Maðurinn sem vildi fá að vita hverjir keyptu í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Mað­ur­inn sem vildi fá að vita hverj­ir keyptu í Ís­lands­banka

Lít­ill hlut­hafi í Ís­lands­banka heim­sótti bank­ann af því hann vildi kom­ast að því hverj­ir keyptu hluta­bréf af ís­lenska rík­inu í ný­liðnu út­boði. Mað­ur­inn fékk ekki að skoða hlut­hafal­ist­ann sjálf­ur held­ur var starfs­mað­ur bank­ans með hon­um all­an tím­ann. Hann fékk held­ur ekki að af­rita list­ann eða taka af hon­um mynd­ir. For­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hef­ur kall­að eft­ir laga­breyt­ing­um til að hægt verði að greina frá því hverj­ir keyptu í út­boð­inu.
Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja
Fréttir

Katrín seg­ir af­sök­un­ar­beiðni Sig­urð­ar Inga nægja

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler óá­sætt­an­leg en að hann hafi beðist af­sök­un­ar með mjög skýr­um hætti. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata seg­ir um­mæl­in telj­ast áreitni í skiln­ingi laga. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir ljóst að for­dóm­ar grass­eri á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins líka við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.
Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Þetta þurfa hlut­haf­ar að gera til að fá upp­lýs­ing­ar um leynda eig­end­ur Ís­lands­banka

Flest bend­ir til að hlut­hafalisti Ís­lands­banka verði ekki birt­ur eft­ir op­in­ber­um leið­um. Ís­lands­banki seg­ir að birt­ing list­ans brjóti gegn lög­um. Þar af leið­andi mun hið op­in­bera ekki vera milli­lið­ur í því að greint verði frá því hvaða að­il­ar keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í síð­ustu viku. Út­boð­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt, með­al ann­ars af Kristrúnu Frosta­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Banka­sýsla Ís­lands birti skýrslu um út­boð­ið í morg­un þar sem fram kem­ur að 140 óþekkt­ir einka­fjár­fest­ar hafi keypt 30 pró­sent bréf­anna í út­boð­inu.
Bjarni segist vilja birta allan hluthafalista Íslandsbanka ef lög leyfa
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist vilja birta all­an hlut­hafal­ista Ís­lands­banka ef lög leyfa

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra vill að Ís­lands­banki birti all­an hlut­hafal­ista bank­ans ef lög heim­ila það. Þetta sagði Bjarni í þing­ræðu um út­boð rík­is­ins á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka í gær. Út­boð rík­is­ins á 22,5 pró­senta hlut í bank­an­um á af­slátt­ar­verði hef­ur ver­ið gagn­rýnt úr ýms­um átt­um, með­al ann­ars af með­lim­um úr stjórn­ar­and­stöð­unni. Ís­lands­banki seg­ist ekki mega af­henda hlut­hafal­ist­ann til op­in­berr­ar birt­ing­ar.
Kristrún segir brýnt að upplýsa hverjir fengu að kaupa í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Kristrún seg­ir brýnt að upp­lýsa hverj­ir fengu að kaupa í Ís­lands­banka

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spyr að því hvaða litlu að­il­ar það voru sem fengu að kaupa hluta­bréf í Ís­lands­banka í ný­af­stöðnu hluta­fjárút­boði bank­ans. Öf­ugt við út­boð­ið sem fór fram á bréf­um Ís­lands­banka síð­ast­lið­ið sum­ar, þar sem all­ir gátu keypt fyr­ir ákveðna upp­hæð, voru 430 fjár­fest­ar vald­ir til að taka þátt í þessu út­boði.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu