Enn óljóst hvaða ráðlegginga Bjarni vísaði til þegar hann sagði af sér
Greining

Enn óljóst hvaða ráð­legg­inga Bjarni vís­aði til þeg­ar hann sagði af sér

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ver­ið boð­að­ur á op­inn fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um miðj­an næsta mán­uð. Til­gang­ur fund­ar­ins er að óska eft­ir frek­ari skýr­ing­um á ráð­gjöf til hans við sölu á Ís­lands­banka sem leiddi til þess að hann gætti ekki nægi­lega vel að hæfi sínu. Gögn sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið af­henti nefnd­inni og Heim­ild­inni varpa ekki skýru ljósi á hver sú ráð­gjöf var.
Þegar Hillary Clinton klauf íslenska rithöfundastétt
Greining

Þeg­ar Hillary Cl­int­on klauf ís­lenska rit­höf­unda­stétt

Tug­ir ís­lenskra rit­höf­unda mót­mæltu harð­lega Ís­lands­heim­sókn Hillary Cl­int­on og biðl­uðu til annarra að snið­ganga bók­mennta­há­tíð­ina sem henni var boð­ið á. Upp­hófst þá um­ræða sem kom inn á snertifleti stjórn­mála og lista, þögg­un, mót­mæli, ábyrgð jafnt sem af­stöðu, tján­ing­ar­frelsi og frægð­ar­væð­ingu. Og vald og valda­leysi.
Þekking eflir samfélagið
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Þekk­ing efl­ir sam­fé­lag­ið

Sam­fé­lagsum­ræða um hvert hlut­verk sér­fræð­inga sé þeg­ar kem­ur að því að miðla þekk­ingu fór af stað eft­ir að jarð­hrær­ing­ar við Grinda­vík urðu öfl­ugri. Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir það hlut­verk sér­fræð­inga að taka til máls. Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir gagn­rýna hugs­un lyk­il­inn að há­skóla­starfi og þekk­ing­ar­sköp­un.
Heppilegra ef það væri golfvöllur en ekki byggð í sigdældinni
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Heppi­legra ef það væri golf­völl­ur en ekki byggð í sig­dæld­inni

„Ég hefði vilj­að sjá að það væri golf­völl­ur þarna en ekki byggð,“ seg­ir jarð­fræð­ing­ur um svæð­ið í Grinda­vík sem nú hef­ur sig­ið um rúm­an metra. Þóra Björg Andrés­dótt­ir seg­ir að stund­um sé eins og þekkt­ar sprung­ur hrein­lega gleym­ist þeg­ar svæð­um hef­ur ver­ið rask­að af hendi manna. Áhætta vegna jarð­hrær­inga rati því ekki inn í skipu­lags­áætlan­ir.
Everton lenti í „fullkomnum stormi“ kórónuveiru, Úkraínustríðs og rannsóknar á Gylfa Sigurðssyni
Greining

Evert­on lenti í „full­komn­um stormi“ kór­ónu­veiru, Úkraínu­stríðs og rann­sókn­ar á Gylfa Sig­urðs­syni

Í gær voru tíu stig dreg­in af enska úr­vals­deild­arlið­inu Evert­on vegna þess að það tap­aði að­eins hærri upp­hæð en það mátti tapa á þriggja ára tíma­bili. Evert­on tel­ur ensku úr­vals­deild­ina sýna mikla óbil­girni og að ver­ið sé að búa til víti til varn­að­ar úr fé­lag­inu. Á með­an sé stærri fé­lög­um, sem hafi stað­fest fram­ið mun al­var­legri brot og sæti rann­sókn­um vegna mun um­fangs­meiri brota, hlíft.
Það sem við vitum um samþjöppun kvótans
GreiningSjávarútvegsskýrslan 2023

