„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Fag­fjár­fest­ar“ sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka líka skil­greind­ir sem „al­menn­ir fjár­fest­ar“

Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar skil­greina önn­ur verð­bréfa­fyr­ir­tæki suma af þeim fjár­fest­um sem tóku þátt í út­boði rík­is­ins í Ís­lands­banka sem al­menna fjár­festa en ekki fag­fjár­festa. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið (FME) get­ur kall­að eft­ir list­um frá verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um um hvernig við­skipta­vin­ir þeirra eru skil­greind­ir. Mögu­legt er að skil­grein­ing­um verð­bréfa­fyr­ir­tækj­anna á þess­um við­skipta­vin­um hafi ver­ið breytt til þess að selja þeim hluta­bréf­in í Ís­lands­banka með af­slætti.
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
ViðskiptiLaxeldi

Frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings gef­ur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki

Gauti Jó­hann­es­son, frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings á Aust­ur­landi, seg­ir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjör­inn full­trúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Aust­ur­landi. Gauti var með­al ann­ars í við­tali í Spegl­in­um á RÚV á þriðju­dag­inn þar sem hann ræddi lax­eldi og skipu­lags­mál og þá kröfu Múla­þings að fá óskor­að vald til að skipu­leggja sjókvía­eldi í fjörð­um sveit­ar­fé­lags­ins.
Þetta eru útgerðarmennirnir sem keyptu í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Þetta eru út­gerð­ar­menn­irn­ir sem keyptu í Ís­lands­banka

All­nokkr­ir starf­andi út­gerð­ar­menn og eig­end­ur út­gerða eru beint eða óbeint á list­an­um yf­ir þá fjár­festa sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka af ís­lenska rík­inu í lok mars. Þetta eru Björgólf­ur Jó­hannss­son, Guð­rún Lár­us­dótt­ir, Jakob Val­geir Flosa­son, Þor­steinn Kristjáns­son, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Gunn­þór Ingva­son með­al annarra.
Bjarni segist ekkert hafa með fjárfestingar föður síns að gera og að Benedikt verði að svara fyrir þær
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekk­ert hafa með fjár­fest­ing­ar föð­ur síns að gera og að Bene­dikt verði að svara fyr­ir þær

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir að hann hafi fyrst frétt af þátt­töku föð­ur síns í út­boði Ís­lands­banka í gær. Hann bend­ir á að fað­ir sinn verði að svara fyr­ir fjár­fest­ing­ar sín­ar. Út­boð­ið á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka hef­ur vak­ið af­ar hörð við­brögð á Al­þingi og með­al al­menn­ings.
Bjarni segist ekki „vera mikið inni í“ fjárfestingum föður síns: Stýrði þeim fyrir hrun
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekki „vera mik­ið inni í“ fjár­fest­ing­um föð­ur síns: Stýrði þeim fyr­ir hrun

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, stýrði fjár­fest­ing­um föð­ur síns Bene­dikts Sveins­son­ar á ár­un­um fyr­ir hrun­ið 2008. Þá var Bene­dikt um­svifa­mik­ill fjár­fest­ir í olíu­fé­lag­inu Esso, síð­ar N1, Kynn­is­ferð­um, Glitni, Icelanda­ir og fleiri fé­lög­um. Glitn­is­skjöl­in ár­ið 2017 sýndu hvernig það var Bjarni sem stýrði þess­um fjár­fest­ing­um sam­hliða þing­mennsku sinni. Nú hef­ur kom­ið í ljós að fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur Bjarna keypti hluta­bréf í lok­uðu út­boði á veg­um ís­lenska rík­is­ins og seg­ist ráð­herr­ann ekki hafa vit­að af því.
Einn kaupandi með sögu strax búinn að græða 100 milljónir á kaupunum í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Einn kaup­andi með sögu strax bú­inn að græða 100 millj­ón­ir á kaup­un­um í Ís­lands­banka

Út­gerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir varð þekkt­ur þeg­ar hann fékk að kaupa í Glitni með 20 millj­arða króna láni frá sama banka. Fé­lag kennt við hann var eitt þeirra sem voru val­in til að kaupa í út­boði á hlut­um rík­is­ins og hef­ur strax grætt 100 millj­ón­ir króna á kaup­un­um, rúm­um tveim­ur vik­um seinna.
Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Fað­ir fjár­mála­ráð­herra á með­al þeirra sem fengu að kaupa í Ís­lands­banka

List­inn yf­ir kaup­end­ur í Ís­lands­banka var birt­ur rétt í þessu þrátt fyr­ir and­stöðu Banka­sýslu rík­is­ins. Þekkt nöfn eru tengd fé­lög­um á list­an­um, sem komu að bank­an­um fyr­ir hrun. Með­al ann­ars Þor­steinn Már Bald­vins­son, Jón Ás­geir Jó­hann­es­son, Guð­björg Matth­ías­dótt­ir og Bene­dikt Sveins­son, fað­ir fjár­mála­ráð­herra. List­inn er birt­ur hér í heild.
Íslandsbanki: Setja þarf lög til að eigendur megi afrita hlutalistann
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki: Setja þarf lög til að eig­end­ur megi af­rita hlutal­ist­ann

Ís­lands­banki seg­ir að setja þurfi lög til að bank­inn geti heim­il­að hlut­höf­um að af­rita hlut­hafa­skrá fé­lags­ins. Í svari bank­ans seg­ir að jafn­vel þó lög­um verði breytt í þessa veru þá komi per­sónu­vernd­ar­lög mögu­lega í veg fyr­ir slíka af­rit­un. Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son hafa kall­að eft­ir því að hlut­hafalist­inn verði birt­ur og er nú beð­ið eft­ir svari frá Banka­sýslu rík­is­ins um það.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu