fyrir áhyggjur lífeyrissjóða
Greining

Um­deild kaup VÍS á Foss­um sam­þykkt þrátt fyr­ir áhyggj­ur líf­eyr­is­sjóða

Trygg­inga­fé­lag­ið VÍS kom­ið í fjár­fest­inga­banka­starf­semi. Kaup þess á Foss­um voru sam­þykkt á hlut­hafa­fundi á mið­viku­dag. Verð­mið­inn er um 4,2 millj­arð­ar króna, sem sum­um líf­eyr­is­sjóð­um í hlut­hafa­hópi VÍS þótt allt of hár. Velta Fossa dróst veru­lega sam­an í fyrra og tap varð á rekstr­in­um. VÍS mun lána Foss­um 400 millj­ón­ir króna í kjöl­far þess að kaup­in voru af­greidd.
Hagsmunaöflin höfðu betur
Greining

Hags­muna­öfl­in höfðu bet­ur

Ekki verð­ur fram­hald á tákn­ræn­um og efna­hags­leg­um stuðn­ingi Ís­lands við Úkraínu með nið­ur­fell­ingu tolla. Hags­muna­öfl í land­bún­aði lögð­ust þungt á þing­menn í því skyni að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi tolla­leysi á kjúk­lingi, sem hin sömu öfl hafa með­al ann­ars flutt inn sjálf. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagð­ist þver gegn áfram­hald­andi tolla­leysi og hluti Sjálf­stæð­is­flokks­þing­manna, í óþökk ut­an­rík­is­ráð­herra með­al annarra.
Rithöfundur fékk 11 krónur fyrir streymi á Storytel
Greining

Rit­höf­und­ur fékk 11 krón­ur fyr­ir streymi á Stor­ytel

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Stjórnarflokkarnir vilja hverfa frá beinum styrkjum til fjölmiðla og endurskoða rekstur RÚV
Greining

Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja hverfa frá bein­um styrkj­um til fjöl­miðla og end­ur­skoða rekst­ur RÚV

Ósætti er milli stjórn­ar­flokk­anna um hvernig eigi að haga stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur aðra skoð­un en hinir tveir. Nú hef­ur náðst mála­miðl­un sem fel­ur í sér að stjórn­ar­þing­menn í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd gera meg­in­stef­ið í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins að sinni gegn því að fá fyr­ir­liggj­andi frum­varp um styrki til fjöl­miðla í gegn út ár­ið 2024.

Mest lesið undanfarið ár