Það sem við vit­um um sam­þjöpp­un kvót­ans

Ljóst má vera að til­raun­ir stjórn­mála­manna um að ýta und­ir hag­ræð­ingu í sjáv­ar­út­vegi með setn­ingu kvóta­kerf­is í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins hafi heppn­ast. Gögn Fiski­stofu sýna að stærstu út­gerð­irn­ar í dag fari með yf­ir 70 pró­sent afla, en sömu út­gerð­ir, eða fyr­ir­renn­ar­ar þeirra, að­eins með rúm­lega 30 pró­sent í upp­hafi kerf­is­ins. Tak­mark­að­ar upp­lýs­ing­ar eru til stað­ar um þró­un fyr­ir­tækja inn­an kerf­is­ins.
Gjaldþrota útgáfufélag Fréttablaðsins sótti um rekstrarstyrk úr ríkissjóði
Greining

Gjald­þrota út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins sótti um rekstr­ar­styrk úr rík­is­sjóði

Þrátt fyr­ir að hafa far­ið í þrot í vor sótti Torg, sem gaf með­al ann­ars út Frétta­blað­ið og hélt úti sjón­varps­stöð­inni Hring­braut, um styrk sem veitt­ur er úr rík­is­sjóði til starf­andi fréttamiðla á einka­mark­aði. Um­sókn Torgs var hafn­að, en litl­ar eign­ir virð­ast til í þrota­búi fé­lags­ins upp í kröf­ur. Rekstr­ar­styrk­ur­inn, hefði hann ver­ið veitt­ur, hefði far­ið í að greiða kröf­ur en ekki að styrkja einka­rekna fjöl­miðl­un á Ís­landi.
Grafreitur þúsunda barna
Greining

Gra­freit­ur þús­unda barna

Um fjög­ur þús­und palestínsk börn, hið minnsta, hafa dá­ið í loft­árás­um Ísra­els­hers síð­ustu fjór­ar vik­ur. Leita þarf hálfa öld aft­ur í tím­ann til að finna slík­an fjölda barna sem drep­in hafa ver­ið í stríði á svo skömm­um tíma. Um eitt þús­und börn eru tal­in vera föst und­ir rúst­um húsa. „Við er­um að verða vitni að stríðs­glæp­um af þeirri stærð­ar­gráðu sem ekki hafa sést áð­ur hér,“ seg­ir talskona palestínska Rauða hálf­mán­ans.
Tveir stjórnarþingmenn ganga gegn afstöðu Bjarna – Óvissa um hver utanríkisstefna Íslands er
Greining

Tveir stjórn­ar­þing­menn ganga gegn af­stöðu Bjarna – Óvissa um hver ut­an­rík­is­stefna Ís­lands er

Tveir þing­menn Vinstri grænna ætla að vera á með­al flutn­ings­manna á þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ís­land styðji vopna­hlé á Gaza, að rík­is­stjórn­in for­dæmi árás­ir Ísra­els­hers á óbreytta borg­ara og á borg­ara­lega inn­viði Palestínu. Til­lag­an geng­ur þvert á af­stöðu ut­an­rík­is­ráð­herra gagn­vart mál­inu. Það tók rík­is­stjórn­ina tæp­ar tvær vik­ur að koma sér á ný í skær­ur í kjöl­far þess að hún hélt blaða­manna­fund til að til­kynna um sætt­ir.
Bankarnir reikna ekki með að heimilin muni lenda í miklum vandræðum
Greining

Bank­arn­ir reikna ekki með að heim­il­in muni lenda í mikl­um vand­ræð­um

Svo lengi sem þeir lán­tak­end­ur sem eru með fasta óverð­tryggða vexti á íbúðalán­um sín­um, og ráða illa við mikl­ar hækk­an­ir á mán­að­ar­legri greiðslu­byrði sinni, færi sig í stór­um stíl yf­ir í verð­tryggð lán þá reikna stóru bank­arn­ir ekki með að þurfa grípa til annarra að­gerða en þeir hafa kynnt nú þeg­ar nema fyr­ir lít­inn hóp. Lands­bank­inn er með rúm­lega helm­ing úti­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um.

Mest lesið undanfarið ár